Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 136
Tímarit Máls og menningar En þessi tilhneiging er ekki ríkjandi. Mestur gaumur er gefinn að Andra sjálf- um og þroska hans. Þegar bókin hefst er Andri nýkominn úr sveitinni til að setjast á skólabekk í nýjum skóla, flutt- ur í vesturbæinn aftur. Þjóðfélagsstaða hans hefur breyst eftir að foreldrar hans skildu, hann býr nú þröngt með basl- andi móður og systur sem er að yfir- gefa hreiðrið. Lýsingarnar á l.ífi fjöl- skyldunnar eru sannfærandi og vel gerð- ar. Pétri er hinsvegar nokkur vandi á höndum þegar hann lýsir vafstri ungl- inganna. Tími og rúm leiða óhjákvæmi- lega til þess að hann verður að fjalla um ýmis fyrirbæri, ýmislegt sem hlýtur að flokkast undir skylduna. Bítlarnir, kanasjónvarpið, sjoppan, strókurinn úr lúkunni, leitin að sjálfum sér, tilraunir með nautnir ýmsar. Allt er á sínum stað og fæst kemur á óvart. En Pétri tekst að glæða mikið af þessum skylduatriðum lífi með sínum gömlu vopnum: Fyndn- inni og hraðanum. Bókin er öll glóandi í fyndnum tilsvörum og vel hönnuðum spakmælum. Er óþarft að nefna dæmi um það, bókin er sjálf slíkt dæmi. Styrkurinn liggur í fyndninni og hraðanum, en um leið er spurning hvort þessi atriði eru ekki veikleiki um leið. Hraðinn er svo mikill að það er oft eins og persónurnar nái ekki að lifna al- mennilega fyrir tilliti lesarans. Maður saknar þess oft að ekki skuli farið útí nánari útpenslun á karakterunum. Og þegar maður er búinn að jafna sig eftir brandarana er ekki laust við að manni finnist heildin vera einhvernveginn dá- lítið pasturslítil, eftirtekjan einum of rýr. Pétur hefur í blaðaviðtali lýst andúð á löngum bókum, líktog Kallímakkus forðum. Hann vill vera eindreginn gæðasinni í móthverfunni magn/gæði, og er sjálfsagt margt gott um þá við- leitni að segja. En á það er einnig að líta, að stundum er það svo með gæði, að þau verða að vera fyrirliggjandi í ákveðnu magni til að hægt sé að njóta þeirra til fulls. Eins vill fyndnin ganga of langt á stundum. Fyndni Péturs á fyndni er slík, að það er allt að því ótrúlegt. En stund- um fær maður á tilfinninguna að hon- um sé svo mikið í mun að vera ekki leiðinlegur að hann hálfskammist sín fyrir að þurfa öðruhverju óhjákvæmi- lega að skrifa ófyndin orð, samtenging- ar og þvíumlíkt. Má í því tilfelli segja að magnið sé of mikið og metti lesend- ur þannig að gæðin verði að perlum handa svínum. Og fyrst ég er farinn að nöldra á annað borð þá vil ég geta þess að það má finna í bókunum báðum nokkrar tímaskekkjur sem eru mjög særandi fyrir pedanta. Verkinu um Andra er enn ekki lokið. Við höfum fyrstu kaflana í höndunum og þeir sýna svo ekki verður um villst að höfundurinn á nóg af kröftum og kunnáttu. Vonandi á hann eftir að sækja æ meir á brattann eftir því sem bókun- um fjölgar. þórarinn eldjárn Prentvilla hefur slæðst inn i Biermannskvæði í 3. hefti 1978. Á bls. 246 Fillinok, les Filionk. 12 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.