Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma +45 4020 3238 og spjallið um óskir ykkar og væntingar. Það mun vera möguleiki á að fá einkafund með EBK um byggingaráætlun, annað hvort 9. eða 10. desember. Fundurinn verður haldinn á Hotel Reykjavik Centrum, Adalstraeti 16, Reykjavik, 101 IS. Nauðsynlegt er að panta fundartíma, annað hvort gegnum netfangið aj@ebk.dk eða í síma +45 4020 3238. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 38 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku og 3 í Þýskalandi. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Við bjóðum danska hönnun til byggingar og innréttingar - við höfum nú þegar byggt 50 hús á Íslandi. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 14 50 6 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK.DK DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Hafði kornið þá ódrýgst mikið, brotnaði úr vegna hvassviðris og álft og gæs átu mikið og skemmdu akra. Þeir sem náðu að þreskja í ágúst og þeir sem ræktuðu á þurrlendi í uppsveitum og urðu ekki fyrir miklu tjóni náðu þó meðaluppskeru, 3-3,5 tonnum á hektara. Uppskeran hjá fjöldanum var þó mun lakari. Svipaða sögu er að segja af Vest- urlandi eða jafnvel verri. Bændur þar láta illa af sumrinu. Yfir 6 tonn á hektara Uppskera kornbænda í Skaga- firði var ekki jafn mikil og vonir stóðu til framan af sumri. Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins, segir að úrkoma og sveppasýking hafi dreg- ið úr uppskeru og svo hafi akrarnir ekki verið eins þéttir og búist var við. Reiknar hann með að upp- skeran hafi verið nálægt meðaltali, 3,4 tonn á hektara, en ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Jákvæðu fréttirnar eru úr Eyja- firði og af Norðausturlandi og Aust- urlandi. Þar var metuppskera. Upp- skera var vitaskuld misjöfn en fór allt upp í 6,2 tonn á einstaka ökrum. Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir ekki búið að taka uppskerutölur saman en áætlar að meðaltalið geti verið á bilinu 4-4,5 hektara af þurru korni af hektara. Uppskeran vel undir meðallagi  Samdráttur í kornrækt  Vonbrigði með uppskeruna á Suðurlandi en gott á Norðausturlandi  Heildarframleiðslan áætluð um 10 þúsund tonn sem er langt undir uppskerutölum 2008 til 2012 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Meiðyrðamál á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, verður tekið fyrir 17. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykja- víkur. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Ís- lands, fer þar fram á að ummæli um hana, sem birt voru á forsíðu DV 8.-9. júlí 2013, verði dæmd dauð og ómerk. Auk þess fer hún fram á að ummæli sem birtust á baksíðu sama blaðs verði dæmd dauð og ómerk. Tússaði á bílrúðu Í blaðinu er Ásgerður sögð hafa verið kærð fyrir eignarspjöll og fyr- ir að hafa tússað á bíla. Samkvæmt stefnunni var stefnandi „orðinn langþreyttur á því að nágranni hans lagði bifreiðum sínum ítrekað og endurtekið í einkabílastæði sem til- heyrir fasteign stefnanda og skrif- aði því orðið einkabílastæði með tússi á rúðu bifreiðarinnar þegar aðrar aðferðir höfðu reynst árang- urslausar, en tússlitinn mátti auð- veldlega þrífa af með vatni.“ Samhliða birti DV ljósmynd af stefnanda, bæði á forsíðu og bak- síðu, auk þess sem nafn stefnanda var tilgreint með áberandi hætti í fyrirsögn á baksíðu. Með bréfi Lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu var stefnandi hinsvegar upp- lýstur um að málið hefði ekki verið kært með formlegum hætti til lög- reglu og því hefði rannsókn þess verið hætt 31. júlí 2013. Þess er krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda eina milljón króna í miskabætur auk málskostn- aðar. Stefnir fyrrver- andi ritstjóra DV  Fer fram á eina milljón króna í miskabætur Reynir Traustason Ásgerður Jóna Flosadóttir Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri á Korpu og lektor við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, ráðleggur kornbændum að leggja alla áherslu á að þreskja snemma. Það sé lær- dómurinn sem hægt sé að draga af síðustu þremur ár- um. Bændur geti gert það með því að velja fljótsprottn- ari afbrigði frekar en þau sem mesta uppskeru gefa við bestu aðstæður. Best sé að nýta þurrkafla undir lok ágúst til að byrja á uppskerustörfum því oft komi eyðileggjandi haustveður í september. Reynslan sýni að þrátt fyrir hlýnandi veðráttu komi haustveðrin á sama tíma og áður og jafnvel held- ur fyrr. Uppskeran ódrýgist mikið í slíku veðri auk þess sem fuglinn sæki meira á og það dragi meðaltalið fljótt niður og uppskeruaukinn glat- ist. Ættu að flýta þreskingu TILRAUNASTJÓRI Á KORPU Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þresking Bændur í Landeyjum og víðar á Suðurlandi hefðu gjarnan viljað hafa kornið þéttara svo þreskivélin og vagnarnir hefðu verið fljótari að fylla sig. Mun betri uppskera var á austurhluta Norðurlands og á Austurlandi. Áætluð kornuppskera 2008-2014 13.000 Tonn af korni Meðaltal 2008-14 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 14 .2 0 0 16 .6 0 0 15 .0 0 0 11 .8 0 0 15 .4 0 0 8. 4 0 0 9. 9 0 0 Stærð kornakra 2013-14 2013 Breyt- ing2014 Stærð alls Suðurland Vesturland Húnaþing og Strandir Skagafjörður Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur Austurland 4251 2646 712 133 309 346 105 3971 2257 642 177 269 497 129 -280 -389 -70 44 -40 151 24 Heimild: Bændasamtök Íslands BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætla má að heildaruppskera af korni í haust hafi verið nálægt 10 þúsund tonnum af þurru korni. Er það talsvert minni uppskera en ver- ið hefur í mörg ár en þó skárri en hörmungarárið 2013. Uppskera varð mun minni á Suður- og Vest- urlandi en væntingar stóðu til. Þá var sáð í nærri 300 hekturum minna á landinu í heild en árið áður. Þegar skoðaðar eru upplýsingar Bændasamtaka Íslands um korn- akra sem gáfu uppskeru í haust sést að þeir eru samtals 3.870 hekt- arar, 280 hekturum minni en árið á undan. Samdrátturinn er enn meiri ef litið er tvö ár aftur í tímann þeg- ar korn var skorið á 4350 ha lands. Hörmungarárið 2013, þegar léleg skilyrði voru til kornræktar um allt land og uppskeran eftir því, hefur haft mest áhrif á kornræktaráhuga á Suðurlandi. Þar dróst kornræktin saman um nærri 400 hektara á þessu ári. Samdráttur varð einnig á Vesturlandi og í Skagafirði. Hins vegar varð veruleg aukning í Eyja- firði og á Norðausturlandi þar sem ræktað var á 150 ha meira en árið áður. Einnig varð aukning í Húna- vatnssýslum og á Austurlandi. September fór illa með akrana Langstærsti hluti akranna er á Suðurlandi og því skiptir árang- urinn þar mestu þegar árið er gert upp. Vel voraði þar, eins og í öllum héruðum, og sumarið var ágætlega hlýtt. Í vor var einstaka kornbóndi farinn að spá algeru metári í korn- ræktinni. Það rættist ekki. Aðeins fáir bændur náðu að nýta góða ágústdaga til að þreskja. Þeir sem það gerðu fengu ágæta uppskeru. Meginhluti bænda missti af tæki- færinu, vildu láta kornið þroskast betur. Hins vegar fór svo að aðeins var hægt að þreskja tvo laugardaga í september vegna rigninga og kornsláttur hófst almennt ekki fyrr en nokkrir dagar voru liðnir af október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.