Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Freyja Dögg Frímannsdóttir er nýtekin við sem svæðisstjóriRÚV á Akureyri, en þar starfa átta manns. Freyja hafði áðurverið fréttamaður RÚV á Akureyri, frá 2008 til 2011, en varð síðan verkefnisstjóri í Hofi þar til hún sneri aftur á RÚV í októ- ber síðastliðnum. „Það er nóg að gera, hér er skemmtilegt samstarfsfólk og mörg spennandi og mismunandi verkefni sem þarf að fást við. Útvarps- stjóri hefur sagt að það eigi að efla starfsemina á landsbyggðinni og við erum að vinna að ýmsum hugmyndum hvað það varðar.“ Hvað með áhugamál? „Fjölskyldan er náttúrlega númer eitt. Ég á tvö lítil börn sem taka mestallan frítíma. En ég hef gaman af að elda og bjóða fólk í mat. Svo hef ég áhuga á öllu sem tengist menningu og listum. Ég upplifði margt af því þegar ég var að vinna í Hofi en nú þarf maður að koma sér í gírinn og fara að sinna menningunni í frí- tímanum.“ Freyja hefur ekki náð að lesa neinar af jólabókunum en er spennt fyrir mörgum og sérstaklega langar hana að lesa Drápu eftir Gerði Kristnýju og Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur. Maki Freyju er Orri Gautur Pálsson, forritari hjá Dojo Software. „Dætur okkar, Dísa fimm ára og Kata tveggja ára, fóru með afa sín- um og ömmu í Fellsskóg í Kinn um helgina að sækja jólatré og það er komin mikil tilhlökkun í mannskapinn á heimilinu.“ Freyja Dögg Frímannsdóttir er 37 ára í dag Ljósmynd/Auðunn Níelsson Fjölskyldan Freyja Dögg og Orri Gautur ásamt dætrum sínum, Dísu og Kötu, úti í garði fyrir utan heimili þeirra. Er svæðisstjóri RÚV á Akureyri Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Njarðvík Lovísa Mía B. Stefánsdóttir fæddist 3. desember 2013 kl. 12.35. Hún vó 3.822 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Clara L. B. Ró- bertsdóttir og Stefán Pálsson. Nýir borgarar Reykjavík Sölvi Jóhann Vignisson fæddist 23. janúar 2014 kl. 15.26. Hann vó 3.910 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Guðrún Ása Jóhanns- dóttir og Vignir Már Sigurðsson. B irna fæddist í Reykjavík 3.12. 1974 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu þar sem foreldrar hennar búa enn í dag. Hún hóf skólagönguna í Ísaksskóla og þaðan lá leiðin í Breiðagerðisskóla og svo í Réttarholtsskóla. Hún tók svo stúd- entspróf af tungumálabraut við FB vorið 1996. „Ég byrjaði snemma að æfa knatt- spyrnu og handbolta og var í Víkingi fram á unglingsárin, eða þangað til kvennaknattspyrna var lögð niður þar í kringum 1990. Þá gekk ég í Val og lék þar með yngri flokkum og meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem markmaður. Ég lék nokkra leiki með unglingalandsliði Íslands á þess- um árum og tvo leiki með A- landsliðinu.“ Á flandri um Norður-Ameríku Birna hélt til Oxford í Mississippi haustið 1997 og var þar á skólastyrk til að leika knattspyrnu samhliða námi. Næstu ár ferðaðist hún vítt og breitt með knattspyrnuliði háskólans sem átti sæti í einni sterkustu deild háskólaboltans og lauk jafnframt BA- prófi í blaðamennsku frá University of Mississippi árið 2000. „Í skólafríum nýtti ég tímann til þess að ferðast og hafði þegar skóla- göngu minni lauk komið til 25 fylkja. Mér er mjög minnisstætt fimm vikna ferðalag um bandaríska þjóðvegi með tveimur hollenskum skólafélögum á gamalli Mözdu, þar sem við heimsótt- um 11 fylki, keyrðum tæplega 18.000 km, sváfum í tjöldum í þjóðgörðum, elduðum baunir yfir opnum eldi og Birna María Björnsdóttir markaðsstjóri – 40 ára Tvær flottar Birna María með konu sinni, Sigríði M. Beinteinsdóttur söngkonu, á Hinsegin degi í Reykjavík í haust. Athafna- og ævintýrakona Í leit að skeljum Alexandra Líf og Viktor Beinteinn leika sér á ströndinni. Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær S: 555 6444 - F: 565 7230 www.maras.is Alhliða þjónusta við sjávarútveginn KOHLER ljósavélar er viðurkennd gæðavara, samþykktar af BV, DNV, Lloyds’ og fl. Fáanlegar með hljóðeinangrun, samkeyrslubúnaði og PTO úttaki. Stærðir frá 5 til 500kW. Reynsla Þekking Þjónusta Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.