Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 ✝ RagnheiðurGuðrún Guð- mundsdóttir fædd- ist 30. apríl 1931 í Glæsibæ í Eyja- firði. Hún lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 23. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Kristjáns- son, f. 1889, d. 1966 og Sigríður Stefánsdóttir, f. 1892, d. 1970. Bróðir Ragn- heiðar er Davíð, f. 1936, maki Sigríður Manasesdóttir. Ragn- heiður giftist Birni Elíassyni þann 17. júní 1956. Börn þeirra eru: 1) Áslaug Ásgeirsdóttir, f. 1953 (dóttir Ragnheiðar af fyrra sambandi). 2) Ellen Stef- anía, f. 1955 (dóttir Björns af fyrra sambandi). 3) Guð- mundur, f. 1957, maki Sigur- laug Rún Brynleifsdóttir. 4) Jón Ingi, f. 1958, maki Að- alheiður Anna Guðmundsdóttir. giftist 1956. Tveimur árum síð- ar fluttust þau hjónin með tvö börn sín inn á nýbyggt heimili þeirra að Hólavegi 9, þar sem þau ólu upp 6 barna sinna. Ragnheiður hóf forskóla- kennslu á heimili sínu í lok 7. áratugarins, en færði sig fljót- lega yfir í fulla kennslu við Dalvíkurskóla. Framan af starf- aði hún sem almennur kennari, en tók síðan að sér sérkennslu sem hún sinnti þar til kennslu- störfum lauk 1998. Ragnheiður stundaði sjómennsku með eiginmanni sínum á sumrin um nokkurra ára skeið. Alla tíð sinnti hún heimili sínu af fórn- fýsi og dugnaði og veitti börn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum ást og umhyggju. Árið 2007 fluttust þau hjónin á Dalbæ, heimili aldraðra, þar sem þau dvöldu til æviloka. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 3. desember 2014, og hefst at- höfnin kl. 13.30. 5) Bryndís, f. 1960, maki Gestur Matt- híasson. 6) Bára, f. 1962, maki Her- mann Jón Tóm- asson. 7) Elías, f. 1964, maki Gunn- hildur Ottósdóttir. Aðrir afkomendur Ragnheiðar og Björns eru 43 tals- ins, 23 barnabörn og 20 barna- barnabörn. Ragnheiður lauk gagnfræða- prófi vorið 1949 frá Mennta- skólanum á Akureyri og réðst í framhaldi af því um veturinn til kennslu í sveitaskólunum að Þverá í Öxnadal og á Þela- mörk. Þaðan fór hún til þriggja ára náms í Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist vorið 1953. Ári síðar fluttist hún með dóttur sinni til Dalvíkur og kenndi í tvo vetur, en kynntist þá tilvonandi eiginmanni sín- um, Birni Elíassyni, sem hún Elsku mamma mín. Með þessari fallegu bæn kveð ég þig með miklu þakklæti fyrir allt og allt sem þú varst mér og gerðir fyrir mig og mína. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg og böl þig buga, baggi margra þyngri er. Treystu því að þér á herðar, þyngri byrði ei varpað er. en þú hefur afl að bera, orka blundar, næg í þér. Þerraðu kinnar þess sem grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. (Erla skáldkona) Sólargeisli kærleikans fylgi þér, mamma mín. Bryndís. Ég á ekkert nema góðar minn- ingar um hana mömmu mína sem ég kveð í dag. Ég er afskaplega þakklát fyrir mína góðu æsku og allt sem hún kenndi mér. Oft var fjör og mikið að gera með stóran barnahóp í Hólavegi 9 þegar við vorum að alast upp en mamma sigldi í gegnum þetta með glæsi- brag þó oft hafi hún eflaust verið þreytt. Aldrei kvartaði mamma og ég man vart eftir að hún skipti skapi. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og svo seinna meir barnabörnin. Seinni hluta ævinnar gátu pabbi og mamma farið að sinna áhugamálum sínum saman þegar börnin voru vaxin úr grasi, fyrst með trilluútgerð og síðan við að byggja upp sumarhús fjölskyld- unnar, Berg, á æskuslóðum mömmu. Það var yndislegt að fylgjast með því hvað þau voru samlynd hjón sem þarna fengu betra tæki- færi til þess að njóta samvista hvort við annað. Þau fóru um svipað leyti á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra á Dalvík, og dvöldu þar síðustu æviárin. Árin eftir að pabbi dó hafa verið mömmu erfið vegna veikinda hennar en vel hef- ur verið hugsað um hana af ein- stöku starfsfólki Dalbæjar sem kemur fram við vistmenn af mik- illi alúð og virðingu. Ég veit að hvíldin er kærkom- in og trúi því að nú sé mamma með elsku pabba á betri stað. Og svo kemur nótt Svartnættið er eins og svalandi veig, og sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð … (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Bára. Elsku mamma. þegar ég sest niður á fyrsta degi aðventunnar þá minnist ég þín með söknuði, en líka með gleði og þakklæti sem skín í gegnum sorgina. Ég er umkringd gjöfum frá þér sem tilheyra aðventu og jól- um. Jólatréð frá þér, handmálað með ljósum, fallega hvíta fatið, pottaleppar, jólasvunta, jóladúk- ar og fleira og fleira prýða heimili mitt nú. Stærsta gjöfin var þó sú að eiga þig sem mömmu, minn- ingin um hjartahlýja, fallega og glæsilega mömmu mun lifa með mér alla tíð. Takk fyrir að ala mig upp. Núna ertu komin á fallegan stað, til guðs sem gætir þín ásamt pabba, Báru, Dódu, Ester, afa, ömmu og fleirum. Núna þarft þú engu að kvíða því þú færð nú göf- ugt hlutverk aftur. Að annast pabba sem þú elskaðir og dáðir, nú fær hann aftur jólaköku, lambalæri með grænum baunum og öllu, hjónabandssælu, hafra- kex með gómsætu salati og bara allt sem var svo gott hjá þér. Þakka þér enn og aftur fyrir allt. Guð geymi þig og pabba um alla tíð, þú ert mín stjarna, mamma. Hjartans kveðjur, þín dóttir Áslaug. Hún kvaddi södd lífdaga, tengdamóðir mín, Ragnheiður, þegar komið var nú undir jóla- föstu. Á áratugum áður voru það erilsamir dagar að undirbúa jól í stórri fjölskyldu en síðustu ár lét hún öðrum það eftir. Lykt af teppahreinsi og tekkolíu fyllti loftið í Hólaveginum og hefð- bundinn ilmur af bakkelsi eins og á flestum heimilum. Eftir að börnin hleyptu heim- draganum komu þau gjarnan saman annan dag jóla hjá Ragn- heiði og Beyja með allt sitt lið og þar voru standandi veisluhöld fram á nótt og mikið spilað. Í minningunni stóð tengdamóðir mín sveitt í eldhúsinu allan þann dag. Ég er ekkert viss um að hún hafi haft ánægju af heimilisstörf- um en hún sinnti þeim af æðru- leysi eins og húsmæðrum fyrri tíma var ætlað. Andrúmsloftið í Hólaveginum var ávallt hlýtt og notalegt, frá upphafi þegar ég fór að slæðast með örverpinu í fjölskyldunni var mér vel tekið og engra spurninga spurt. Ávallt var ég velkomin og eftir að drengirnir okkar Elíasar komu til áttu þeir þar öruggt skjól. Það var ekki ónýtt að eiga kennara fyrir ömmu þegar heimalærdómurinn var annars vegar. Ragnheiði var ekki tamt að tala um sjálfa sig og sínar þarfir og nú finnst mér vera svo margt sem ég hefði viljað vita. Hún hafði til að bera jafnaðargeð og fjargviðraðist ekki yfir smámun- um, ég minnist þess ekki að hafa séð hana skipta skapi. Ekki var hún mikið út á við og fór ekki víða á bæi en hún hlustaði töluvert á tónlist í eldhúsinu og þau hjón voru dugleg að sækja tónleika eftir að þau voru orðin ein í kotinu og ekki var heldur langt milli Hólavegar og Bárubúðar. Hún hélt alltaf góðu sambandi við mágkonu sína og það var kært milli þeirra. Ragnheiður hafði mikla ánægju af ferðalögum og þau Beyi fóru víða um land, sér- lega eftir að um hægðist með barnauppeldi. Það var gott að sitja í eldhús- króknum undir norðurgluggan- um – tilfinningin er sú að aldrei voru gerðar á mann kröfur en nærveran var hlý og maður þurfti ekkert endilega að tala, bara vera og stundum fleygði ég mér jafn- vel á bekkinn í skrifstofuskons- unni inn af eldhúsinu og gleymdi mér eitt augnablik sem þykir kannski ekki sérlega viðeigandi í heimsóknum. Nú er Ragnheiður búin að þreyja sinn þorra, hún stóð sína plikt við guð og menn en fékk kannski ekki alltaf greitt í sam- ræmi við það. Eftir stendur minning um góða konu sem deildi fjölskyldu og samferðafólki af hlýju hjarta. Ævinlega bestu þakkir fyrir mig og mína. Gunnhildur. Elsku amma Ragnheiður hef- ur nú kvatt þennan heim og allar góðu minningarnar sem ég á um hana streyma fram í hugann. Það var svo skemmtilegt að koma í heimsókn til ömmu & afa í Hólaveginn, þar leið mér alltaf svo vel! Sérstaklega þótti mér spennandi þegar ég fékk að fara ein út á Dalvík og gista hjá þeim yfir helgi. Ég minnist ömmu Ragnheiðar blístrandi að hlusta á Rás 1 og bardúsa eitthvað í eldhúsinu. Amma bjó til heimsins besta grjónagraut og það var orðið hefð að búa til graut þegar ég kom í heimsókn, því hún vissi hvað mér þótti hann góður. Um það leyti sem ég var að byrja í grunnskóla kenndi amma mér að lesa. Ég man svo sterkt eftir því þegar við sátum saman við eldhúsborðið í Hólavegi og lásum upp úr bók- inni Gagn og gaman. Amma var svo áhugasöm að heyra hvernig mér gengi í skólanum og alltaf var hún tilbúin með réttu svörin ef eitthvað var að vefjast fyrir mér. Við amma gátum spilað Löngu vitleysu og Ólsen Ólsen í marga klukkutíma í einu og skelltum reglulega uppúr yfir óheppni hvor annarrar. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um, en efst er mér þó í huga þakklæti fyrir öll þau góðu ár sem ég fékk að njóta samvista með ömmu. Með ást og virðingu kveð ég þig, elsku amma Ragnheiður. Takk fyrir allt og allt. (Ég bið að heilsa afa). Þín, Harpa Hermannsdóttir. Ragnheiður Guðrún Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Guðrúnu Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR HALLMARSSON frá Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 23. nóvember, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6. desember klukkan 13. . Hallmar Sigurðsson, Sigríður Sigþórsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Stefán Guðmundsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Ragnar Emilsson. Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓRUNN ÁSTA HANNESDÓTTIR frá Eyrarbakka, lést miðvikudaginn 26. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 5. desember kl. 13.00. . Hanna Stefánsdóttir, Vilhjálmur Helgason, Einar Andri Vilhjálmsson. Ingunn H. Albertsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson Albert Ó. Þorleifsson, Sigríður Hrefna Þorsteinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, elskulegur afi og langafi, EINAR ÓLAFSSON, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Smáragötu 9, Vestmannaeyjum, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 30. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Viktoría Ágústa Ágústsdóttir, Ólafur Ágúst Einarsson, Halla Svavarsdóttir, Agnes Einarsdóttir, Kári Þorleifsson, Viðar Einarsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Hjalti Einarsson, Dagmar Skúladóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUNNLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR, Höfðagrund 6, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða sunnudaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. desember kl. 11.00. Bjarni Gústafsson, Anna Gerða Bjarnadóttir, Elías Geir Sævaldsson, Írena Bjarnadóttir, Magni Ragnarsson, Kristinn Gústaf Bjarnason, Sigrún Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG SIGURPÁLSDÓTTIR, Gvendargeisla 20, áður Heiðargerði 11, lést mánudaginn 1. desember á Landspítalanum. Jarðsungið verður frá Guðríðarkirkju föstudaginn 5. desember klukkan 13.00. Jón G. Sigtryggsson, Rósa Sigtryggsdóttir, Karl M. Karlsson, Sigrún Sigtryggsdóttir, Emil Karlsson, Vilberg Sigtryggsson, Hreinn Ómar Sigtryggsson, Kolbrún Þórisdóttir, Svana Sigtryggsdóttir, Runólfur Sigtryggsson, Halldóra Bachmann, Svala Sigtryggsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN ÓLAFSSON, fv. deildarstjóri í búvörudeild Sambandsins, Ársölum 3, Kópavogi, áður Hlíðarhvammi 10, Kópavogi, lést mánudaginn 1. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður auglýst síðar. Jóhanna Bjarnadóttir, Margrét I. Kjartansdóttir, Sigmundur Einarsson, Ólafur Kjartansson, Nanna Bergþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VIGDÍS ÁMUNDADÓTTIR, lést miðvikudaginn 26. nóvember á Grund við Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aðalsteinn Guðmundsson, Ragnheiður H. Jóhannsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Ingólfur Jónsson, Gunnar Guðmundsson, Kristín Siggeirsdóttir, Gréta Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson, Ásta Guðmundsdóttir. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.