Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Heppnin ætti að vera með þér í dag og því ekki úr vegi að taka áhættu, sama hversu langsóttur árangurinn virðist. Menn munu sjá, þegar mál skýrast, að þú hefur rétt fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Nýir möguleikar geta opnast þér þar sem þú átt síst von á. Gamla brellan að þykjast vita hvert maður stefnir virkar ætíð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður hugsanlega eilítið ýtin á fullu tungli. Og þú hugsar: „Var ég ekki að gera það?“ Þú verður að gera það á hverjum degi og það mun létta þér lífið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst þú ekki fá útrás fyrir at- hafnaþörf þína. Nú þarftu bara að ákveða hverju þú vilt fórna í staðinn. Vertu betri við sjálfa þig og þú laðar að þér athyglina sem þú leitar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram um að eiga gott samstarf við vinnufélaga þína. Bíddu í einn dag eða tvo áður en þú dregur meiriháttar ályktanir því þú getur ekki öðlast fullvissu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í dag gætirðu heillað fuglana úr trjánum. Stingdu við fótum og gefðu þér tíma til þess að líta yfir sviðið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert tilfinningamikil(l) í dag. En lík- lega er hann með hugann við eitthvað al- veg sérlega persónulegt í augnablikinu. Berðu vandlega saman verð og gæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú elskar að hlusta á sorgleg- ar sögur, sérstaklega ef endirinn er súrsæt- ur. Reyndu að halda aftur af þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú heldur þig auðvitað innan þess ramma sem yfirmenn þínir hafa sett þér. Veistu að ef þú blandar þér í hópinn hækkarðu viðmiðið fyrir alla hina? 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er kominn tími fyrir þig að finna sér hjálp sem getur létt undir í dag- legu amstri. Treystu á sannleikann frekar en aðstæður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólk ætti ekki að dæma aðra eftir útlitinu en þú ert þér meðvitandi um að það er einmitt það sem gerist. Opnaðu augun fyrir öðru líka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu persónutöfrana til þess að leysa fjölskylduágreining – vonandi áður en hann blússar upp. Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða. Eðlilega varð óveðursspáin ogsíðan veðrið mörgum að yrkisefni. Ólafur Stefánsson byrj- aði undir kvöld á laugardag: Ennþá veit ei um það neinn hvað allt á jörðu fýkur, og hvort að yfir steini steinn standi er þessu lýkur. Og um kvöldið sagði Jón Arn- ljótsson: Vert er vel að skoða og vita hver það orti. Veðrið það er voða vont, að sjá á korti. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði á sunnudagsmorgun: Þegar gerast veður verst og verða engir þurrir höfði að stingá í stein er best svo standi allir kjurrir. Og Hallmundur Kristinsson skrifaði „hvassviðri“ á Leirinn og síðan: Suðaustanrokurnar auka nú í, allhvassar vindhviður styrkja. Líkast til mun ég nú þagna af því það er of hvasst til að yrkja! Um miðjan dag fléttaði Valdimar Gunnarsson tilbrigði við sama yrkisefni: Óveður geisar allt um kring, ýmsa rósemd firrir. Höfði ég í steininn sting, þá standa báðir kyrrir. Undir 10 um kvöldið sagði Davíð Hjálmar Haraldsson: Er á ferli naumast neinn nema sá er þarf. Yfir tíu tonna steinn tókst á loft og hvarf. Skömmu síðar spurði Þorkell Guðbrandsson um vísu eftir Ísleif Gíslason – mundi seinni partinn en Kristján Runólfsson kom með fyrri partinn; Voga skefur vindakast, virðar trefil brúka, það er án efa þéttingshvasst, þegar refir fjúka. Og langt gengið í tvö um nóttina bætti Fía á Sandi við: Í glasið held mér giska fast á gluggann eitthvað rýkur. Það er nú orðið þéttings hvasst þegar hraunið fýkur. Svona til gamans get ég þess að orðið „giska“ í merkingunni „mjög“ heyrði ég fyrst í þingræðu hjá Steinþóri á Hæli um miðjan 8. ára- tuginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðrinu og afleiðingum þess Í klípu „ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR VERIÐ LEIGUBÍLSTJÓRI SÍÐUSTU TUTTUGU ÁRIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞRJÁR NÆTUR Í RÖÐ HEFUR MIG DREYMT AÐ ÞÚ VÆRIR DRAKÚLA GREIFI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ljúfar stundir saman. HVAÐ ÞARF TIL ÞESS AÐ ÞÚ FARIR? MATUR HEFUR SANNAÐ GILDI SITT Í GEGNUM TÍÐINA ÉG VAR AÐ MUNA EITT... HVAÐ? ÉG GLEYMDI AÐ GEFA GULLFISKUNUM Varnarmenn fá sjaldnast viður-kenningar. Engir gullskór eru veittir fyrir að hafa komið í veg fyrir flest mörk á keppnistímabilinu. Þó er ekkert síður mikilvægt að koma í veg fyrir mörk en að skora þau. x x x Varnarmenn þurfa mismikið aðhafa fyrir hlutunum og oft getur leikstíll blekkt. Í bók Chris Ander- son og David Sally, The Numbers Game, sem ber undirtitilinn Hvers vegna allt sem þú veist um fótbolta er rangt, segir frá því þegar Sir Alex Ferguson seldi hollenska varnar- manninn Jaap Stam til Lazio árið 2001. Sumir héldu að hann hefði látið Stam fara út af ævisögu, sem hann hafði skrifað, en staðreyndin var sú að Ferguson hafði tekið eftir því að Stam tæklaði sjaldnar en hann hafði áður gert. Hann taldi því að Stam, sem var orðinn 29 ára, væri farið að förlast. Síðar talaði hann um að það hefðu verið sín mestu mistök á far- sælum þjálfaraferli. x x x Ferguson gerði þau mistök að lítasvo á að það væri veikleiki hjá Stam að hann gerði minna en áður. Í raun var það styrkleikamerki. Stam var svo góður varnarmaður að hann þurfti ekki að gera meira til að hemja andstæðinginn. Meira að segja þeir bestu kunna ekki alltaf að lesa leikinn. x x x Spánverjinn Xabi Alonso, sem núspilar hjá Bayern München, sagði að hann hefði verið gáttaður á áherslunni á tæklingar þegar hann var hjá Liverpool á sínum tíma og þá hugmynd að tæklingar bæru styrk leikmanna vitni. Í hans huga er tækling síðasta úrræðið, henni er beitt þegar eitthvað fer úrskeiðis. x x x Paolo Maldini, fyrrverandi fyrirliðiAC Mílanó og ítalska landsliðs- ins, er kannski besta dæmið um þetta. Hann tæklaði sárasjaldan, kannski í öðrum hverjum leik. Ástæðan var sú að hann var yfirleitt á réttum stað til að afstýra hættu og leysa upp sóknir andstæðinganna. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu en leiða mæðurnar. (Jesaja 40:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.