Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Úr geimnum LANDSAT 8 gervitunglið frá NASA tók þessa mynd af eldsumbrotunum í Holu- hrauni í gær. Samkvæmt myndinni ætti hraunið að vera nálægt 75,7 ferkílómetrar að flatar- máli. Rannsóknahópur er að störfum við nýja hraunið og kemur það hópnum vel að fá yfirlits- myndir sem sýna hvar breytinga er að vænta og hvar er heppilegast að safna sýnum. Jarðvísindastofnun er í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir, meðal annars varðandi rauntímavöktun með gervitunglamyndum. Búið er að forrita fjölmörg gervitungl þannig að þau skanni alltaf eldstöðvarnar og nærliggjandi svæði. Snjóföl er farin að setjast á hraunið, ná- lægt gígunum, en á öðrum stöðum, þar sem vind leggur af hrauninu, bráðnar snjórinn hratt. NASA/USGS/Jarðvísindastofnun Síðustu daga hafa eftirfarandi spurningar verið að vefjast fyrir mér: Hvenær var það ákveðið að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki að sér að verja ríkisfyr- irtæki á samkeppn- ismarkaði sérstaklega? Hvenær var tekin ákvörðun um að styrkja stöðu ríkisfyr- irtækis á sama tíma og dreginn er máttur úr einkafyrirtækjum? Er það orðið hlutverk sjálfstæðismanna í ríkisstjórn að auka enn frekar á ójafnræðið og óréttlætið sem ríkir á innlendum fjölmiðlamarkaði? Einu svörin við þessum spurn- ingum er að finna í samþykktum landsfunda Sjálfstæðisflokksins en þar segir meðal annars að flokkurinn muni snúa „Íslandi af þeirri braut sem núverandi stjórn (ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, innsk. höf.) hefur markað og ein- kennist af tortryggni í garð frjáls framtaks og atvinnulífsins í heild“. Ítrekað er að grundvallarstefnan sé „að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin at- höfnum“. Orð hafa litla þýðingu ef … Eyjólfur Konráð Jónsson (Eykon) skilgreindi stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í atvinnumálum ágætlega í ræðu árið 1977. Þá líkt og nú sátu sjálf- stæðismenn í ríkisstjórn með Fram- sóknarflokki: „Inntakið er meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einka- framtak, minni ríkisumsvif.“ Eykon taldi ástæðu til að bæta við: „En þótt það sé rétt, að orð séu til alls fyrst, þá er hitt líka rétt, að þau hafa litla þýðingu, ef á fram- kvæmdunum stendur. Það hlýtur þess vegna að vera hlutverk okkar, sem til trúnaðarstarfa höfum valist fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og það fólk sem hann fyllir, að leitast við að mjaka stefnumálum áleiðis. Okkur er kannski ekki hægt að draga til ábyrgðar, þótt okkur mis- takist, en það er hægt að gera okkur ábyrg fyrir því að hafa ekki gert það, sem í okkar valdi stendur til að ná ár- angri.“ Ádrepa Eykons varð mér hugleik- inn þegar greint var frá því að ákveð- ið hefði verið að framlög skattgreið- enda til Ríkisútvarpsins skyldu hækka um 182 milljónir króna á komandi ári frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Á sama tíma og tekjur rík- ismiðilsins eru auknar er höggvið í knérunn einkarekinna fjölmiðla með því að hækka virðisaukaskatt á áskrifendur. Dýpra í vasa skattgreiðenda Ætlunin er að framlag skattgreið- enda til ríkisfjölmiðilsins verði um 485 milljónum króna hærra á kom- andi ári en á því síðasta. Þessi fjár- hæð er litlu lægri en samanlagðar fjárveitingar til sýslumannsembætta á Suðurlandi, Suðurnesjum og á Vesturlandi. (Þó má ætla að lög- reglan sinni öryggishlutverki sínu betur en ríkisfjölmiðillinn hefur gert undanfarin ár.) Í nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar um fjárlagafrumvarp komandi árs er dregin fram sú stað- reynd að rekstrarvandi Ríkisútvarpsins er krónískur. Eins og svo oft áður er farið dýpra í vasa skattgreiðenda til að greiða fyrir það sem miður fer. Í stað þess að takast á við vandann og leysa hann til fram- búðar er gamalkunnug leiðin valin: Að setja meiri fjármuni á bálið. Alls hefur ríkissjóður afskrifað skuldir ríkisfjölmiðilsins fyrir liðlega tvö þúsund milljónir króna frá árinu 2006. Afskriftirnar áttu sér stað á fjórum árum frá 2006 til 2009. Auk þess fékk ríkismiðillinn 570 milljóna króna aukafjárveitingu árið 2009 (um 716 milljónir á verðlagi fjárlaga næsta árs) enda eigið fé uppurið. Það er því með engum réttmætum rökum hægt að halda því fram að gengið hafi verið nærri rekstri Rík- isútvarpsins frá því að opinbert hlutafélag tók yfir reksturinn. Þvert á móti. Fáar ef nokkrar opinberar stofnanir eða ríkisfyrirtæki hafa not- ið meiri velvilja og góðmennsku fjár- veitingavaldsins en Ríkisútvarpið. Ekkert ríkisfyrirtæki í samkeppn- isrekstri hefur notið þess að skatt- greiðendur hlaupi ítrekað undir bagga. Um leið er samkeppnisstaða á fjölmiðlamarkaði skekkt með al- varlegum hætti. Leysir lítinn vanda Eitt er víst: Aukin framlög til Rík- isútvarpsins á komandi ári leysa lít- inn vanda. Erfiðleikarnar eru miklu djúpstæðari. Á síðasta rekstrarári, sem lauk í ágúst síðastliðnum, tapaði félagið nær 340 milljónum króna, rekstrarkostnaður hækkaði um rúm- lega 400 milljónir á milli ára og hand- bært fé frá rekstri var neikvætt um 174 milljónir. En það er ekki mikill taprekstur á síðasta rekstrarári sem veldur mestum áhyggjum. Eigna- og skuldastaða fyrirtækisins er með þeim hætti að veruleg hætta er á að Ríkisútvarpið eigi í raun ekki fyrir skuldum. Frá 1. apríl 2007, þegar opinbert hlutafélag tók til starfa, hefur eigið fé Ríkisútvarpsins rýrnað um 497 milljónir króna, þrátt fyrir áð- urnefndar afskriftir skulda. Þessu til viðbótar hefur bókfært verð óefn- islegra eigna (sýningarréttur að mestu) hækkað um 1.056 milljónir. Í lok ágúst voru óefnislegar eignir bókfærðar fyrir 1.607 milljónir króna eða rúmlega fjórfalt eigið fé. Til þess að hægt sé að réttlæta slíka eig- infærslu verður að liggja fyrir að eignirnar muni skila tekjum sem nema eignfærslunni að viðbættum breytilegum kostnaði s.s. útsending- arkostnaði. Að öðrum kosti ber að af- skrifa eignirnar. Án óefnislegra eigna er eiginfjárstaða Ríkisútvarps- ins neikvæð um 1.226 milljónir króna. Hvert raunverulegt verðmæti eignanna reynist ræður því hvort eigið fé er ofmetið eða ekki. Saga til næsta bæjar Einkaaðilum er ætlað að keppa við ríkisfjölmiðilinn jafnt á markaði aug- lýsinga sem og um hylli áhorfenda og hlustenda. Það hefur lengi verið ójafnt gefið og ætlun meirihluta Alþingis er að auka óréttlætið enn frekar á komandi ári. Það keppir enginn við ríkisfyrirtæki sem fær stærsta hluta tekna með lögþving- uðum hætti og fær síðan reglulega afskrifaðar skuldir og auka- fjárveitingar. En þannig vilja tals- menn ríkisfjölmiðlunar hafa hlut- ina og þeir virðast eiga öfluga samherja jafnt innan ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. „Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli ann- arra fjölmiðla,“ segir meðal annars í ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Eykon sagði að orð væru til alls fyrst en benti á að þau hefðu litla þýðingu ef þeim væri ekki hrint í framkvæmd þeg- ar tækifæri gefst. Mínum gamla vini hefði hins vegar aldrei komið til hugar að gengið yrði þvert á orðin og gefin fyrirheit. Í liðinni viku benti ég á að rík- isstjórnin gæti ákveðið að „þvinga okkur öll til að greiða meira“ til Ríkisútvarpsins og bætti síðan við: „Og það yrði saga til næsta bæj- ar.“ Þessi orð voru skrifuð í þeirri bjargföstu trú að brýning Eykons um að gera það sem í „okkar valdi stendur til að ná árangri“ væri of- arlega í huga allra sem hafa að- stöðu til vinna að framgangi stefnumála Sjálfstæðisflokksins. Sagan til næsta bæjar reyndist því miður eiga við rök að styðjast. Eftir Óla Björn Kárason » Ádrepa Eykons varð mér hugleikin þegar greint var frá því að ákveðið hefði verið að framlög skattgreiðenda til Ríkisútvarpsins skyldu hækka. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Orð, framkvæmd og því miður sönn saga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.