Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 20
svo venjulegur strákur að hann hefur engin persónueinkenni. Tóti vinur hans er feitur og góður strákur sem hefur lítinn séns í stelpur. í síðustu bókinni verður hann því auðvelt fómarlamb Sonju sem er vand- ræðakvendi sem notfærir sér Tóta. Fljótt kemur þó í ljós að Sonja er á kafi í dópi og rugli en í stað þess að lesandi fái að fylgjast með því hvemig henni reiðir af, er hún skrifuð út úr bókinni, send í meðferð og Tóti hittir aðra. Það er Linja sem er austur- lensk og hefur engin persónueinkenni nema þau að tala litla íslensku, gapa upp í Tóta og strjúka honum og kela við hann við hvert tækifæri. Ætli unglingum sé ætlað að líta á það sem lausn fyrir hallærisgæja að „fá sér eina austurlenska" eins og sagt er? Öm á ekkert í vandræðum með að komast í sam- band við stelpur en á samt, í Unglingum í frumskógi, í ákveðinni togstreitu við að veljaámilli tveggja stelpna. Hann eráföstu með Gerði sem er hress og sæt og drekkur kók en draumadísin er Elísa sem drekkur kakó. Það er greinilega meira í hana spunn- ið því eins og hjá Eðvarð drekka fyrirmynd- arunglingar kakó. Persónusköpun hjá Hrafnhildi er almennt yfirborðsleg og klisjukennd og kvenper- sónur sem eru unglingsstúlkur em ömur- legar fyrirmyndir. í síðustu bók hennar Dýrið gengur laust, bætist við enn ein slík persóna, Þura, sem vinnur í sjoppu í þorpi úti á landi. Hópur fólks að sunnan dvelur þar um tíma vegna kvikmyndagerðar og Þura fellur flöt fyrir ömurlegum gæja með tagl sem vill lengi vel ekkert með hana hafa. Hún er hins vegar tilbúin að niðurlægja sig endalaust fyrir hann og virkar bara sem kjáni sem liggur flöt fyrir mönnum að sunn- an. Reyndar er hún bara versta dæmið því að þorpsbúar allir eru þessu marki brenndir. Aðalpersónur Hrafnhildar lenda í minni háttar vandræðum sem leysast af sjálfu sér án þess að þær þurfi að takast á við þau en aukapersónur lenda í erfiðleikum sem les- andinn fær ekki að fylgjast með hvemig leysast. Ég hef nefnt Sonju í Unglingum í frumskógi og í þeirri bók á líka Lúlli, vinur Arnar í erfiðleikum þar sem foreldrar hans verða gjaldþrota. Lesandinn fær ekki held- ur að fylgjast með því nema óbeint og mjög óljóst. Það er byggð upp spenna í kringum eitthvað sem Lúlli er að fást við og látið í það skína að hann sé á hættulegri braut, jafnvel kominn út í eiturlyfjasölu, grunar mann. í ljós kemur að hann var að setja upp pylsuvagn á útihátíð með afa sínum til að rétta við fjárhag fjölskyldunnar. Fyndið reyndar, en af því að margir unglingar eru tæpir og eiga það á hættu að lenda í rugli þá verður að taka þvílíka hluti alvarlega. Hug- myndafræðilega stendur Hrafnhildur þann- ig ekki með unglingum almennt heldur bara með unglingum sem eru á grænni grein og standa varla frammi fyrir meiri vanda en þeim að þurfa að velja á milli tveggja sætra stelpna. Kolbrún Aðalsteinsdóttir hefur skrifað þrjár bækur um Kötu sem komið hafa út á síðustu þremur árum og heita: Dagbók — / hreinskilni sagt (1989), Dagbók — ífullum trúnaði (1990) og Dagbók — Hvers vegna ég? (1991) I upphafi fyrstu bókar stendur aðalper- sónan, Kata frammi fyrir miklu og erfiðu uppgjöri. Stjúpi hennar hefur sem sagt mis- notað hana kynferðislega frá því hún var lítil „í tólf ljót ár“ og loks þegar hún er orðin 16 ára er hún ákveðin í að gera uppreisn en stjúpinn hefur í hótunum við hana. Það kemst þó upp um kauða og löggan kemur 10 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.