Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 116
að vísu ætíð einkennt skáldskap Gyrðis, en virð- ist í svo knöppu formi (sagan er rétt um tvær blaðsíður) vera venju fremur hált og erfitt að festa á hendur. Það er sem höfundurinn reyni að komast af með sem allra minnst efni og sem allra fæsta bindivíra í sögunum til að koma þessari sterku undiröldu til skila, hann reyni til hins ýtrasta á þanþol formsins. Hættan við slíkar vinnuaðferðir er að fíngerð- ir strengirnir milli brotanna bresti og haldi ekki lengur utan um þau. Hvörfín eru ekki sá þáttur sem Gyrðir notar til að skipuleggja texta sinn, og það hefur hann reyndar aldrei gert, en beitt þess í stað öguðum stíl og vissri hrynjandi í myndmáli. En í flestum sagnanna í Heykvísl og gúmmískóm er enn frekar kreppt að þessum þáttum. Hlutamergðin sem einkenndi svo mjög ljóðabækumar Bak við maríuglerið (1985) og Svartflug/Blindfugl (1986) sem og skáldsöguna Gangandi íkorna (1987) hefur smám saman verið skorin niður, flókin táknkerfi þessara bóka hafa einfaldast. Jafnhliða þessari þróun til einföldunar hefur stíll sagnanna orðið þjálli og talmálskennari og andblær ljóðanna bjartari. Þennan einfalda en fágaða blæ má glöggt sjá í Ijóðinu „Hugleiðing í júlí“ (bls. 67): Hvað skyldu vera mörg fiðrildi á íslandi yfir sumartímann, þegar öll strá eru setin í kvöldstill- um og sindrar á vængi í iofti í þessu ljóði sem og mörgum öðmm má sjá svipaða afstöðu og í sögunum. Naumt form og einfalt málfar þar sem haldreipið virðist þó vanta, einhvern punkt sem lýkur upp myndinni. Samþætting ólíkra hluta áórökrænan en agaðan hátt, eins og sást í fyrri ljóðum Gyrðis, hefur vikið fyrir allt að því barnalega einföldu ljóð- máli sem líkt og sögumar virðist ekki „vera um neitt“, af því að vanalega útgangspunkta vantar. Héma virðist við fyrstu sýn sem strengur ein- faldleikans bresti og eftir standi hol og tóm, allur safi hafi verið kreistur úr ljóðinu. En líkt og skáldskapur Gyrðis kemur að við- fangsefnum sínum úr óvæntustu áttum verður að taka á sig eilítinn krók til að rýna í ljóðin. Hinar einföldu ljóðmyndir vekja um leið upp hugmynd um „stemmningu“, persónubundna upplifun skáldsins á náttúmnni og umhverfi sínu sem sé uppspretta þeirra. Slík skynjun hef- ur verið grunntónn vestrænnar ljóðagerðar frá því á seinni hluta 18. aldar svo hún ætti ekki að vera svo óskaplega nýstárleg, en einmitt það frelsi sem hún veitir til sköpunar á eigin skáld- heimi, eigin táknkerfum, hefur orðið drifkraftur persónulegrar glímu módemískra jafnt sem síð- módemfskra höfunda við hefð og tungumál. í Vetraráformum um sumarferðalag virðist mér sem Gyrðir hafi einmitt skyggnst um í skáld- heirni sínum og fundið þar nýja uppsprettu sem „stemmningarnar“ em sprottnar af, einskonar dulhyggjuviðhorf til náttúmnnar sem einfald- leiki ljóðanna tjáir. Þetta viðhorf er nátengt austurlenskri ljóðgerð, bæði kínverskri en eink- um þó japanskri, þar sem einfaldleiki og hvers- dagslegt tungutak megnar að miðla flókinni og margbreytilegri hugsun, eitt orð vekur upp ótæmandi hugmyndatengsl. Þessi austræni strengur verður enn ljósari þegar yfirbragð „Hugleiðingar í júlí“ er athugað betur. Líkt og japönsku skáldi tekst Gyrði að fanga andblæ ákveðinnar árstíðar með einfaldri mynd fiðrild- anna. Skynjun sumarsins er í forgmnninum en hún verður hvorki flöt né klisjukennd vegna sjónarhomsins sem dvelur á fiðrildunum og þjappar myndinni saman utan um þau. Tungu- takið er hversdagslegt en tóninn er upphafinn, það er heiðríkja í textanum sem hrífur lesand- ann með sér og skerpir skynjun þess hversdags- lega. í Qölmörgum ljóðum bókarinnar er andblær árstíðar eða umhverfis vakinn upp á svipaðan hátt. Ljóð eins og „Ágústgaldur“ (68), „Skammdegisblámi“ (6), „Júníljóð til bróður“ (24) og „Maímorgunljóð" (13) byggja öll á þessum þræði. Af sama meiði virðast mér ein- nig vera hinar fjölmörgu vísanir til „blámóðu- landsins“ svo sem eins og ljóskerið sem „vekur upp hugmynd / um kínverska fomöld“ (31), ódýr „krús frá Kína“ (37), „tebaukar með / dreymandi / japönskum konum / við tré“ (10) 106 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.