Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 103
HIÐ SANNA RÍKI FRELSISINS einstaklingarnir skapa sjálfa sig og þann veruleika sem hæfir þeim og full- nægir. Afnám firringar í kommúnisma sést bezt á því að bæði tengsl manna við vinnu sína og samskipti manna innbyrðis hafa gerbreytzt. I þeim aðstæðum sem blöstu við Marx þegar hann kannaði lífsskilyrði verkafólks í iðnaðar- samfélögum á öldinni sem leið, var vinnan þjakandi álag sem kreppti líkama manna og gerði þeim ókleift að lifa skapandi lífi. Vinnan, sjálf lífsstarfsemi mannsins, var honum áþján. í kommúnismanum gerist það aftur á móti „að menn þroska sjálfa sig um leið og þeir afla lífsnauðsynja og neyta þeirra“ (ÞH, 75). Samskipti manna innbyrðis einkenndust af arðráni, kúgun og samkeppni milli stétta. í kommúnismanum leggja allir hönd á sama plóg til þess að skapa sér mannsæmandi lífsskilyrði og efla þar með gagnkvæmt möguleika hver annars. En firringin verður ekki afnumin nema til komi tvær „virkar forsendur“ að mati Marx: annars vegar sú að framleiðsluöflin hafi náð ákveðnu þróunarstigi um allan heim; hins vegar verður meirihluti mannkyns að vera öreigar og upplifa firringuna sem óbærilegt afl sem þeir gera byltingu gegn (ÞH, 33).28 Slíkar aðstæður hafa augljóslega ekki enn myndazt í veröldinni. Margir hafa haft þessa staðreynd til sannindamerkis um að Marx hafi haft rangt fyrir sér — spádómur hans hafi ekki rætzt. Þetta held ég að sé misskilningur. Marx leit á sig sem vísindamann, ekki spámann. En hann virðist að hætti náttúruvísindamanna hafa litið svo á að þau þjóðfélagslög- mál sem hann uppgötvaði fælu í sér forsögn. En slík forsögn er alltaf skilyrt. Tökum sem dæmi forsögn Galileós um hvað muni gerast ef hlutur er settur af stað á núningslausum fleti. Við finnum þennan hlut ekki í veruleikanum enda vitum við að hann er aldrei mótstöðulaus. Með sambærilegum hætti lýsir Marx því hvað muni gerast ef þjóðfélagslögmálin myndu virka mót- stöðulaust. Þá yrði kommúnisminn óhjákvæmilegur. í þessum anda verðum við til dæmis að skilja eftirfarandi kafla: „í okkar augum er kommúnisminn ekki ástand sem mennirnir eiga að koma á. Hann er ekki hugsýn, sem veruleikinn á að laga sig að. Veruleikinn sjálfur stefnir að kommúnisma og afnemur á þann hátt núverandi ástand“ (ÞH, 34). í reynd hefur mótstaða mannfólksins við hreyfiöflum kapítalismans hins vegar orðið sú, meðal annars vegna áhrifa marxískra og sósíalískra hugmynda, að lífskjör verka- lýðsins hafa stórbatnað. Þetta hefur ekki sízt átt sér stað með því að efla skipulega velferðarríkið og réttarríkið líkt og Hegel lagði áherzlu á. En þrátt fýrir að lífskjör og réttarstaða verkafólks hafi stórbatnað er það afar umdeilanlegt hvort frelsi þess í skilningi Marx hafi nokkuð aukizt. Eru menn miklu nær því markmiði að móta menningu sína og samfélag í sameiningu og á þann hátt sem myndi skapa þeim skilyrði til alhliða þroska TMM 1997:1 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.