Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 119
P.S. FRÁ RITSTJÓRA ingu fyrir vinnuna og útgáfuna á íslendingasögum, orðstöðulykli og texta á geisladiski. Til hamingju með það! Undanfarin tvö ár hef ég fylgst nokkuð vel með fjölmiðlaumfjöllun um nokkrar íslenskar skáldsögur sem hafa verið að koma út í Frakklandi. Það er satt að segja merkilegt að óþekktir íslenskir höfundar eins og Thor, Steinunn og Guðbergur skuli fá alla þá athygli sem þeir hafa fengið í Frakklandi: allir helstu fjölmiðlar hafa fjallað um bækur þeirra og sum stórblöðin jafnvel slegið þeim upp á heilsíður. Auðvitað vitum við að þau eiga þetta skilið, enþegar hafður er í huga sá aragrúi bóka, þýddra og frumsaminna, er merkilegt að Frakkar skuli hafa slíkan áhuga á þessum eybúum með skrýtnu nöfnin. Raunar má segja svipaða sögu frá fleiri löndum, t.d. þeim norrænu og Þýskalandi þar sem Einar Kárason og Gyrðir Elíasson hafa náð inn í þarlend stórblöð. í þessu ljósi er skondið til þess að hugsa að hér á íslandi er þessu yfirleitt öfugt farið. Sjónvarpið var með sérstakan þátt og reglulega umfjöllun um jólabókaflóðið, en það var ekki minnst einu orði á nýjar þýðingar á bókum höfunda á borð við Salman Rushdie, Peter Hoeg, Carol Shields, Kazuo Ishiguro og fleiri... Sænski skáldsagnahöfundurinn Göran Tunström, höfundur Jólaóratoríunnar og Þjófsins, kemur til íslands í febrúar og verður kynning á verkum hans í Norræna húsinu þann 22. Um svipað leyti kemur nýjasta skáldsaga hans, Ljómi, út hjá Máli og menningu í þýðingu Þórarins Eldjárns, en sagan gerist á íslandi að mestu. Þess má einnig geta að nú hafa Svíar kvikmyndað Jólaóratoríuna. Myndin var frumsýnd í Svíþjóð s.l. haust og hefur fengið glimrandi móttökur. Svo er að sjá hvenær hún ratar hingað upp á Frón ... Eins og margir vita hefur Milan Kundera nokkrum sinnum komið hingað til lands þeirra erinda að slappa af og kynna sér menningu okkar. Áhugi hans á henni fer vaxandi eins og m.a. sést á grein sem hann skrifaði um Svaninn eftir Guðberg Bergsson í franska vikuritið Le Nouvel Observateur í nóvember. Kundera hefur einnig hrifist mjög af málverkum Kristjáns Davíðssonar. Það nýjasta úr þeirri átt er að með vorinu kemur skáldsaga Kundera, Með hægð, út í gríðarlega útbreiddri vasaútgáfu hjá Gallimard, stærsta bókmenntaforlagi Frakklands, og mun málverk eftir Kristján prýða bókarkápuna. Fram til þessa hafa allar vasaútgáfur á bókum Kundera í Frakklandi verið prýddar verkum effir Pablo nokkurn Picasso, en nú er sumsé komið að Kristjáni Davíðssyni... Svíar eru duglegir að gera kannanir hverskonar. Á árunum 1981 og 1982 valdi rannsóknarstofnun þar í landi 13000 manna úrtak fólks á aldrinum 16 til 74 ára og bað það að svara nokkrum spurningum varðandi það sem nú er farið að kalla menningarneyslu: lestur þess á bókum og tímaritum, hversu oft það færi í leikhús og í bíó, hvort það syngi eða léki á hljóðfæri og hvort það fylgdist með íþróttum. Því TMM 1997:1 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.