Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 129
RITDÓMAR maðurinn sem við getum hringt í og pantað til að slá grasið okkar, og tO- fallandi rænt því sem honum er helgast — án þess að hann taki eftir því. Ég held að það sé engin tilviljun að þessi ungi handverksmaður ræktar annarra manna garða. Gunnlöð er skáldið sem hefur allar klær úti til að afla sér yrkisefna eða öllu heldur yrkinga sem færa henni síðan nóbelinn í aðra hönd. Arnar er fórnar- lambið sem lætur nóbelinn og önnur markmið af hendi rakna fyrir sakir ístöðuleysis jafnskjótt og freistingin vomir yfir honum. Alls ómeðvitað, að sjálfsögðu. Við vitum ekki hvenær við getum bæði sleppt og haldið. Magni er næsta brjóstumkennanlegur ís- lenskufræðingur sem finnur sér ekkert faglegt viðfang enda eru fræðimennirnir að verða búnir að tæma umfjöllun um aðra fræðimenn og rit þeirra um enn aðra fræðimenn um fræðin. Á fáeinum hillusentimetrum gat [Magni] skoðað síðustu árin í lífi sínu. Lengst til vinstri voru bækur sem hann skrifaði á námsárunum og næsta ára- tuginn eftir útskrift. Fjögur bindi um verk Péturs Jónssonar hins lands- kunna bókmenntafræðings. Pétur þessi hafði gert það að ævistarfi sínu að skoða verk Árna Stefánssonar sem rannsakaði manna mest ljóð róman- tíska skáldsins Sigurðar Jónssonar. Ljóðasafn Sigurðar stóð við hliðina á bindunum fjórum, en það var ekki nógu þylckt til að letur kæmist á kjöl- inn. Magni hugsaði með sér að hann þyrfti endilega að gefa sér tíma til að lesa það einhvern daginn. (bls. 37-8) Umfjöllunarefnið er fánýti fræðanna. Starf fræðimannsins er að lesa, mynda sér skoðun og tjá hana. Með góðu eða illu. Og Magna lætur það ekki sérlega vel, er búinn að missa af lestinni því að „yngri menn voru búnir að panta sér flesta bita- stæðustu [bókmenntafræðingana]“ (bls. 39) til rannsókna. Skáldverkin sjálf láta þeir greinilega liggja óbætt hjá garði. Strax skýst upp í hugann önnur saga effir Þórarin Eldjárn, um skáldið Skúla sem allir þekktu og lutu en sem hafði aldrei látið annað berast frá sér en trú á eigin getu. Óskrifuðu verldn dugðu til að halda nafni hans á lofti. Þar er verið að deila á það sama, að menn byggja skoðun sína á skáldskap á skoðun sem næsti maður trúði þeim fyrir, frekar en að lesa verldn sjálf. Magni er verklaus þangað til hann leggst í málshætti. Eftir 10 ára þrotlausa og hefðbundna rannsókn kemst hann að því að hún er lítilsigld og óvísindaleg. Sannleiksgildi málsháttanna kunni að verða hrakið. Og þá tekur við æðisgengin leit að sannleikanum sem endar auðvit- að með ósköpum. „Hann fékk mann til að standa á einum tindi Bláfjalla og ók svo í töluverða fjarlægð og komst að því að fjarlægðin gerir fjöllin blá en mennina aftur á móti mjög litla en alls ekki mikla“ (bls. 42). Sagan er ýkjukennd í raunsæi sínu og sú sem mér fannst minnst til koma. Hug- myndin er nothæf en útúrsnúningurinn á málsháttunum gekk illa og leiddi huga lesanda frekar að fjölda málshátta sem ekld fengu inni. Af því að hugmyndin er ekki alveg ný hefði meiri ferskleiki mátt einkenna úrvinnsluna. Ekki virðist líf Sigurðar í næstu sögu neitt vænlegra. Hann er nauðahæfileika- laus og hefur engan augljósan starfs- eða lífsvilja heldur. Hann bara leggst niður og sofnar út í eitt. Það eina sem vinir hans (hvernig sem hann nú eignaðist þá) sjá í stöðunni er að gera hann að skáldi! Sú virðist alltaf vera þrautalendingin. Enn er hér gert grín að skáldum, skáld- gáfunni og þeim sem hennar njóta, les- endum — þegar best lætur. Ekki gengur þó andskotalaust að kúvenda Sigurði því að illa nægir að dubba hann upp með alpahúfu og halda honum vakandi, penninn er jafn þurr. TMM 1997:1 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.