Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 21
GLÆÐUR blygðast sín þegar hún gekk, angandi af reyk - þetta sagði hún - inn í hvíta stofuna, sem var eins og himnaríki blómanna. Fyrir hvern fjandann? Æ, ég veit það ekki. Mér leið allt í einu eins og smástelpu, svei mér þá. Hún hallar undir flatt, íhugul, og við hlustum á fossinn leggjast að. Hann er greinilega að snúa sér, alveg eins og hann gerði fyrir ári og gerir kannski í hvert skipti. Út um gluggann sjáum við hvar rækjubát- ur trónar allsber í dráttarbrautinni. Ég man að ég spurði sjálfa mig: Er þetta maðurinn? Mér fannst þú svo ungur og þar að auki sjómaður, ég hafði aldrei . . . Þú hefðir næstum getað verið sonur minn. Tja, þú varst móðurleg, því er ekki að neita, segi ég. Og svo sem engin furða. En auðvitað heldur maður sér vel. Hún hlær við, annars hugar. Það er ólíkt mér, segir hún svo. En ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja. Ég greinilega ekki heldur. Eina sem mér dettur í hug, það er svo furðulegt að það eina sem mér dettur í hug er hvað ég sé fegin að eiga ekki sama erindi á þessa stofnun og síðast. Og krosslagði fæturna með velþóknunarsvip, sagði mér frá sköllótta lækninum með tyggjóið, hvernig hann tuggði tvíefldur meðan hann skoðaði hennar innstu rök. Eins og hann reyndist mér vel, segi ég. Hann reynist greinilega vel þegar mikið ríður á. Og hlátur okkar blandast skellunum og skarkinu frá hafnarkantin- um. Þar er uppskipun og útskipun í aðsigi. Svo komst þú mér til bjargar, segir hún. Það er þá jafnt á komið eða hitt þó heldur. Hvað sagði ég? Það var eitthvað fáránlegt, er það ekki? Alls ekki. Þú talaðir um klukkuna. Alveg rétt. Og þá sagðir þú þessa gullvægu setningu . .. Það hefur verið klukkan mín. Akkúrat. Þannig var það. Veistu, mér brá alveg svakalega. Hvað er ég að segja? hugsaði ég. Hvern fjandann er ég eiginlega að segja? TMM 1997:2 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.