Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 35
OFAR HVERRl KRÖFU Skáldskapurinn, og kannski einmitt helst lýríkin, er ekki fegurðin, en líkneski hennar eða mynd. Fegurðin á ekki samastað í mannlífinu, en hún getur birst okkur í þessum spegli - sem er meira en glerið tómt vegna þeirrar fegurðar sem hann hefur eitt sinn speglað. Það er hlutverk Ólafs Kárasonar að varðveita þennan spegil, og færa hann þeim sem aumastur er í jarðlífinu. Að því leyti geymir Heimsljós sömu grundvallarhugsjón listarinnar og Sjálfstætt fólk, þar sem segir að samlíðunin sé uppspretta hins æðsta söngs, en ekki skilningurinn á baráttunni milli tveggja skauta.23 Listin er hér orðin eins konar spegilmynd fegurðarinnar, en fegurðin sjálf er bæði þessa heims og annars, og sá sem reynir að fanga hana á á hættu að glata henni. Halldór finnur fegurð þessa heims í konunni, í ljóðlistinni, hjá Hamsun, en hann finnur fegurð annars heims í hinni fornu kaþólsku sögu um Maríu. Maríu saga verður Halldóri kær spegill, einsog spegill Beru Ólafi vegna þeirrar fegurðar sem hún eitt sinn hefur birt hinum trúuðu. Það ekki bara af stílrænum ástæðum sem Halldór vill forðast ofskýringu einsog hér kemur fram, það er grundvallarþáttur í skilningi hans á listinni. Á erfiðustu stundum Ólafs Kárasonar heyrum við að hann eigi ósýnilegan vin „sem eingum mun nokkru sinni takast að nefna“ (Fegurðin, 102). Fegurðin var hinn ósýnilegi vinur Halldórs Laxness. í miklu sólskini. Að lokum sjáum við listskilning Halldórs í vinnubrögðum hans við lokaorð Heimsljóss. Hann fágar táknmyndirnar, en lætur smám saman fenna yfir táknmiðin, hylur spor sín. í kompunni um Hús skáldsins er hann farinn að velta fyrir sér lokaköflunum; hann skrifar hjá sér hluti á borð við þessa: ,Að elska himininn, hún og himinninn - eitt. Skáldið elskar himininn“ (Mk III, 181; „þegar hann geingur á jökulinn geingur hann inn í himininn - án dauða“ (s. st.); „Hann neitar að sjá í henni annað en hina eilífu fegurð, fegurðina sem tákn ódauðleikans" (183). Tengslin við stúlkuna eru skýr, það er hún sem býr hinum megin við jökulinn og sem hann er farinn að finna. í þessa kompu eru lokaorðin líka tekin að mótast: „Sól upprisudagsins. Og fegurð himinsins mun ríkja ein“ (230). I annarri minnisbók, þar sem rætt er um Eyjaíjallajökul sem síðustu mynd verksins, má finna fýrstu gerð lokahlutans: Hann hefur mælt sér mót við sólarupprás páskamorgunsins. Skv. þessum orðum: Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Hann svarar: Þú ert sólskinið sjálít [...] Lýsingin af því þegar hann læðist burt klukkan 4 að morgni og túnglið skín við honum í hásuðri. Hann ætlar að vera kominn á jökulinn í sólarupprás. Heldur áfram leingra og leingra, hin smærri fjöll, þau sem mest bar á úr bygðum verða að TMM 1998:2 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.