Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 57
HALLDÓR LAXNESS OG HÖFUÐSKYLDA RITHÖFUNDAR tóm . . . Sá sem ekkert vill, vonar ekkert og óttast ekkert, hann getur ekki verið listamaður."23 Dæmum af þessu tagi mætti lengi íjölga. VI Þegar þær kröfur verða háværar að rithöfundar finni sér „markmið“ og leiði sitt fólk af stað til þeirra er verið að heimta af honum þjónustu. Þjónustu við málstað, við hugsjón, þjóð eða stétt eftir atvikum. Mörg eru þess dæmi að höfundar vilji í nokkru verða við slíkum kröfum - en fyrr eða síðar kemur það á daginn, að það geta þeir aðeins gert á eigin forsendum. Rússneska byltingarskáldið Majakovskíj er frægt dæmi um þjónustufúsan mann sem lendir í ógöngum. Hann skal (og hefur reyndar krafist þess af sjálfum sér) þjóna nýju samfélagi, gera málstað gagn - en hann þreytist á því oki sem þar með er á hans herðar lagt. Og í uppgjörskvæði sem heitir „Talað við skatt- heimtumann um skáldskap“ andvarpar hann: Hvað, ef ég er leiðtogi fólksins og jafnframt líka þjónn þess? (þýð. Geirs Kristjánssonar) Majakovskíj tókst ekki að koma þessari þversögn heim og saman og varð því ekki langlífur. Hinsvegar var lífssigur Halldórs Laxness ekki síst í því fólginn, að honum tókst í reynd að verða í senn leiðtogi og þjónn síns fólks - án þess að orð þyrfti um að hafa. Afrek Halldórs mörg og stór má, ef vill, tengja við skylduboð hans sem hér að framan hafa verið rakin. Hann hefur virt þau sjálfur. Hann skrifaði eins og honum leist best - af þeirri þolinmæði og vandfysni sem þarf til að um slíka sérvisku muni í heiminum. Þá skyldu að láta „aðra rithöfunda í friði“ virti hann og sneri til mikils örlætis í garð samferðamanna eins og hver maður getur skoðað í skrifum hans um Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefáns- son, Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum og fleiri íslensk skáld - og bætti þar með stórum sambýlishætti á vettvangi íslenskra bókmennta. Með margvíslegri gagnrýni á valdhafa og misfellur gaf hann verkum sínum aukinn áhrifamátt og um leið þýðingarmikið fordæmi öðrum höfundum. En þá er ótalið það afrek að verða í senn „leiðtogi og þjónn“ síns fólks, íslendinga. TMM 1998:2 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.