Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 90
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR hans er um leið sköpun rithöfundarins Halldórs frá Laxnesi. Á svipaðan hátt eiga skáldsögurnar Salka Valka, Vefarinn mikli frá Kasmír og Guðsgjafarþula rætur að rekja til hugmynda sem aðalpersónan veltir fyrir sér eða atburða sem hún verður fyrir á þessum miklu mótunarárum. í Kaupmannahöfn einbeitir Halldór sér að ritæfingum í þeirri trú að þær muni nýtast honum síðar á ævinni: „hvað er til ónýtis og hvað er ekki til ónýtis í ævi manns sem er að reyna að búa til bók?“ (Úev 222). Samanlagt segja minningabækurnar ffá þeim árum sem Halldór stundaði ritæfingar, ffá sjö ára aldri til tvítugs, eftir það hófst hinn eiginlegi rithöfundarferill. Frá honum er ekki sagt, enda eru afurðir hans alkunnar. Að varða sinn veg Halldór ber alla tíð mikla virðingu fyrir menntun og mikilvægur þáttur í þroska hins unga skálds er hvernig það kýs að haga sínu námi. Halldór sýnir sig sem fluggáfaðan krakka sem er alltaf örlítið á undan samferðamönnum sínum þótt þeir séu oftar en ekki eldri en hann; hann er farinn að lesa innan við skólaskyldualdur, lærir stef utanað úr Tennyson „laungu áður en ég skildi alvanalegan enskan texta“ (íth 147), og tungumál virðast smjúga inn í hann fýrirhafnarlaust. En þegar kemur að menntaskólanum kemur babb í bátinn. Gáfurnar vantar ekki en áhuginn hverfur, eða hverfist réttara sagt um einn hlut; Barn náttúrunnar. Hann getur ekki beygt sig undir reglur skólans, stílar verða alltaf að skáldskap og Halldór man ekki eftir að hafa „nokkurntíma feingið svör við nokkru sem ég spurði í Menntaskólanum.11 (S 12-13). Halldór eyðir töluverðu púðri í að sanna að það sé vegna áhugaleysis en ekki getuleysis sem hann flosnar upp úr Menntaskólanum: „Nú var búið að kosta mig til náms í ein fjögur ár; fyrst fagrar listir sem mér þóttu ljótar, þaráeftir lestur til gagnfræðaprófs sem er lægst prófa á jörðu. Nú stóð mér reyndar opin leið í lærdómsdeild Mentaskólans og heyrði undir venjulega námsbraut embættismanna; en fátt var mér fjær skapi en slík leið [...]“ (S 9). „Ég hélt að þekkíng af hvaða tæi sem er kæmi rithöfundi í góðar þarfir,“ segir faðir Halldórs en hann sagðist sjálfur vilja varða sinn veg og það gerði hann með markvissri sjálfsmenntun. Af þeirri menntun er Halldór afar stoltur, eins og best sést þegar hann fjallar um tungumálakunnáttu sína. „[. . .] skrefið úr íslensku til skandínavískra mála er svo létt að maður er búinn að stíga það án þess að hafa tekið eftir því,“ segir hann í í túninu heima (198). Þrátt fyrir þetta er hann montinn af dönskukunnáttu sinni og minnist á hana æ ofan í æ í öllum bókunum. Sænska var jafnvel enn auðveldari viðureignar en danskan: „ég skildi óðar alt sem hún sagði, enda kom uppúr 88 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.