Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 45
KYNLEGIR KVISTIR Different though the sexes are, they intermix. In every human being a vacillation from one sex to the other takes place, and often it is only the clothes that keep the male or female likeness, while underneath the sex is the very opposite of what is above. Of the complications and confusions which thus result everyone has had experience. (118) Einnig segir að munurinn á kynjunum sé „happily, one of great pro- foundity“ (117). Þannig virðast vissir eiginleikar „kvenlegir“ í eðli sínu og aðrir „karllegir“ en þeir fara samkvæmt þessu ekki endilega saman við líf- fræðilegt kyn manneskjunnar heldur blandast saman og er mismunandi hvor þátturinn er ráðandi. Það er engu að síður menningarlega skilyrt hvern- ig þessir þættir koma fram og eru túlkaðir og klæðist einstaklingurinn bún- ingi annars kynsins verður hann að hegða sér samkvæmt því. Orlando verður að skipta um búning vilji hún losna undan þeim höftum sem kvenkynið bindur hana í. Hún verður að sýnast vera karlmaður og við það breytist bæði túlkun annarra á persónu hennar og framkoma í hennar garð. Þarna er kyngervið sett fram sem leikbúningur eða jafnvel leikþáttur og konur, að minnsta kosti, eru samkvæmt því fyrst og fremst að leika fyrir- framákveðið hlutverk sem menning þeirra úthlutar þeim á hverjum tíma. Svipaða afstöðu til hlutverkaleika kynjanna má sjá í annarri breskri skáld- sögu, Sexing the Cherry eft ir Jeanette Winterson frá árinu 1989, en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur.8 Þar reynir önnur aðal- persónanna einnig að losna undan oki síns venjubundna kyngervis með því að klæðast búningi hins kynsins, þótt því sé ekki gert skóna að með því einu að skipta um búning geti menn íklæðst nýju kyngervi. Jordan er ungur karl- maður sem um tíma „leikur“ konu með því að klæðast kvenfötum og kemst hann þá að því að konur eiga sitt eigið tungumál sem karlar hafa ekki aðgang að. Honum finnst hann vera „ferðalangur í ókunnu landi“ (Winterson, 29) og verður fyrir menningarsjokki þegar hann uppgötvar að konur leika ákveðið en mjög meðvitað hlutverk í samskiptum sínum við karla. Kynni hans af konum „innan búðar“ fylla síður en svo upp í þá mynd sem hann hef- ur fram að þessu haft af þeim og upplifun hans er að þessu leyti svipuð reynslu Orlando eftir kynskiptin. Líkt og hjá vændiskonunni í Orlando mið- ar hlutverkið ekki síst að því að viðhalda blekkingu karlsins um eigin yfir- burði og þar með karlmennsku en eitt af því sem Jordan lærir eru nokkrar grundvallarreglur um karla (nokkurs konar boðorð) og hvernig beri að um- gangast þá. Samkvæmt þessu lifa kynin í afmörkuðum og andstæðum menningar- heimum (ekki þó á Mars og Venus eða neinu yfirskilvitlegu plani) sem með- limir hins kynsins hafa ekki aðgang að nema þeir sigli undir „fölsku flaggi“. TMM 1999:3 www.mm.is 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.