Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 20

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 20
 20 ský Lýðræðið ræður ríkjum við lagaval Hvernig semur ykkur að semja lög og texta og velja og hafna lögum til að setja á diska? Eruð þið farnir að huga að næstu plötu? „Lögin semjum við allir saman og Jenni hefur séð um textana að mestu leyti. Þetta er allt samið á æfingum og hefur það gengið bara nokkuð vel hingað til. Þegar kemur svo að því að velja lög á plötur, eða bara að gera prógramm fyrir tónleika, þá er það lýðræðið sem ræður ríkjum; allir hafa eitt atkvæði og meirihlutinn ræður.“ Þegar ég spyr þá í hvaða hljómsveitum - fyrir utan Brain Police - þeir hafi verið dynur á mér urmullinn allur af sérkennilegum nöfnum. Jónbi: „Ég hef verið í Beyglunni, Uxorius, Tombstone, Neistum, Utopiu, Granfaloon og Vírskífu.“ Höddi: „Ég var í Danske Död, Two Mules og Vírskífu.“ Jenni: „Ég hef verið í Fudd, Gimp, Toy Machine og Hot Damn.“ Búi: „Hjá mér eru það Fídel og Manhattan.“ Af ofannefndu svari má sjá að tónlistin er þeim hjartans mál og þeir taka undir þegar ég spyr hvort þá hafi alltaf langað til að starfa sem tónlistarmenn. Er eitthvað annað sem þeir gætu hugsað sér að starfa við ef tónlistarinnar nyti ekki lengur við? Jónbi: „Ég myndi vilja starfrækja mitt eigið bakarí eða kaffihús.“ Höddi: „Ég vil vinna við eitthvað tengt tónlist, það er svo einfalt!“ Búi: „Þar sem ég er útvarpsmaður, þá held ég að ég myndi bara vinna við það.“ Jenni: „Tónlist er það eina sem mig langar til að vinna við.“ Gekk ekki nógu vel að fá þá til að ímynda sér framtíðina án tónlistar ... En hvað með áhugamálin - og bannað að nefna tónlist! Við vitum að hún er einna efst á blaði! „Það er ýmislegt, allir eigum við mismunandi áhugamál eins og t.d. golf, mótorhjól, snjóbretti og fótbolta þannig það er reynt að sinna þeim. Síðan er náttúrlega reynt að eyða eins miklum tíma með fjölskyldunni eins og maður getur.“ Næst eru þeir beðnir um að segja frá fyndinni eða skrítinni uppákomu sem hefur átt sér stað, hvort sem er við æfingar, tónleikahald eða upptökur. Það stendur ekki á svörunum: „Það var eitt sinn sem við vorum að spila á stað sem hét HM Café á Selfossi. Upphitunarbandið var búið að ljúka sér af og við stigum á stokk. Við rennum í fyrsta lag og þegar við erum komnir svona 20 sekúndur inn í lagið, þá fer rafmagnið af! Við stöndum uppi á sviði og skiljum ekki neitt; Vertinn á staðnum stekkur til og slær inn rafmagnið - nú, við byrjum aftur á sama lagi og aftur slær rafmagnið út. Aftur kemur það þó á en viti menn, í þriðja skiftið þá slær út. Þegar hér er komið sögu erum við orðnir ansi pirraðir og prófum að byrja á öðru lagi þegar vertinn er búinn að slá inn, í þetta skiptið náum við að komast inn í mitt lag og erum orðnir nokkuð vongóðir að allt sé komið í lag þegar slær út í fjórða skiptið. Allt verður brjálað og Jónbi rýkur inn í eldhús og neitar að spila meira. Eftir miklar vangaveltur og samninga- viðræður við trommarann er brugðið á það ráð að fá lánaðan rafal hjá slökkviliðinu. Rafallinn, sem gengur fyrir bensíni, er settur fyrir utan staðinn og rafmagnið tengt í hann og við náðum að klára tónleikana með glæsibrag. Ég held að við allir höfum gefið alveg extra mikið í restina af þessu giggi, til að losa um smáspennu sem hafði myndast út af þessu veseni öllu. Einnig má nefna fyndið atvik þegar Arnar félagi okkar prumpaði við upptökur á lokalagi plötunnar Electric Fungus sem við létum standa eftir. Þannig að ef þú hlustar vel undir lokin á plötunni þá heyrirðu nokkuð óvænt.“ Lokaspurningin: Hvað er á döfinni? „Það sem er á döfinni hjá okkur á þessu ári er að fylgja eftir okkar fjórðu breiðskífu sem ber heitið „Beyond the Wasteland“ og kom út síðastliðið haust. Við reiknum við með að taka nokkrar ferðir í kringum landið og spila á sem flestum stöðum. Einnig stendur til að skreppa aftur til Þýskalands í sumar og spila á tónlistarhátíð þar. Svo er á teikniborðinu Evróputúr sem við ætlum að fara í september, það verður líklega 2-3 vikna túr em við förum með öðru erlendu bandi en ég get ekki sagt meira frá því að svo stöddu. Að lokum reikna ég með að Brain Police byrji að vinna að sinni fimmtu breiðskífu í byrjun næsta árs.“ Þetta eru væntanlega lokaorð sem ylja Brain Police aðdáendum um hjartarætur! Nafnið Brain Police er komið frá sjálfum Frank Zappa. Rokk sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.