Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 36

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 36
 36 ský Hætti, en byrjaði aftur með stæl Guðrún, sem er bókmenntafræðingur að mennt, kynntist skylmingaíþróttinni þegar hún var 14 ára gömul en áhuginn og ástundunin vex með árunum. „Fljótlega eftir að ég byrjaði í gagnfræðaskóla fór ég með tveimur vinkonum mínum á byrjendanámskeið í skylmingum sem við sáum auglýst í blöðunum. Áður hafði ég prófað ýmsar íþróttir eins og fótbolta og handbolta en staldraði stutt við. Einnig æfði ég sund einn vetur og síðan badminton en einhvern veginn virtust þessar íþróttir ekki ná alveg til mín,“ segir Guðrún. Skylmingarnar náðu strax til Guðrúnar en um tíma tóku aðrir hlutir við. Veturinn 1998 tók hún upp hanskann að nýju og hefur ekki lagt hann frá sér síðan. „Okkur vinkonunum þóttu skylming- arnar mjög spennandi íþrótt þó að við þekktum hana lítið og við sáum svo sannarlega ekki eftir að hafa prófað. Okkur fannst mjög skemmtilegt að skylmast og stunduðum íþróttina í tvö ár en síðan, eins og gengur, vorum við með mörg járn í eldinum og smátt og smátt tóku aðrir hlutir að verða fyrirferðarmeiri og við hættum ein af annarri. Ég saknaði alltaf skylminganna svolítið og ákvað að byrja aftur fyrir níu árum. Ég bjó að fyrri reynslu og fór strax að æfa nokkuð ákveðið og gekk fljótlega nokkuð vel. Ég varð síðan Íslandsmeistari fyrst árið 2000 og Norðurlandameistari ári eftir og þá varð nú ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðrún sem tók auk þess þátt í nokkrum heimsbikarmótum og náði nokkrum sinnum ágætum árangri. Hún varð til að mynda í 37. sæti á slíku móti í Boston árið 2001 og lenti í 45. sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar. Íþrótt fyrir bæði kynin Guðrún æfir skylmingar með höggsverði sem má bæði stinga og höggva með. Skotmarkið í höggsverðsskylmingum eru höfuð, hendur og búkur allt niður að mitti. „Það voru ekki margar stelpur í skylmingum þegar ég byrjaði og stelpur hafa löngum verið í minnihluta í íþróttinni. Þetta er sem betur fer að breytast og í barna- og unglingaflokkum hefur fjöldi stelpna aukist. Nú eigum við margar efnilegar skylmingastúlkur og að sjálfsögðu pilta líka. Og það er gaman að sjá! Þótt skylmingar þyki ef til vill vera strákaíþrótt af einhverjum ástæðum er þetta auðvitað íþrótt fyrir bæði kynin,“ útskýrir Guðrún brosandi og segir jafnframt: „Í skylmingum þarf maður bæði að vera fljótur að hugsa og snöggur að framkvæma. Um leið og maður verður að geta brugðist við leik andstæðingsins þarf maður að fela það sem maður ætlar að gera og reyna að fá andstæðinginn til að gera það sem maður vill. Skylmingar reyna bæði á huga og hönd, það þarf styrk, liðleika og snerpu um leið og nauðsynlegt er að hafa augun opin og hugsa fyrir næstu skrefum í leiknum. En þessi blanda af líkamlegri getu og taktískri hugsun gerir skylmingar svo skemmtilegar. Auk þess er þetta íþrótt með sögu og hefur yfir sér einhvern tignarlegan blæ.“ Hefur farið mikið fram Haustið 2003 fluttist Guðrún til Montreal í Kanada þar sem sambýlismaður hennar var að hefja nám. Hún nýtti tímann til að klára lokaritgerð sína í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og hefur dvalið í Kanada á veturna eftir það. „Ég fór strax að æfa skylmingar hér í Kanada og var svo heppin að Montreal er besti staðurinn í Kanada til að æfa skylmingar með höggsverði. Hér eru margir bestu skylmingamenn landsins staðsettir. Þetta nýja umhverfi hafði góð áhrif á skylmingarnar hjá mér en hér eru fleiri skylmingamenn en heima og hvatningin meiri til að æfa vel og bæta sig. Mér gekk ágætlega á mótum strax en fann frá upphafi Óvenjuleg íþrótt Gu›rún Jóhannsdóttir, til hægri, í alfljó›legri keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.