Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 37

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 37
Stutt og laggott að ég gæti lagað ýmislegt í leik mínum og smátt og smátt fór ég því að æfa meira og betur. Síðan ég kom hingað hef ég bætt mig mikið tæknilega og farið mikið fram,“ segir Guðrún. Á heimsmeistaramótinu í Leipzig haustið 2005 stóð Guðrún sig vel og komst í 32 manna úrslit en mótið er henni minnisstætt. „Á seinni keppnisdeginum í Leipzig lenti ég í fyrstu umferð (64 manna) á móti mjög sterkri rússneskri stúlku sem var í níunda sæti á heimslistanum. Ég mætti til leiks með því hugarfari að allt væri mögulegt, þótt vissulega yrði það erfitt, og bjó mig vel undir viðureignina. Allt gekk upp og ég vann bardagann nokkuð örugglega og var síðan ekki langt frá að komast enn lengra. Þessi góði árangur var mér auðvitað mikil hvatning og það var frábært að finna að getan er enn fyrir hendi.“ Árangur næst með æfingum „Ég stefni að sjálfsögðu að því að ná eins langt í íþróttinni og ég get. Ég er ennþá alltaf að bæta mig og það hvetur mig áfram á æfingum og í keppni. Ég er um þessar mundir að æfa af krafti fyrir keppnistímabilið sem er að hefjast. Komandi keppnistímabil er mjög mikilvægt en um mitt tímabil fara mótin að telja fyrir þátttökurétt á ólympíuleikum og stefni ég að sjálfsögðu á að taka þátt í þeirri baráttu, enda möguleikarnir á að ná sæti alveg fyrir hendi. En til þess þarf ég að taka þátt í mörgum mótum í Evrópu, Asíu og Ameríku, svo að framundan eru mikil ferðalög og svo náttúrlega æfingar,“ segir Guðrún full tilhlökkunar og liggur ekki á ráðum til sér yngri iðkenda í íþróttinni: „Það er ánægjulegt ef árangur minn í íþróttinni beinir athyglinni að henni á Íslandi því skylmingar hafa lengi verið á jaðrinum. Það er mikilvægt að ungir skylmingamenn sjái að ef þeir æfa vel geta þeir náð góðum árangri. En það er náttúrulega eins í skylmingum og öðru, árangur næst ekki nema með æfingum, aftur æfingum og enn meiri æfingum, það er nú ekki flóknara en það.“ & Staðreyndir um skylmingar Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipaðan þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrsta þekkta skylmingahandbókin var gefin út árið 1471 af Spánverjanum Sierge. Þróun nútímaskylmingatækni hefst á Spáni á svipuðum tíma. Árið 1850 breyta ítalskir skylmingameistarar höggsverðinu svo það verður ekki lengur banvænt vopn. Ungverjar þróa yfirburða skylmingaskóla þar sem notuð eru höggsverð og eru í fararbroddi í skylmingum með höggsverði næstu 100 árin. Alþjóðaskylmingasambandið (FIE) er stofnað árið 1913. Stungusverð kvenna verður keppnisgrein á ólympíuleikunum árið 1924 en höggsverð kvenna árið 2000. Á Íslandi hófst iðkun skylminga fyrir alvöru þegar Klemenz Jónsson stofnaði skylmingafélagið Gunnloga í Reykjavík árið 1949. Skylmingafélag Reykjavíkur var stofnað stuttu síðar af Agli Halldórssyni og fleirum og störfuðu þessi félög fram yfir 1960. Iðkun skylmingaíþróttarinnar lá svo niðri í nokkurn tíma eða allt þar til Hið íslenska skylmingafélag var stofnað árið 1984. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands og Skylmingafélag Reykjavíkur. sky , ský 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.