Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 52

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 52
 52 ský Ómar Ragnarsson Sjónvarpsmaðurinn er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og lagði jafnvel starfið hjá Sjónvarpinu að veði þegar hann hóf andóf gegn ríkisstjórninni vegna Kárahnjúkavirkjunar. Með útsendingum úr litlu Cessnunni sinni sýndi hann myndir af öræfunum við Kárahnjúka sem virkjunin færði undir vatn. Þótt Ómar hafi barist ótrauður fyrir að stoppa milljarða-framkvæmdirnar og ástríða hans hafi vakið æ fleiri til meðvitundar um umhverfið var landsvæðinu, 57 ferkílómetrum, hleypt undir vatn 28. september síðastliðinn. Virkjunin mun veita rafmagn til álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði. Hekla Hekla er frægasta eldfjall Íslands og var stundum áður talið hlið helvítis. Hekla er 1491 metri á hæð og hefur gosið 20-30 sinnum frá landnámi. Ösku- og gjóskuský, sem lagði yfir landið, orsökuðu hungur og sjúkdóma, eyðilögðu beitiland og drápu búfénað. Sum Heklugosin hafa verið stutt en önnur staðið mánuðum saman eins og gosið í mars 1947 sem stóð fram í apríl 1948. Hekla gaus síðast 26. febrúar 2000. Hekla er aðeins ein af um 130 eldstöðvum á Íslandi. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson (1811- 1979), frumkvöðull íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, var fræðimaður og stjórnmálamaður að vestan sem hvatti til aukins frelsis Íslands á 19. öld frá Dönum. Þó að fullt sjálfstæði fengist ekki fyrr en 1944 þá ruddi Jón brautina og honum er þakkað aukið verslunarfrelsi 1854 og stjórnarskráin 1874. Þjóðhátíðardagurinn er jafnframt afmæli Jóns sem landar hans halda hátíðlegan með pylsum og ís og fánum. Hetjur Snorri Sturluson Snorri samdi ekki bara Heimskringlu, Eglu og Snorra Eddu heldur gerði hann líka fyrsta heita pottinn á Íslandi. Hann nýtti vatn úr heitum laugum í Snorralaug. En loks fór svo illa fyrir honum að hann varð fórnarlamb í átökum sem nálgast það að vera fyrsta og eina borgarastyrjöld á Íslandi í undanfara þess að Noregskonungur tók völd hér á landi. En þó að hann yrði undir í átökunum vann hann samt dóm sögunnar og er miklu frægari en samtíðarmenn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.