Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 60

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 60
 60 ský Leonardo DiCaprio hefur með hverju árinu verið að sanna sig sem einn besti leikarinn í Hollywood, þvert ofan á það sem margir spáðu eftir að hann sló í gegn í Titanic. Þegar Titanic var ekki fylgt eftir með vinsælum kvikmyndum var fljótlega farið að tala um hann sem strákling sem myndi fara flatt á frægðinni. Annað hefur komið á daginn. Leikhæfileikar hans eru ótvíræðir og má segja að í dag fái hann viðurkenningar og verðlaun fyrir hvert það kvikmyndahlutverk sem hann leikur. Að vísu er ekki slæmt að vera uppáhaldsleikari Martins Scorsese og er enginn vafi að Scorsese hefur átt sinn þátt í að ná því besta út úr honum. Samstarf DiCaprios og Scorsese er athyglisvert og þótt Scorsese eigi vissulega sinn þátt í velgengni DiCaprios með því að veita honum bitastæð hlutverk í Gangs of New York, The Aviator og The Departed, þá hefur frammistaða DiCaprios ekki verið síðri í Catch Me If You Can og Blood Diamond, en þessar fimm kvikmyndir eru allar gerðar á síðustu fimm árum og hafa gert hann aftur að eftirsóttasta leikaranum í Hollywood, leikara sem allir vilja vinna með. Frægðin og viðurkenningarnar sem hlaðast á DiCaprio hafa þó ekki breytt honum. Hann segist alltaf vera sami strákurinn sem þykir best að borða heima hjá mömmu og ef hann er ekki í faðmi súpermódela sem hann hefur verið orðaðar við, þá eyðir hann hátíðisdögum í faðmi fjölskyldunnar. Æskuárin í hverfi eiturlyfjaneytenda Leonardo DiCaprio fæddist 11. nóvember 1974 og er því 32 ára. Hann hefur í raun aldrei gert neitt annað en að leika. Nafnið Leonardo gaf móðir hans honum þegar hann gaf henni spark í móðurkviði á meðan hún var að horfa á málverk eftir Leonardo Da Vinci, eða svo segir sagan. DiCaprio ólst síðan upp hjá móður sinni í Echo Park í Los Angeles sem var á þessum árum þekkt eiturlyfjabæli. „Ég ólst upp nánast í hringiðu eiturlyfja og glæpa sem hafði afgerandi áhrif á mig. Það að ég hef ekki leiðst út í eiturlyf vil ég þakka því sem ég kynntist. Ég fór aldrei út úr húsi án þess að sjá einhvern heróínneytanda ráfandi um göturnar, seljendur vera að koma eiturlyfjum í umferð eða ungar vændiskonur selja sig til að eiga fyrir eiturlyfjum. Ég hugsaði sem svo að færi ég að gera tilraunir með eiturlyf yrði ekki aftur snúið og ég yrði aldrei sami maður eftir það. Móðir mín sá svo til þess að ég fékk inngöngu í góða skóla þar sem ég stóð mig ekkert mjög vel, en passaði upp á að sitja hjá einhverjum sem var mjög gáfaður.“ Barn að aldri lék DiCaprio í auglýsingum. Fimmtán ára gamall er hann farinn að leika gestahlutverk í ýmsum sjónvarpsseríum og átján ára gamall lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, This Boy’s Life á móti Robert De Niro og Ellen Barkin. Myndin náði ekki miklum vinsældum en DiCaprio stóð uppi sem sigurvegari og ekki þótti síðri frammistaða hans í What’s Eating Gilbert Grape, þar sem mótleikari hans var Johnny Depp. Fékk hann sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir leik sinn í þeirri mynd. Næst reyndi DiCaprio að fá hlutverk á móti Tom Cruise í Interview With a Vampire (1993), en tapaði fyrir Christian Slater og er það í annað af tveimur skiptum sem hann hefur misst af hlutverki sem hann hafði áhuga á. Hitt hlutverkið var Robin í Batman Forever, (1995) sem Chris O’Donnell hreppti. Titanic breytti miklu Leonardo DiCaprio var á hægri en öruggri uppleið þegar James Cameron bauð honum aðalhlutverkið í Titanic. Hafði hann nýlokið við að leika í Romeo + Julia, sem sló í gegn og var með tilboð í höndum um að leika Dirk Diggler í Boogie Nights. Hann valdi Titanic en Mark Wahlberg brá sér í hlutverk klámstjörnunnar og sló í gegn.. Óþarfi er að dvelja lengi við Titanic. Myndin skaut DiCaprio upp í efstu hæðir og framtíðin var björt. Eitthvað virðist þó frægðin hafa leikið hann grátt um tíma og ekki hægt að segja að hann hafi valið réttu hlutverkin í framhaldinu. Næstu myndir hans, The Man in Iron Mask og The Beach, þóttu mistakast að flestu leyti og áhorfendur létu sig vanta. DiCaprio tók sér gott frí í kjölfarið og mætti síðan tvíefldur til leiks í Gangs of New York og var fljótur að vinna sig aftur á toppinn. Það getur verið hættulegt fyrir sálina að vera kvikmyndastjarna og Leonardo DiCaprio gerir sér grein fyrir því: „Um leið og allir fara að hrósa Leonardo DiCaprio – hefur ekki látið frægðina hafa áhrif á sig og á síðustu árum hefur hann sannað sig sem einn allra besti ungi leikarinn í Hollywood. Leonardo DiCaprio hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í The Departed þar sem hann leikur ungan lögreglumann sem potar sér inn í raðir glæpagengis til að afla sannana. Martin Scorsese ræðir við Leonardo DiCaprio meðan á tökum á The Aviator stóð. Þeir hafa gert saman þrjár kvikmyndir á fjórum árum. Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.