Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 42

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 42
hvaða leið þær eru en ef götur eru skráðar sem hluti af leið þarf að skilgreina hvaða leið það hefur getað verið. Þetta er sett fram hérna í því augnamiði að sneiða framhjá þeim mýmörgu götum sem myndast við umferð dýra og eru ekki fornleifar. Þegar það sem hér hefur verið sagt er dregið saman er niðurstaðan sú að leiðir sem talist geta fornleifar eru leiðir sem farnar voru að jafnaði af ríðandi og fótgangandi fólki fyrir tíð bílsins og a) eru skilgreindar sem slíkar í heimildum eða af heimildamanni þannig að þeirra er getið með nafni, legu þeirra er lýst eða staðir nefndir sem leiðirnar tengja eða b) er hægt að skilgreina sem slíkar út frá sannfærandi minjum og staðháttum. Eftir þessa umræðu stendur skilgreiningin fyrir hlutverkið leið enn óbreytt: Leið er hverskyns skil- greinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði. Skilgreiningin hefur hins vegar oft verið notuð um hluta af leiðum hingað til. Eins og áður sagði hafa tegundir minja sem fengið hafa hlutverkið leið aðallega verið heimild, gata eða vegur. A.m.k. þar sem tegund er gata eða vegur er aðeins um hluta leiðar að ræða en ekki leiðina í heild sinni (nema í algjörum undantekningartilvikum). Í þeim tilvikum væri nær að hlutverkið væri t.d. samgöngur en hlutverkið leið ætti þá eingöngu við um fornar leiðir eins og þær hafa verið skilgreindar hér. Hvað er ekki leið? Við ýmsar athafnir hreyfir fólk sig um landið án þess að fylgja skilgreindum leiðum. Menn fóru eftir leiðum á tiltekin svæði sem tengdust störfum til sveita og þar sem björg var dregin í bú. Dæmi um slík svæði eru afréttir, hagar, veiðisvæði, grasasvæði, rekafjara og svo framvegis. Ákveðnum leiðum er fylgt til að komast á þessi svæði en innan þeirra getur tilviljun ráðið miklu um hvernig farið er um þau. Á þessum svæðum er það búsmalinn sem verið er að reka, bráðin sem á að veiða, rekinn sem á að safna og grösin sem á að tína sem ráða því hvernig fólkið hreyfir sig innan þeirra. Þá er ekki um fyrirfram skilgreindar leiðir milli tveggja staða að ræða og heyrir til undantekninga að sýnileg ummerki um umferð myndist. Þessar leiðir falla því ekki undir skilgreininguna á því hvað geti flokkast sem leið sbr. kaflann hér á undan. Mörkin milli leiða og „ekki leiða“ eru alls ekki skýr því innan þeirra svæða sem hér eru nefnd getur orðið venja að fara alltaf sömu leiðina við verkin sem þar eru unnin og þannig geta myndast götur því til vitnis. Gera þarf grein fyrir slíkum leiðum en það er til vandræða að þær hafa ekki skýrt skilgreindan áfangastað. Dæmi um „ekki leiðir“ sem hafa oftar en ekki skilgreindan áfangastað eru villur en þær eru væntanlega ekki farnar oftar en einu sinni (nákvæmlega sama leiðin). Enn önnur dæmi um leiðir sem ekki teljast til fornleifa eru götur eftir gæsir og búfé, líkt og minnst var á í kaflanum __________ 42 Fornar leiðir á Íslandi hér á undan. Þessar götur eru erfiðar viðfangs þar sem oft er erfitt að greina á milli þeirra og gatna sem farnar voru af fólki. Svo eru líka mörg dæmi þess að dýr viðhaldi götum sem áður voru farnar af fólki. Hvernig eru leiðir ólíkar öðrum fornleifum? Leiðir eru samkvæmt ofansögðu að miklu leyti huglæg fyrirbæri. Miðað við hversu víða leiðir liggja er mjög lítill hluti þeirra manngerður. Það sem greinir leiðir frá mörgum öðrum fornleifum er að innan þeirra eru minjar – minjar sem tilheyra leiðinni, minjar innan minjanna. Hægt er að segja að leiðir eigi þetta sameiginlegt með t.d. seljum og bæjarhólum en þeir minjastaðir eru mjög afmarkaðir í rúmi og auðveldara að sjá þá í samhengi. Leiðir geta hins vegar teygt sig um langan veg og erfitt er að hafa yfirsýn yfir leiðir í heild ef þær eru ógreinilegar og flóknar. Annað sem skilur leiðir frá flestum öðrum minjum er að þær eru línulegar. Ekki dugir að taka einn staðsetningar- punkt á leið til þess að lýsa henni heldur þarf að taka marga slíka til þess að hún sé staðsett á fullnægjandi hátt á korti. Flestar aðrar minjar, fyrir utan garða, er hægt að staðsetja með einum punkti. Vegna þess að leiðir eru línulegar er mjög gagnlegt að skoða þær á korti eða loftmynd til þess að sjá betur það samhengi sem þær eru í og tengsl þeirra við aðra minjastaði og aðrar leiðir. Það sama má segja um landamerki. Þau eiga margt sammerkt með leiðum. Fyrir utan girðingar sem nú á dögum eru oftast á landamerkjum tveggja jarða í byggð eru það landamerkjalýsingar sem eru helstu heimildir um landamerki auk gamalla garða og varða sem markað hafa landamerkin. Þetta er mjög sambærilegt við leiðir. Í heimildum má finna lýsingar á mörgum þeirra og á þeim eru ýmsar minjar sem sýna hvar þær hafa legið. Með því að skoða landamerki á korti eða loftmynd öðlast maður nýja sýn og allt aðra en af því að lesa lýsingar eða skoða ljósmyndir og teikningar af jörðu niðri. Flokkun leiða Orðanotkun um leiðir til forna Gagnlegt er að skoða orðanotkun um samgöngur í gömlum heimildum til þess að átta sig á skilningi þeirra sem á undan hafa farið á leiðum og flokkun þeirra. Líklegt er að orðið gata hafi verið notað um slóðir og troðninga sem myndast hafa milli bæja fyrst eftir landnám Íslands. Þetta orð hafði mjög almenna merkingu, það gat táknað troðninga eftir skepnur, en það var einnig notað um slóðir og stíga sem urðu til af umferð manna í samsetningum á borð við alþýðugata, almenningsgata, reiðgata o.s.frv. Á þjóðveldistímanum virðist orðið braut vera notað um rudda eða hlaðna vegi, sbr. þjóðbraut og akbraut en einnig í örnefnum á borð við Brautarholt. Orðið __________ 43 Kristborg Þórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.