Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmað- ur í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, vonast til að geta flutt frumvarp um lækkun fjáreign- artekjuskatts í 10% með haust- inu. Skatturinn, sem er stundum nefndur fjár- magnstekjuskatt- ur, var hækkaður í áföngum eftir hrun, úr 10% í 15%, svo í 18% og loks í 20%. Þróun innlána heimila frá 2005 á verðlagi dagsins í dag er sýnd hér til hliðar. Þau hafa lækkað síðustu ár, eftir tímabundna aukningu eftir hrunið. Fram kom í máli Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í byrjun vikunnar, að litið hafi verið á innlánsreikninga sem skjól. Þá á til- færsla fjármagns úr sjóðum inn á innlánsreikninga í kjölfar hrunsins þátt í að innlánin ruku upp. Þau eru nú svipuð og 2005 eða um 2 milljónir á hvern landsmann, samkvæmt laus- legum útreikningi blaðamanns. Bankaskattur skerðir vextina Vilhjálmur segir ranga hvata í kerfinu. „Ég hef bent á að það gæti ekki farið á annan veg en að þjóðin yrði skuldsett þegar vextir af lánum eru niðurgreiddir með vaxtabótum en vextir af innlánum skattlagðir í þremur þrepum að undanförnu og þar af tveimur núna. Annars vegar með því að leggja á 0,376% banka- skatt og hins vegar með því að leggja á 20% fjáreignartekjuskatt. Þriðja þrepið var auðlegðarskattur. Það ber að horfa til þess hvort innlánin séu ekki ofurskattlögð og hvort það séu ekki beinlínis hvatar til þess að draga úr innlánum með þessari skattlagningu,“ segir Vilhjálmur en með 0,376% bankaskatti vísar hann til sérstaks bankaskatts sem fjár- magnar leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána að hluta. Segir Vilhjálmur skattinn leiða til lakari vaxtakjara fyrir viðskiptavini banka. „Stofn bankaskattsins eru skuldir banka, þ.m.t. öll innlán. Bankar borga ekki skatta. Það eru viðskipta- vinirnir sem borga skatta,“ segir Vil- hjálmur og bendir á að greiddar séu 400-500 milljónir króna í bankaskatt af innistæðum lífeyrissjóða. „Það eru því ekki aðeins vondir kröfuhafar heldur líka lífeyrisþegar sem eru að leiðrétta húsnæðislánin. Það er öll góðmennskan,“ segir hann. Skattur á vaxtatekjur verði helmingaður  Þingmaður gagnrýnir „ofurskattlagningu“ á innistæður Morgunblaðið/Golli Peningabúnt Innlán heimila hafa farið minnkandi á síðustu árum. Innlán heimila 1.000.000 950.000 900.000 850.000 800.000 750.000 700.000 650.000 600.000 550.000 500.000 Heimild: Seðlabankinn. Útreikningar eru blaðsins. 3,2 2,5 1,8 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 201 3 201 4 201 5 Heildarinnlán heimila í milljónum Innlán í milljónum kr. á einstakling Vilhjálmur Bjarnason Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Vinsælu Lindon buxurnar eru komnar 6 litir • Verð 9.980 Stærðir 36-50 Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Sumarlitirnir 2015 frá eru komnir til okkar GRÉTA BOÐA verður í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ miðvikudag, fimmtudag og föstudag og veitir faglega ráðgjöf. TAX FREE af öllum snyrtivörum í apríl www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Vatnsheldar yfirhafnir m/hettu Ríkisstjórnin hvetur vinnuveit- endur, jafnt á almennum vinnu- markaði sem og hjá ríki og sveitar- félögum, til þess að veita starfs- mönnum sínum frí 19. júní eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar ís- lenskra kvenna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. Ríkisstjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í gær í fram- haldi af erindi frá framkvæmda- nefnd um 100 ára afmæli kosninga- réttar íslenskra kvenna á þessu ári. Veitt verði frí á kvennafrídaginn - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.