Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt TILBOÐ VIKUNNAR SPORTHALDARAR stakar stærðir D-G kr. 4.800,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Vönduð dömustígvél.úr leðri. Fóðruð Stakar stærðir. Verð: 12.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. NÝTT - og svoo fallegt ! Teg.REBECCA - í nýjum lit, stærðir 32-40 D,DD,E,F,FF,G á kr. 11.550,- Teg. RAPTURE - stærðir 32-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.985,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 41169-11 Vandaðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 21.885. Teg. 240-04 Vandaðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 21.885. Teg. 1327-12 Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 22.785. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Ford Escape XLS (4X4 4DR). Keyrður 130.000 km. Ljósgrár, sjálfskiptur, nýleg heilsárs- dekk. Verð 790.000 kr. Nánari uppl. í síma 840-7066. Volvo V-50 árg. 2005, ekinn 144 þ. Sjálfskiptur. Búið að skipta um tíma- reim og toppviðhald. Tveir eigendur frá upphafi. Engin skipti, ekkert áhvíl- andi. Nýleg Toyo-harðskeljadekk. Dekurbíll í alla staði. Verð 1.390.000 kr. Upplýsingar í síma 821-5628. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.Húsviðhald smidur.com Sími 897 9933 Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vel með farið rimlarúm Venjuleg stærð 60x120 cm, amerísk dýna. Rúminu fylgja tvö teygjulök og stuðkantur. Verð 10.000. Upplýsingar í síma 669-1306. Til sölu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift ✝ Þórður Klem-ensson fæddist í Minni-Vogum þann 5. janúar árið 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. apríl 2015. Foreldrar hans voru Guðrún Krist- mannsdóttir, f. 23. júní 1919, d. 14. mars 2007, og Klemens Sæmundsson, f. 28. desember 1916, d. 10. desember 2002. Bræður Þórðar eru: Sæ- mundur Kristinn, f. 1941, d. 28. október 2010, Kristmann, f. 1946, Elís Björn, f. 1949, Egill Hallgrímur, f. 1954 og Brynjar, f. 1957. Þórður bjó í Vogum á Vatns- leysuströnd til ársins 2007 en fluttist þá í Kópa- voginn og bjó þar til dánardags. Þórður lærði skipasmíðar. Hann vann í Búrfelli í stuttan tíma. Svo fór hann eitt ár til Svíþjóðar og vann þar við smíðar. Þegar hann kemur til baka frá Svíþjóð þá fór hann að vinna fyrir Íslenska að- alverktaka í nokkur ár þar til hann hætti að vinna, 38 ára að aldri. Eftir það nýtti hann lífs- krafta sína í að hlúa að for- eldrum sínum og hélt heimili með þeim þar til þau létust. Útför hans fór fram í kyrr- þey frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 10. apríl 2015. Nú er Doddi frændi, eins og við kölluðum hann alltaf, laus úr veikindaviðjum og hefur hann alveg örugglega fengið góðar og hlýjar móttökur í sumarlandinu fagra, því eins og máltækið segir þá uppsker- um við oft eins og við sáum. Hann var einstaklega hlýr og barngóður og gaman var að sjá hann þegar börnin voru í kringum hann, hann ljómaði allur. Að heimsækja hann var yndislegt, hann vildi að allir fengju með kaffinu það sem þá langaði í og eitt sinn þegar ég fór með fjölskylduna í Hamra- borgina þá bauð hann okkur öllum með sér í Nóatún að versla. Börnunum fannst það alveg frábært. Hann sinnti foreldr- um sínum af einstakri natni og gerði þeim kleift að vera heima allt fram að þeirra hinsta kalli. Aðdáunarvert það hlutverk sem hann tók að sér í því til- felli og aldrei sá maður að hann væri þreyttur, hann naut þess að hlúa að þeim. Fyrir nokkrum árum fór hann í hjartastopp og það var ótrú- legt að hann skyldi lifa það af. En hans tími var ekki kominn og hann fékk nokkur árin til viðbótar. Það fór samt að halla á heilsuna eftir hjartaáfallið. Nokkrum sinnum kom hans góði og tryggi vinur, Skúli Magnússon, honum til aðstoðar og undir læknishendur. Það var notalegt og mikið öryggi fyrir okkur að vita að Skúli vinur hans fylgdist vel með honum og fyrir það erum við aðstandendur afar þakklát. Doddi dvaldi á nýrna- og melt- ingardeild Landspítalans, deild 13 E, af og til undanfarið ár og núna í lokin frá 17. febrúar og til dánardags. Þar var einstak- lega vel hugsað um hann og er- um við aðstandendur afar þakklát öllu því góða starfs- fólki sem þar starfar. Kæri Doddi frændi, takk fyrir sam- fylgdina í lífinu. Bræðrum hans votta ég mína samúð. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, –Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Þín frænka Þuríður Ingibjörg Elísdóttir Við andlát kærs bróður streyma fram margar minning- ar á þessari stundu um hann og okkar samferð í gegnum líf- ið og á löngum tíma. Ég minn- ist allra knattspyrnuleikjanna sem við fórum á saman í gamla daga, allra ferðalaganna sem við fórum í um landið okkar og allra göngutúranna sem við fórum í á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fyrir allt þetta og miklu fleira vil ég færa þér mínar bestu þakkir þegar að leiðarlokum er komið. Þórður veiktist alvarlega í október ár- ið 2013 þegar bæði nýrun urðu óstarfhæf á sama tíma og þrátt fyrir góða viðleitni lækna og hjúkrunarkvenna var ekki hægt að bjarga honum. Þessu fólki þakka ég að hafa annast hann á Landspítalanum á þeim tíma þegar hann var þar. Þórður Klemensson var einstaklega góður maður sem vildi öllum vel, bæði nánum ættingjum sínum og öðru sam- ferðafólki. Að lokum vil ég segja það að þó að við sjáum ekki Þórð Klemensson aftur þá getum við yljað okkur við góð- ar minningar um hann. Egill Hallgrímur Klemensson. Þórður Klemensson HINSTA KVEÐJA Fagur kvistur fallinn er fyrir nöprum dauðans vindi. Lífsins braut nú lokið er, líka margra von og yndi. Falla af augum sviðasár, sorgarþrungin harmatár. Það er besti bautasteinn, betri en nokkur erfðasjóður að hafa verið hjartahreinn, hugprúður og drengur góður. Nú er svifin sæl þín önd, sólbjört hrein í dýrðarlönd. (Guðbjörg Sigurðardóttir) Kæri Doddi, ég þakka þér innilega fyrir sam- fylgdina í lífinu. Þín mágkona, Valgerður A. Bergsdóttir Afi okkar var ljúflingur og besti afi sem til var, akkúrat eins og afar eiga að vera. Hann var töffari og besti kall og maður getur ekki annað en verið þakklátur fyrir þær stundir sem við fengum saman. Alltaf fundum við hvað honum þótti vænt um okkur. Helstu minningar sem skjót- ast upp í hugann eru samveru- stundirnar í Skorradalnum, hann að græja veiðistöngina eða bátinn til veiða eða hann að brasa eitthvað í kjallaranum. Það var eitt alveg víst, þegar maður kom í Háagerðið til ömmu og afa, þá sat afi með pípuna inni í tölvuherbergi eitt- hvað að gera og græja. Afi var mikill græjukall og Sigurður Jóhann Þorbjörnsson ✝ Sigurður Jó-hann Þor- björnsson var fæddur 23. júní 1926. Hann lést 5. apríl 2015. Útför Sigurðar fór fram 14. apríl 2015. það var alveg sama hvað hann fékk í hendurnar, hann lagaði það og gerði eins og nýtt. Það eru ekki margir sem geta státað sig af því að eiga afa sem er tölvunörd. Tækjasjúki maður- inn var auðvitað vel fær á hljóm- borð og sátum við ófáar stundirnar að hlusta á hann spila. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Afi, þín verður sárt saknað („love you“). Ellen, Andri Már og Íris Ósk. Elsku afi, mig langar að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, allt sem þú hefur kennt mér og allar góðu stundirnar með þér og ömmu. Mér finnst ég svo heppin að hafa átt þig að, þú hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi og á ég svo margar góðar minningar úr Háagerði og Skorradal. Skorradalsferðirnar voru al- gjört ævintýri, þegar við keyrðum upp í bústaðinn stoppuðum við alltaf í Hval- firðinum, settumst á bekkinn hjá fossinum og borðuðum nesti sem amma hafði útbúið. Í Skorradal var lífið svo gott, við veiddum, fórum út á bátinn, slöppuðum af og borð- uðum ömmumat. Í Skorradal dundaði afi sér mikið í skúrnum, enda gat hann smíðað allt og gert við öll tæki, hann var mikið fyrir tækni og tölvur. Afi gafst ekki upp á því að reyna að kenna mér á hljóm- borðið þó svo að það gengi misvel, en ég lærði þó allavega að spila Gamla Nóa. Afi var alveg einstakur maður. Hann synti ekki með straumnum, var sjálfstætt hugsandi og fór sínar eigin leiðir. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og var ekki hrædd- ur við að láta sínar skoðanir í ljós. Takk fyrir allt, afi minn, þín verður sárt saknað. Þín afastelpa, Ása.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.