Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir söfn og sýningarsali Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framburður úr Markarfljóti leitar vestur með landinu og er styrkur hans mikill allt að Landeyjahöfn. Framburðurinn minnkar svo eftir því sem vestar dregur. Gervihnatta- mynd sem var tekin 1. júní 2012 sýn- ir þetta greinilega. Fjölþætt not myndanna „Með þessu sýnum við hvernig hægt er að nota sömu myndina til að sýna mismunandi þætti,“ sagði Ágúst Guðmundsson, landmælinga- og kortagerðarmaður hjá Fjar- könnun ehf. Hann hefur lengi verið í samvinnu við þýska vísindamenn sem nota meðal annars gervihnatta- myndir við rannsóknir sínar. Ágúst sagði að myndin væri tekin í fjórum mismunandi lögum og væri hvert lag upp á 256 greiningar. Með því að blanda lögunum saman mætti fá fjölþættar niðurstöður. Þannig væri til dæmis hægt að búa til þrí- víðar myndir og útbúa hæðarlíkön á grundvelli myndanna. Fyrsta myndin (mynd 1) er tví- skipt. Vinstra megin sést bláa lagið, sem endurspeglar gróður og jarðveg með mismunandi litum. Hægra meg- in sést innrauða lagið sem endur- speglar einnig gróður en á annan hátt. Rauði liturinn er sterkari eftir því sem gróður er gróskumeiri. Einnig er hægt að fá myndina í venjulegum litum og fjórða lagið er grátóna. Hægt er að blanda þessum lögum saman á ýmsan hátt. Áhersl- an í þessari mynd er lögð á hafið. „Við vorum að athuga hvað við gætum séð langt ofan í Landeyja- höfn þar sem verið var að dýpka,“ sagði Ágúst. Hann sagði greinilegt af myndinni að árframburðinn hefði borið vestur með landinu. Þéttleiki kornanna og hvað þau eru ofarlega í sjónum, eða nálægt yfirborðinu, kemur fram á myndinni. Framburð- urinn er þéttastur þar sem sjávar- flöturinn er dekkstur. Eftir því sem styrkur framburðarins minnkar lýs- ist sjávarflöturinn á myndunum. Nokkuð langt utan við ósinn sjást áhrif vindstrengja á hafið. „Það er nokkurn veginn einkenni á suðurströndinni að framburður úr árósum fer til vesturs. Hnötturinn okkar snýst til austurs og þyngdar- sviðið fer til vesturs,“ sagði Ágúst. Hafstraumar hafa einnig sitt að segja og vindar. Mynd 2 sýnir greinilega að fram- burðurinn leitar utar þegar kemur að Landeyjahöfn og síðan vestur með landinu og dregur úr honum eftir því sem vestar dregur. Hægt að fylgjast með fljótinu Ágúst sagði að hægt væri að fylgj- ast með ósi Markarfljóts vikulega eða mánaðarlega út gervitunglunum með hliðsjón af mismunandi vind- áttum. Þetta væri hægt að gera á svipaðan hátt og Ágúst og sam- starfsmenn hans hafa fylgst með Mýrdalsjökli og Kötlu á ellefu daga fresti um árabil. Gervihnattamyndir af Eyjafjallajökli sýndu t.d. breyt- ingar á yfirborði landsins í aðdrag- anda eldgossins þar. Ágúst sagði að þessa tækni mætti nota til að sjá hvaða áhrif veður hefði á framburðinn í sjónum. „Þetta er einn af þessum þáttum sem eru mælanlegir utan úr geimn- um. Menn geta síðan unnið grein- ingar á eftir með hliðsjón af ýmsum öðrum aðstæðum. Þetta er vannýtt tækni,“ sagði Ágúst. „Það virðist vera þjóðaríþrótt hjá okkur að rífast um hluti sem eru mælanlegir!“ Hann sagði mikilvægt að gera svona greiningu á flutningi fram- burðar úr Markarfljóti með gervi- hnattamyndum bæði á aðfalli og út- falli og við mismunandi veður. Fylgst með árframburði utan úr geimnum  Gervihnattamyndir sýna greinilega framburð Markarfljóts Mynd 3 Suður af ósi Markarfljóts, til hægri við höfnina, má sjá öldur í sjón- um og sveipi sem hafstraumar mynda. Mynd 1 Vinstri helmingur myndarinnar er með blárri síu og sá hægri með innrauðri. Rauði liturinn sýnir hvað gróður er gróskumikill. Mynd 4 Hvíta strikið út úr Landeyjahöfn er kjölfar Herjólfs. Hafflöturinn er dekkri eftir því sem framburðurinn í sjónum er meiri. Mynd 5 Aurframburðurinn fer út úr ósi Markarfljóts og megnið af honum fer meira til vesturs en til austurs. Frákastið frá hafnargarðinu sést greinilega. Mynd 6 Ljósa svæðið inni í höfninni og við garðana sýnir hvar var búið að dýpka höfnina og er dýpið mest þar sem er flöturinn er ljósastur. Höfundarréttur / ÁG, Fjarkönnun ehf. / UM, LMU Munich / BlackBridge (RapidEye). 2015 Mynd 2 Framburðurinn víkur til suðurs við hafnargarðinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Markarfljótsós Loftmynd sem tekin var í ágúst 2014 sýnir greinilega hvernig framburð fljótsins ber vestur með landinu og í átt að Landeyjahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.