Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú er í þeirri stöðu að velja lið fyrir tiltekið verkefni. Hlutirnir munu komast á hreint. Láttu bara aðra um það og halt þú áfram. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að vera sérstaklega skýr í öll- um samskiptum í dag. Kýldu á verkefni þótt ekki sé víst að allt gangi upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að leggja þig allan fram til þess að áheyrendur þínir viti hvað þú ert að fara. Enginn ætlast til þess að þú verðir sérfræðingur einn, tveir og þrír. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver er tilbúinn til að lána þér peninga eða hjálpa þér með öðrum hætti. Kappsemi er skemmtileg og smitandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Liði þínu hefur oft gengið betur. Gefðu bara ekki fleiri fyrirheit á meðan þú ert að hreinsa borðið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að hafa stjórn á sjálfum þér á öllum sviðum, sérstaklega skaltu gæta hófs í mat og drykk. Taktu af skarið í ótil- greindu sambandi og mundu að nöldur er ekki það sama og aðgerðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú sérðu fyrir endann á máli, sem þú hefur unnið að í langan tíma. Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér.Þó þú framkvæmir ekki nema helming þeirra, nærðu miklu betra jafnvægi, líkamlegu og andlegu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu af þeim ávana að bíða eftir að aðrir hafi samband við þig. Nánir vinir bíða óþreyjufullir eftir niðurstöðum samtals. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þig langar mest að gera. Láttu því einskis ófreistað til að ná settu marki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Flótti og umræður um að kom- ast á brott frá öllu amstrinu höfða til þín í dag. Þú getur verið vinalegur, hjartagóður og ákafur núna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur aflað meiri tekna en áður. Efldu andlegan og líkamlegan styrk þinn því þá tekst þér betur að vinna úr erfiðum málum. Nýútkomin er ljóðabókin „Úrviðjum vitundar“ eftir Sig- mund Benediktsson. Hann er les- endum Vísnahorns að góðu kunnur. Áður hafa komið út tvær vísnabæk- ur eftir hann: „Þegar vísan verður til“ árið 2012 með 533 hringhendum og dýrt kveðnum vísum og „Meðan stakan mótast létt“ árið 2013 – 12 vísnakaflar um mismunandi efni og Vorfögnuður, fertug ríma. Sigmundur yrkir um hvaðeina og ávallt undir hefðbundnum háttum. Á bókarkápu velur Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku kvæð- ið Flæði sem sýnishorn og segir: „Hér notar skáldið ekki nema sex stuttar línur – og hér vantar ekki neitt“: Vonum mannsins veltir tímans bára um veglaust haf. Sú óskastund, sem átti vængi dagsins og andann gaf, verður minning rökkurtjöldum reifuð á rúmsins graf. Sigmundur yrkir undir fornum háttum ef svo ber undir. Þessa dróttkvæðu „afmælisklömbru“ færði hann Hólmfríði Bjartmars- dóttur – Fíu á Sandi – 67 ára: Faldar skáldskap á foldu Fía með anda hlýjum. Græðir oft Leirsins gróða, gáska býður án háska. Þakka skal huga þekkum þáðar stökurnar ljáðar. Viðaðar stuðlavoðum, varðaðar rímsins kvarða. Sigmundur yrkir trúarleg ljóð og veltir fyrir sér lögmálum lífsins og tilgangi: Líf vort er skóli og leitandi þörf, lærdóm það gefur við margskonar störf. En dauðinn er fæðing hins ferðbúna manns til frekari göngu á þroskabraut hans. Fallegt er þetta niðurlag á sonn- ettu, sem hann kallar Hugð: Í kærleiksþrá er gæfuleiðin greind, á götu fórna er vor þroskaleið. Æðst er gjöf að lina þjáðra þraut. Andans þekking á sér hljóða leynd, innri vitund nemur dulinn seið ljóssins inn á lífsins viskubraut. Hér hendir Sigmundur gaman að sjálfum sér og „eigin bulli“: Nú hef ég það hagstætt og náðugt og hugsa um yrkingar gráðugt. Orðunum stafla í stuðla, stytti þau, lengi og hnuðla krumpa og kuðla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vel er ort undir hefðbundnum háttum Í klípu „ÉG ELSKAÐI SÍÐASTA STARFIÐ MITT. VANDINN VAR AÐ ÞAÐ VAR EKKI MIKIÐ SVIGRÚM TIL AÐ VAXA ÞAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ SAGÐIR ALLTAF AÐ ÞÚ VILDIR ÞAÐ STERKT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska hann eins og hann er. ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG ÞÚ HAFIR BÆTT AÐEINS Á ÞIG OOOOO, ERTU KOMINN AFTUR? MÉR LÍKAR VIÐ LYGARA VÁ, GRETTIR, HEFURÐU GRENNST? HVAÐ VILTU Í KVÖLDMATINN? ÉG ER EKKI MJÖG SVANGUR... HVERJU STINGUR ÞÚ UPP Á? HVAÐ MÁ BJÓÐA YÐUR? VIÐ ERUM EKKI MJÖG SVÖNG... HVERJU STINGUR ÞÚ UPP Á? MANNAUÐS- STJÓRI Víkverji hefur gaman af að fara íleikhús og furðar sig iðulega á þeim galdri, sem hægt er að töfra fram á sviðinu – hvernig hægt er að búa til heila heima fyrir framan nefið á honum. Yfirleitt eru mörkin á milli þeirra, sem standa á sviðinu, og áhorfenda skýr. Víkverji situr úti í sal og á sviðinu fara leikararnir sínu fram. Af og til hefur hann farið á sýningar þar sem áhorfendur fá að gera meira en að horfa, gráta og hlæja, en þó ekki ýkja mikið. Um helgina fékk Víkverji hins vegar nýja sýn á leikhúsið þegar hann fór á Carroll berserk, sýningu leikhópsins Spindrift í Tjarnarbíói. Eins og nafnið gefur til kynna er verkið til- brigði við Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll, en þar eru einnig vís- anir í íslenskar þjóðsögur og -vísur. x x x Carroll berserkur er ferðalag umUndraland. Áhorfendum er skipt í hópa og leiðsögumenn fara með þá um ranghala Tjarnarbíós. Áhorfendur geta ekki haldið sig til hlés á þessu ferðalagi og fá yfir sig spurningar af ýmsum toga. Hvað er synd? Hvernig metur þú eigin ból- fimi á kvarðanum einn til tíu? Hversu vel hefur þér orðið ágengt í lífinu á kvarðanum einn til mínus fimm? Áhorfendur eru leiddir um og hitta hinar ýmsu persónur og fá leið- beiningar um hvernig þeir eigi að hegða sér – og hvernig þeir eigi ekki að hegða sér, sem kannski er öllu mikilvægara. x x x Nú má vitanlega ekki afhjúpa sýn-inguna með því að ljóstra upp um allt, sem í henni gerist. Áhorf- endur eiga ekki að vera með und- irbúin svör, heldur svara því sem fyrst kemur í hugann. Víkverji verð- ur að viðurkenna að hann var ekki alveg í rónni, en fannst líka spenn- andi að taka þátt í sýningu, sem gæti farið í óvæntar áttir eftir við- brögðum áhorfenda. Kvöldið sem Víkverji fór á sýninguna reyndu leikarar vissulega á áhorfendur, án þess þó að það yrði óþægilegt, en áhorfendurnir hefðu kannski mátt reyna aðeins meira á leikarana. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.