Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Tonon Concept stóll Hönnuður Martin Ballendat Verð með viðarfótum kr. 79.900 stk. Fást einnig með stálfótum. Malín Brand malin@mbl.is Vegagerðin brást skjótt við umfjöll- un Morgunblaðsins í gær um ástand víravegriðsins á Suðurlandsvegi og leið ekki á löngu þar til búið var að skipta um staura í Kömbunum. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um víravegriðið og hve margir öku- menn hafa ekið utan í það. Nokkuð var um liðið síðan brotnu staur- unum var skipt út fyrir nýja en hlutverk stauranna er að halda vírn- um í vegriðinu uppi. Vírinn var víða orðinn slakur og því ekki eins vel til þess fallinn að stuðla að auknu ör- yggi ökumanna. Einkum höfðu margir ekið utan í vírinn í Kömb- unum en vegurinn þar var breikk- aður nýverið og er enn unnið að frá- gangi á svæðinu. Skýringar Vegagerðarinnar á því hvers vegna ekki hefði verið skipt um staura eft- ir að ekið var utan í víravegriðið voru þær að ekki hefði þótt á það hættandi að senda menn til við- gerða í versta veðurhamnum að undanförnu. Ökumenn tækju ekki alltaf tillit til starfsmanna Vega- gerðarinnar við útivinnu og áhættan því talin töluverð. Hvað með merkingarnar? Að sögn rekstrarstjóra Vegagerð- arinnar í starfsstöð hennar á Sel- fossi er of hraður akstur um veginn í Kömbum sennilegasta skýringin á tíðum árekstrum á víravegriðið. Eins og fram kom í umfjöllun gær- dagsins er vegurinn um Kambana á undanþágu vegamálastjóra frá veg- hönnunarreglum því beygjurnar eru með eindæmum krappar og gera veginn varasaman. Radíusinn í kröppustu beygjunum er í kringum 150 metrar en reglurnar fyrir vegi með 90 kílómetra hámarkshraða miða við að radíusinn sé 366 metrar. Það fer því ekki vel á því að ekið sé í kröppustu beygjunum á níutíu kílómetra hraða og næsta víst að eitthvað gefi eftir slaki ökumenn ekki á gjöfinni og „gíri niður“. Eng- in skilti gefa til kynna að krappar beygjur séu framundan né heldur að ökumenn skuli draga úr hrað- anum í beygjunum kröppu. Skiltum verði komið upp Þeir sem sjaldan aka upp eða nið- ur Kambana, svo ekki sé minnst á þá sem aldrei hafa ekið eftir veg- inum, geta komist í hann krappan sé ekið þar á hámarkshraða. Skiltin verða seint vanmetin og fékkst sú skýring hjá Vegagerðinni á skilta- leysinu að þau hefðu verið tekin nið- ur í framkvæmdunum sem hófust síðastliðið haust og einhvern veginn farist fyrir að koma þeim upp á ný. Kristján Kristjánsson, forstöðu- maður hönnunardeildar Vegagerð- arinnar, sagði að úr skiltamálum yrði bætt eins skjótt og auðið væri. Til að mynda viðvörunarmerkjum um hættulegar beygjur. „Viðvör- unarmerkjum er ætlað að vekja at- hygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða á einhverri sér- stakri hættu á vegi,“ segir í reglu- gerð um umferðarmerki og notkun þeirra. Morgunblaðið/Malín Brand Kambarnir Nokkuð hefur verið ekið utan í víravegriðið á Suðurlandsvegi. Beygjur í Kömbunum of krappar fyrir 90 km  Umferðarmerkin vantar á vegakafla Suðurlandsvegar „Bráðabirgðamerkjum er ætlað að vara ökumenn við tíma- bundnum breytingum á vega- kerfi. Bráðabirgðamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu lá- réttar. Tákn skulu vera í viðeig- andi litum á appelsínugulum grunni. Texti skal vera svartur. Stærð bráðabirgðamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.“ Svo segir í skilgreiningu á bráðabirgða- merkjum á vef Vegagerðar- innar. Bráðabirgðamerkjum var komið fyrir á Hellisheiði þegar framkvæmdir hófust sl. haust en þau eru flest ef ekki öll fok- in. Ýmiskonar merki ÖRYGGISINS VEGNA Ríkisstjórnin samþykkti í gær 37 milljóna króna aukafjárveitingu til að fjármagna kaup embættis skatt- rannsóknastjóra á gögnum um félög sem stofnuð voru í skattaskjólum. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að samkomulag hafi náðst um kaupverð á gögnunum og að kaupin gætu jafnvel gengið í gegn í þessum mánuði. „Við afgreiddum í ríkisstjórninni að veita fjárveitingu af fjáraukalög- um vegna málsins. Ég geri ráð fyrir því að í framhaldi af þessu verði gengið frá kaupunum við fyrsta tækifæri, líklega í þessum mánuði,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is. Gögnin bætist við þau sem ís- lenskum stjórnvöldum hafa þegar borist nýlega, meðal annars frá HSBC-bankanum. „Þetta eru þau gögn sem hafa verið í umræðunni og skattrann- sóknastjóri hefur nú náð samkomu- lagi um kaupverð og ég hef fengið stuðning í ríkisstjórn til að tryggja fjármögnun í samræmi við óskir skattrannsóknarstjóra. Ég geri ráð fyrir því að það njóti almenns stuðn- ings.“ Nú sé það í höndum skattrann- sóknastjóra að ganga frá greiðslu og kaupum á gögnunum. Ekki skriflegt samkomulag Munnlegt samkomulag liggur fyr- ir við seljanda gagnanna en ekki liggur fyrir skriflegur samningur, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknastjóra. Hún vonast til þess að hægt verði að ganga frá honum á næstunni. Upphaflega óskaði seljandinn eft- ir 150 milljónum króna fyrir gögnin en Bryndís segir að eftir samninga- viðræður hafi niðurstaðan verið 200.000 evrur, tæpar 30 milljónir króna. Ofan á þá upphæð bætist svo virðisaukaskattur. Fram kom í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í febrúar, að skattagögnin væru 416 talsins. Um er að ræða upplýsingar um fé- lög í eigu Íslendinga í skattaskjólum ásamt nöfnum helstu hluthafa, stjórnir og prókúruhafa. Þegar gögnin komast í hendur skattrann- sóknastjóra hefst vinnsla á þeim hjá embættinu. Bryndís segir að hún hafi rætt við ráðuneytið um hvernig farið verði yfir þau. „Það er auðvitað forsenda fyrir kaupunum að hægt sé að vinna úr þessu með skikkanlegum hætti. Ég á ekki von á að það standi neitt í vegi fyrir því,“ segir skattrann- sóknastjóri. kjartan@mbl.is Fjárveiting veitt til að kaupa skattagögn  Samkomulag um að kaupa gögnin á 30 milljónir króna AFP HSBC Skattayfirvöld hafa þegar fengið gögn tengd bankanum HSBC. Bjarni Benediktsson Bryndís Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.