Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Grímur Sæmundsen Þóranna Jónsdóttir Oddur Steinarsson Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir Liv Bergþórsdóttir Göran Persson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Björgólfur Jóhannsson Skráning á www.sa.is ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS Í HÖRPU – SILFURBERGI FIMMTUDAGINN 16. APRÍL KL. 14-16 ÁVÖRP Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar RADDIR ATVINNULÍFSINS Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, rannsóknir og þróun hjá Zymetech Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Fundarstjóri er Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík Netagerð að loknum fundi kl. 16-17, tónlist og tilheyrandi. GERUM BETUR ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS #SA2015 Kennarafélag Iðnskólans í Hafnar- firði samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir fyrirætl- unum um sameiningu Tækniskól- ans, skóla atvinnulífsins, og Iðn- skólans í Hafnarfirði. „Starfsmenn allir sem og skólaæskan í Hafnar- firði og nágrenni er sett í óvissu með þessu,“ segir m.a. í ályktun- inni. Þar segir einnig að mikilvægt sé að skólinn verði áfram starf- ræktur sem sjálfstæð eining með sambærilegu námsframboði og nú er. „Skorað er á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta málið til sín taka. Menntamálayfirvöldum er bent á að fýsileikaútreikningar og hagkvæmni stærðarinnar er ekki hinn einhlíti sannleikur. Skorað er á hlutaðeigandi yfir- völd að vanda ákvörðun sína,“ segir í ályktuninni. Áhyggjur af sameining- aráformum  Iðnskólinn í Hafn- arfirði ályktar Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Kennarafélag Iðn- skólans samþykkti ályktun. Samkvæmt venju mun Safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki standa fyrir vísnakeppni á Sæluviku, sem hefst 26. apríl nk. Vísnakeppnin hefur átt sinn fasta sess í aðdrag- anda Sæluvikunnar í hartnær fjóra áratugi, eða allt frá 1976. Keppnin er með sama sniði og undanfarin ár. Annars vegar eru hagyrðingar beðnir að yrkja um það hvernig hinn dæmigerði Skag- firðingur kemur þeim fyrir sjónir, sem og að botna nokkra fyrri parta. Veitt verða vegleg verðlaun. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig er leyfilegt að senda einungis Skagfirðingavísu. Vísur og botnar verða að hafa bor- ist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxa- torgi, 550 Sauðárkróki, í síðasta lagi miðvikudaginn 22. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dunefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu um- slagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á netfangið bokasafn@skagafjordur.is. Úrslit verða svo kynnt við setningu Sælu- vikunnar 26. apríl nk. Fyrri part- arnir eru eftirfarandi: Nú skal heimta hærri laun og hafna vesaldómi. Dalir, firðir, fjöll og grund fegurst eru á vorin. Nálgast ellin alla jafnt enda brellin kelling. Eltir aftur lægðin lægð lát er vart að finna. Sé ég blik við sjónarrönd Sæluvika kemur. Á Sæluviku feginn fer að fanga menninguna. Eltir aftur lægðin lægð Morgunblaðið/Björn Björnsson Safnahúsið Vísnakeppnin hefur verið kennd við Safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki en þar standa nú yfir heilmiklar framkvæmdir.  Árleg vísnakeppni fyrir hagyrðinga á Sæluvikunni Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra flytur erindi á há- degisfundi Varð- bergs, samtaka um vestræna samvinnu og al- þjóðamál, fimmtudaginn 16. apríl klukkan 12- 13 í Norræna húsinu. Gunnar Bragi nefnir erindi sitt: Nýjar áskoranir í öryggis- og varn- armálum. Mun hann skýra viðhorf og stefnu íslenskra stjórnvalda við hinar óvenjulegu aðstæður þegar norrænar ríkisstjórnir árétta sam- stöðu þjóða sinna gagnvart nýrri hættu á afdráttarlausari hátt en áð- ur hefur verið gert. Fram kemur í tilkynningu frá Varðbergi að sameiginleg afstaða ríkjanna sé til marks um að Finnar og Svíar færist nær aðild að NATO. Þeir hafi tekið þátt í flughersæfingu hér á landi undir merkjum banda- lagsins fyrir rúmu ári. Utanríkisráð- herra á Varð- bergsfundi Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.