Bókasafnið - 01.05.2013, Side 19

Bókasafnið - 01.05.2013, Side 19
19 bókasafnið 37. árg. 2013 miklum lestri eins og amma Agga hélt fram forðum tíð líkt og sjálfsagt margar aðrar ömmur. Fréttir af niðurstöðum rannsókna á lesskilningi barna á Ís- landi eru kvíðvænlegar. Reyndar má sjá í umfjöllun fjölmiðla um lestur víða um heim að hann fer minnkandi þar sem sífellt færri af ungu kynslóðinni gera sér grein fyrir gildi hans. Unga kynslóðin, sem er heilluð af fésbókinni, smáskilaboðum, „öpp- um“ og öðrum slíkum nýjungum er með athygli sem ein- skorðast við eitt tíst (e. tweet) í einu (Gilbert og Fister, 2011). Gilbert og Fister (2011) könnuðu lestur framhaldsskóla- nema í rannsókn sinni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ef við viljum að þessir krakkar haldi áfram að lesa eftir skóla þurfum við að horfa lengra en aðeins á það eitt að þeir komist í gegnum skólanámið. Það þarf líka að hjálpa þeim að þróa eigin lestrarsmekk (e. reading tastes) og finna leiðir til að nálg- ast lesefni. Segja þeim að þeir geti leitað til bókasafna eftir að skóla lýkur að áframhaldandi menntun og þroska – auk yndis- auka. Starfsmenn bókasafna eru alvanir að leiðbeina fólki á öllum aldri um lesefni, til dæmis með spjalli um hvað viðkom- andi finnst skemmtilegast og áhugaverðast og jafnvel fundið út hverjir eru uppáhalds höfundar áður en lagt er af stað í leiðangur um hillur bókasafnsins. Almenningsbókasöfn um allan heim veita aðgengi að les- efni. Þau fara ekki í manngreinarálit um það hverjir koma og fá efni að láni. Þess vegna er það mikið áhyggjuefni að á sama tíma og upplýsingalæsi er á undanhaldi er almenningssöfn- um gert erfitt fyrir með að hafa rafbækur til útláns. Einstaka bandarísk söfn hafa slíkar bækur til útláns en það eru aðeins örfáir titlar frá smáum útgefendum eða frá stærri útgefendum sem takmarka titlana til safnanna. Hvert verður þá hlutverk almenningsbókasafna og skólabókasafna ef þeim er meinað- ur aðgangur að þessari uppsprettu? (Temple, 2012). Temple (2012) heldur áfram og segir að bandarísk yfirvöld hóti að lögsækja útgáfufyrirtæki vegna samráðs á neytenda- markaði um rafbækur. Samkvæmt lögum um almennings- bókasöfn nr. 36/1997 og bókasafnalögum nr. 150/2012 eiga söfnin að veita aðgengi að slíku efni eins og öðru en geta það ekki í dag Um markmið og hlutverk þeirra segir í 6. gr. hinna nýju bókasafnalaga: Bókasöfn eru þjónustustofnanir sem starfa í þágu almenn- ings og eigenda sinna og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upplýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísinda- starfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upplýsingalæsi. Hlutverk bókasafna er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Áhersla skal lögð á að safnkostur bókasafna endurspegli sem flest sjónar mið. Þyrfti kannski að vera ákvæði í lögum um bókasöfn að þau veiti aðgengi að útgefnu efni óháð formi? Það væri eins konar neytendatrygging sem stuðlaði að virkri þátttöku almennings í menningarlífinu, lýðræðisumræðunni og almennri þjóð- félagsþátttöku. Sumir útgefendur hafa stundum verið tregir til að sætta sig við að opinberar stofnanir láni út bækur og tímarit endur- gjaldslaust þar sem þeir hafa talið að slíkt gæti skert söluna. Það er þó umdeilt enda hvetja bókasöfn til lesturs og að við- halda lestrarvenjum. Bækur sem eru þar í boði fá góða kynn- ingu í söfnunum og ekki aðeins meðan þær eru nýjar. Þar að auki eru bækur keyptar til safnanna. En eðli stafrænna bóka gerir bókasöfnum erfiðara fyrir að lána þær út miðað við gildandi tækni og samninga. Tækninni fleygir hratt fram og unnið er að samningum til að leysa ýmis lögfræðileg álitamál, meðal annars höfundarétt og umbun til höfunda. Bókaútgefendur óttast að bókasöfnin geti keypt eitt eintak af bók og lánað það út endalaust! Það er auðvitað ekki svo og engum upplýsingafræðingi gæti dottið slíkt í hug. Finna þarf lausn á þessum sameiginlega vanda allra aðila, út- gefenda, bókasafna, bóksala, rithöfunda og síðast en ekki síst lesenda og það sem allra fyrst. Einstaka bandarísk söfn og þá aðallega rannsóknabókasöfn hafa keypt rafbók sem almennur neytandi og hlaðið niður á lesbretti og síðan lánað brettin út í framhaldinu. Þetta er auð- vitað á gráu svæði (Temple, 2012) og varla hægt að líta á sem vænlegan kost fyrir almenningsbókasöfn, til þess eru lesbretti enn allt of dýr og viðkvæm. Líklega þarf að vernda bókasöfnin enn frekar en nú er gert, sérstaklega gagnvart þessari rafvæðingu lesefnis. Fólk þarf að geta treyst því að yfirvöld veiti lýðræðislega þjónustu, gæti hagsmuna þess og tryggi að lestur sé fyrir alla, hér eftir sem hingað til. Bandarísk yfirvöld hafa stigið ákveðið skref með því að menntamálaráðuneytið þar í landi hefur skrifað opið bréf til allra skóla í landinu þar sem mælst er til að ekki sé tekin upp tækni sem mismunar nemendum, enda sé það andstætt bandarískum lögum sem tryggja jafnt aðgengi allra að tækni- nýjungum í kennslustarfinu (Birkir R. Gunnarsson, 2012). Birkir bendir á í grein sinni að Amazon Kindle rafbækur mis- muni nemendum og þær gætu sett aðgengi blindra og sjón- skertra aftur um áratugi. Því þarf að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og standa vörð um jafnræði. Á Íslandi lifum við á tímum þar sem börn og unglingar hafa neyðst til að hætta í skóla til að vinna fyrir heimilinu eða fara á atvinnuleysisbætur. Við slíkar aðstæður má síst spara í mennta- og bókasafnsmálum. Á Íslandi er brottfall framhalds- skólanema 30% og mun meira en í nágrannalöndunum („Lát- in hætta“, 2012) og er það vissulega áhyggjuefni. Jón Kalmann Stefánsson (2012) segir í grein í Fréttatíman- um: Það erum við sem stöndum í vegi fyrir batnandi heimi, fyrir auknum lestri – við sem teljumst fullorðin, við sem erum foreldrar, við sem sitjum við völd í bæjarstjórnum, sveitar- félögum, ríkisstjórnum, við sem stýrum námsbóka útgáfu og stýrum því hvernig börnunum er kennt, með hvaða hætti þau komast í kynni við texta, við íslenska menningu, sögu mannkyns.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.