Bókasafnið - 01.05.2013, Side 24

Bókasafnið - 01.05.2013, Side 24
24 bókasafnið 37. árg. 2013 hagræðing bæði í vinnulagi og nýtingu fjármagns, en fyrst og fremst hefur þessi tækni stórbætt aðgengi notenda að upp- lýsingum. Með tilkomu veraldarvefsins opnaðist nýr heimur. Helsta breytingin var sú að söfnin áttu aðeins hluta af safnkostinum en kaupa nú aðgang að efni sem er staðsett víðs fjarri safninu. Aðgangur notenda að rafrænu efni hefur tekið miklum breyt- ingum frá því um aldamótin. Notandinn getur nýtt gagna- grunna og rafræn tímarit á virkari og fjölbreyttari hátt en áður. Tækni sem hefur auðveldað aðgang að gögnum eru til dæmis spjallvefir eins og Twitter og Facebook. Einnig þjónusta eins og RSS og MY Space. Tækni þessi gerir notendum kleift að skapa sitt eigið svæði á vefnum. Í þessu lokaða umhverfi geta þeir safnað saman völdum tímaritum og greinum í samræmi við þeirra þarfir og áhugasvið. RSS er þróuð vöktunarþjónusta þar sem notandinn getur sótt og lesið efnið þegar honum hentar.  Önnur tækni sem hefur verið nýtt af söfnum hér á landi er Link Resolvers. Þessar krækjur eru til í mörgum útgáfum, en þær sem hafa verið notaðar hér á landi eru SFX og OVID Link Solver. Tækni þessi beinir notendum að ýmislegri þjónustu og leiðir þá áfram í leit sinni að tímaritum eða greinum. Til dæmis geta þeir í beinu framhaldi af leit sinni pantað frá söfnunum greinar sem eru ekki til á rafrænu formi. Rafrænt efni varð að veruleika á þessu tímabili. Áhersla varð sífellt meiri á rafrænt efni og eru prentaðar bækur og tímarit á undanhaldi. Flest tímaritin eru aðeins keypt í rafrænum að- gangi. Sérfræðibókasöfn semja við útgefendur um aðgang að sérhæfðum gagnagrunnum, tímaritum og rafbókum. Sam- skrár eins og Gegnir og Leitir.is veita notandanum upplýsingar um rafræn rit sem beina honum í rafrænan tengil ritanna. Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum - Hvar.is (hér eftir notað Landsaðgangur) er aðgangur heillar þjóðar að upplýsingum sem er einsdæmi í heiminum. Eitt af markmiðunum með Landsaðgangi er að efla menntun og rannsóknir hérlendis með því að bæta aðgengi að erlendu vísindaefni. Tímarit gegna lykilhlutverki í miðlun nýrrar, vís- indalegrar þekkingar og hefur aðgangur að rafrænum tímarit- um verið sterkasti þátturinn hjá Landsaðgangi frá upphafi. Kostir Landsaðgangs eru meðal annars aukin hagræðing, betri nýting á fjármagni og stórbættur aðgangur notenda að upp- lýsingum. Þar sem Landsaðgangur er ekki með samning við alla útgefendur hafa sérfræðisöfnin verið með samlög utan Landsaðgangs á sérsviðum eins og til dæmis heilbrigðisvís- indabókasöfnin. Tæknin hefur laðað að sér nýja útgefendur og það sem hefur gjörbreyst er að vísindagreinar eru orðnar verslunarvara. Með samruna margra útgáfufyrirtækja hafa útgáfufyrirtækin styrkt fjárhagsstöðu sína og eru þau flest skráð á hlutabréfamarkaði heimsins. Þar ríkir fákeppni og einokun sem hefur orðið til þess að nú á dögum hafa aðeins rík söfn efni á að kaupa aðgang að öllu því rafræna efni sem þörf er á fyrir sína notendur. Ágóði útgáfufyrirtækja nemur milljarði Bandaríkjadala á ári. Mestur er ágóðinn á sviði tækni- og heilbrigðisfræða. Útgáfufyrirtækin Kluwer/Springer, Wiley, Taylor & Francis, Elsevier og Thomson byggjast á samruna 68 útgáfufyrirtækja. Ágóði af útgáfunni er talinn vera milljónir Bandaríkjadala á ári. Gróði af útgáfu tíma- rita á sviði tækni- og heilbrigðisfræða er 34-40% af heildar- gróða fyrirtækjanna. Opið aðgengi (e. Open Access, skammstafað OA) er hug- myndafræði sem varð til um árið 2002 og var svar bókasafns- fræðinga og vísindasamfélagsins við mjög háu verði á útgefn- um vísindagreinum. Bókasöfnin eru greiðendur að aðgangi að vísindaritum í flestum tilfellum og þess vegna hafa þau beitt sér fyrir OA. Kostnaður við rafrænan aðgang að tímaritum er gífurlegur. Samkvæmt OA eru vísindamenn hvattir til þess að gefa út vísindagreinar í opnum aðgangi lesendum að kostnað- arlausu. Þetta geta þeir gert með því að birta greinar í varð- veislusöfnum þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá eða birta greinina hjá útgefendum sem leyfa opinn aðgang að vísinda- greinum. Þrátt fyrir birtingar á sinni stofnun geta vísindamenn samt sem áður látið birta sömu grein í vísindaritum sem eru gefin út af hefðbundnum útgáfufyrirtækjum.  Háskólar og rannsóknabókasöfn víða um heim hafa opnað varðveislusöfn sem hýsa og veita OA að vísindaskrifum vís- indamanna viðkomandi stofnunar. Tilgangurinn er meðal annars að gefa vísindamönnum tækifæri til þess að birta vís- indagreinar í völdum tímaritum sem geta verið í lokuðum að- gangi og einnig í varðveislusöfnum tilheyrandi stofnunar sem veitir OA að vísindaskrifum. Á Íslandi eru tvö varðveislusöfn. Annars vegar Skemman, sem hýsir og veitir aðgang að lokverkefnum nemenda og rannsóknarritum kennara og fræðimanna frá sjö háskólum á Íslandi undir stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka- safns. Hins vegar er það Hirslan á vegum Heilbrigðisvísinda- bókasafns Landspítalans, sem veitir aðgang að vísindagreinum starfsmanna Landspítalans. Open DOAR (Directory of Open Access Repositories) er skrá yfir 2000 varðveislusöfn. Hægt er að leita í öllum varðveislusöfnum samtímis. Jafnframt er hægt að fá þar upplýsingar um sérhvert varðveislusafn. Öflug tímarit eru nú gefin út í opnum aðgangi og má þar nefna Plos Genetics. Tímarit sem eru gefin út í opnum aðgangi fá helmingi fleiri lesendur. Íslenska ríkisstjórnin hefur þrívegis með stefnum sínum um upplýsingamál kveðið á um opinn aðgang að gögnum (Forsætisráðuneytið, 1996; 2004; 2008). Alþingi samþykkti fyrir jólin 2012 frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Nýrri grein var bætt við um opinn aðgang og hljóðar svo í málsl. e. 10. gr. laga nr. 149/2012: Niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr sjóðum er falla undir lög þessi, skulu birtar í opnum aðgangi og vera öllum tiltækar nema um annað sé samið. Styrkþegar skulu í öllum ritsmíðum sínum um niðurstöður rannsókna geta um þátt sjóðanna í viðkomandi verki. Vísinda- og tækniráð (2010) sem markar stefnu íslenskra stjórnvalds í vísinda- og tæknimálum undirritaði 27. maí 2010 Berlínaryfirlýsinguna (Berlin Declaration on Open Access to Knowledge in the Sciences and Humanities, 2003) um opinn

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.