Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 6
6 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Bloggari dæmdur í Aratúnsmáli n Andrés Helgi er í sjokki eftir dóm héraðsdóms Þ etta er svakaleg upphæð og mér finnst það sjokk að héraðs- dómur hafi dæmt svona,“ segir Andrés Helgi Valgarðsson sem á miðvikudaginn var dæmur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða samtals 950 þúsund krónur vegna skrifa á bloggsíðu sína um Aratúns- málið svokallaða. Andrés Helgi var dæmdur til að greiða Margréti Lilju Guðmunds- dóttur 300 þúsund krónur í bætur vegna meiðyrða auk 650 þúsund króna í málskostnað til lögmanns hennar. Andrési Helga finnst þó ekki ólíkegt að hann áfrýi dómnum til Hæstaréttar, ef hann hefur efni á því og ef það er ekki álitið alveg út í hött. Hann bendir á að um prófmál hafi verið að ræða í réttindum blogg- ara og því hafi hugsanlega verið erfitt fyrir héraðsdóm að taka raunveru- lega afstöðu. Ummælin á bloggsíðunni sem stefnt var fyrir birtust þann 19. júlí í fyrra í tengslum við Aratúnsmálið. Fyrirsögnin var Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla, en samtals voru sjö ummæli sem hann lét falla dæmd dauð og ómerk. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki hafi verið sannað að Margrét Lilja hafi gerst sek um of- beldisverk eða ofsóknir gagnvart ná- grönnum sínum. Var Andrés Helgi því sem fyrr segir dæmdur til að greiða Margréti Lilju samtals 950 þúsund krónur vegna málsins. Dæmdur fyrir blogg Andrés Helgi var dæmdur fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hann skrifaði á bloggsíðu sína. Birna ráðin fram- kvæmdastýra Birna Þórarinsdóttir stjórn- málafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu – upplýsinga- miðstöðvar ESB. Evrópu- stofu er ætlað að veita hlut- lægar upp- lýsingar og auka umræðu, þekkingu og skilning á eðli og starfsemi ESB. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evr- ópustofu. Þar kemur einnig fram að Birna er með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í alþjóðlegum öryggis- málafræðum frá Georgetown Uni- versity í Bandaríkjunum. Evrópu- stofa verður rekin af Athygli ehf. og þýska almannatengslafyrir- tækinu Media Consulta. Starfsemi stofunnar er fjármögnuð af Evr- ópusambandinu. Sala á jólabjór fer vel af stað Sala á íslenskum og erlendum jólabjór fer vel af stað og hafa þegar selst um 206 þúsund lítrar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vínbúðinni. Langmest hefur selst af jólabjór frá Tuborg, eða sem nemur þriðjungi allrar sölu. Bjór- inn hefur selst í tæplega 81 þús- und lítrum en næstur á eftir kem- ur Víking Jólabjór sem selst hefur í 45 þúsund lítrum. Þá hefur Kaldi Jólabjór selst í tæplega 25 þúsund lítrum og Egils Jólagull hefur selst í rúmlega 19 þúsund lítrum. „Á síð- ustu árum höfum við einfaldlega ekki annað eftirspurn og jólabjór- arnir okkar hafa klárast of fljótt,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í fréttatil- kynningu um málið. K ona, sem leitaði til Neyðar- móttöku vegna nauðgana aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember, hefur kært karl- mann og konu fyrir nauðgun. Konan sem um ræðir er rétt ný- orðin átján ára gömul. Hinn meinti ofbeldismaður er hins vegar á fer- tugsaldri. Kærastan hans sem var kærð með honum er um tvítugt. Samkvæmt heimildum DV bar kon- an því við við starfsfólk Neyðarmót- tökunnar að maðurinn hefði nauðg- að henni á meðan kærastan var viðstödd. Konan sagði jafnframt að hún hefði beðið kærustu mannsins um aðstoð en hún hefði ekki orðið við því. Hún hefði jafnvel tekið þátt í ofbeldinu. Því var hún einnig kærð. Hittust í partýi FM957 Konan hitti parið á Eldhúspartýi út- varpsstöðvarinnar FM957, sem hald- ið var á Glaumbar í miðbæ Reykjavík- ur aðfaranótt föstudags. Samkvæmt heimildum DV ber konan því við að hún hefði kannast við manninn og treyst honum, þar sem hann var í ákveðinni ábyrgðarstöðu gagnvart henni. Hún hafi ætlað að fara með parinu á skemmtistaðinn Players í Kópavogi og því fengið far með því. Vinkona hennar hefði einnig ætl- að með en parið meinað henni það. Ferðin hafi hins vegar tekið óvænta stefnu þegar konan endaði heima hjá manninum, án þess að hafa ætl- að sér það. Þar segir hún að ofbeldið hafi farið fram. Leitað sönnunargagna Konan leitaði til vinkonu sinnar sem fylgdi henni á Neyðarmóttökuna aðfaranótt föstudags. Þar fékk hún læknisaðstoð og skoðun vegna rann- sóknar málsins. Lífsýni voru tekin og leitað var að sönnunargögnum sem gætu stutt frásögn hennar. Eins ræddi hún við sálfræðing og fékk lögmann sem fylgdi henni á lögreglustöðina er hún gaf skýrslu á fimmtudag. Metið er hverju sinni í hverju þjónusta Neyðarmóttökunnar felst í samvinnu og samráði milli starfs- fólks Neyðarmóttökunnar og þol- andans. Markmiðið er að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunn- ar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðis- ofbeldis. Tilgangurinn með þjónustu Neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og lík- amlegt heilsutjón sem oft er afleið- ing kynferðisglæpa. Lögmaður varaði hana við Konan var hins vegar vöruð við því af lögmönnum að kæruferlinu fylgdi mikið álag auk þess sem ólíklegt væri að ná fram sakfellingu eins og fram kemur þegar afdrif nauðgunarmála eru skoðuð. Þá má nefna að árið 2009 voru 130 nauðganir tilkynntar til Neyðarmóttökunnar. Af þeim voru 59 nauðgunarmál kærð til lögreglu. Sama ár fékk ríkissaksóknari upp- lýsingar um 42 nauðgunarmál eft- ir rannsókn lögreglu víðs vegar um landið. Af þessum 42 málum voru 28 nauðgunarmál felld niður hjá ríkis- saksónara en ákært í fimmtán. Í einu málinu var hluti málsins felldur nið- ur en ákært í öðrum hluta hans. Í héraðsdómi féllu dómar þannig að sjö voru sakfelldir og sjö sýknað- ir. Óvíst er hvernig dómur féll í einu máli. Samkvæmt heimildum DV neitar maðurinn sök þótt hann viðurkenni að hafa farið með stúlkuna heim. Kona Kærir par fyrir nauðgun n Konan er nýorðin 18 ára n Segir að kærasta hins meinta ofbeldismanns hafi verið viðstödd og tekið þátt í ofbeldinu n Fékk læknisaðstoð á Neyðarmóttökunni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is 28. nóvember síðastliðinn Fékk far með pari Endaði heima hjá manninum og sakar parið um nauðgun. SviðSett MyND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.