Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Page 62
62 | Lífsstíll 2.–4. desember 2011 Helgarblað Á föstudaginn býður Kronkron í jóla- gleði. Þar verður jólagluggi Hild- ar Yeoman afhjúpaður, en Hildur ætlar að skapa ævintýralegan og pæju- legan jólaheim í glugga verslunarinnar. Gestum verður boðið upp á indælt jólaglögg undir djasstón- um Tríó Bók. Gleðin fer fram á milli 17 og 19 á Laugavegi 63b. Annars er þar helst að frétta að verslunin fékk nýlega nýtt merki í hús, Mary Katranzou. Fatnaður hennar er vægast sagt einstakur en hún sendi frá sér sína fyrstu línu árið 2008 og sló strax í gegn. Einkenni hennar eru ævintýraleg mynstur og óvenjuleg form en bakgrunnur hennar liggur í arkitektúr og innblásturinn sækir hún í náttúru og listir. Á miðvikudagskvöld var ný lína frá Kormáki og Skildi kynnt í Þjóðleikhúsinu við mikinn fögnuð áhorf- enda. Það er Guðmundur Jörunds- son sem á heiðurinn af línunn- inni, sem er önnur línan sem þeir félagar senda frá sér. Línan var að sjálfsögðu í anda verslun- arinnar, klassísk og fyrir alvöru herramenn. Sýningin var ansi óhefð- bundin. Vel þekktir tónlistar- menn, leikarar og tískumógúlar voru á meðal fyrirsæta. Þá tróðu Mugison og Ragnar Kjartans- son upp. Stemningin í salnum var ein- stök og mikil gleði ríkti á meðal gesta í lok kvölds. Það er því óhætt að segja að þessari nýju herrafatalínu hafi verið vel tekið. „Ég kemst í hátíðarskap“ Nú styttist í hátíðirnar og við erum farnar að huga að jóla- kjólunum. Hér eru nokkrir sem myndu sæma sér vel í jólaboðinu enda stórglæsilegir og einstaklega hátíðlegir. Christian Dior Christian Dior Sonia Rykiel Eli Saab Eli Saab Gucci Eli Saab Stella McCartney Jólagleði í Kronkron Föt fyrir herra M arkaðsglaðir íbúar borgar- innar verða í essinu sínu um helgina þegar Pop- Up verður í Hörpu, annar á Eiðistorgi og sá þriðji á Lindargötunni. Þar verða þau Stefán Svan og Elma Lísa að selja utan af sér spjarirnar, en þau eru bæði alræmd fyrir tískuvitund sína og stíl. En það er ekki allt því móðir Stefáns ætlar líka að selja perluskart og vettlinga til styrktar systur hans sem stendur í forræðisdeilu úti í Kaupmannahöfn. Perlur mömmu „Það er kostnaðarsamt fyrir systur mína að búa úti og reka mál fyrir dómstólum. Auðvitað reynum við að hugsa ekki um peninga í þessu sam- hengi en á sama tíma þarf maður peninga til þess að lifa. Svo mamma fór að prjóna. Vettlingarnir eru æðis- lega fallegir,“ segir Stefán og bætir því við að vettlingarnir séu tilvalin jóla- gjöf en ekkert par er eins. „Það er oft talað um að fólk með hlýtt hjarta hafi kaldar hendur. Það á vel við, vett- lingarnir hjálpa þeim hjartahlýju að hlýja sér á höndunum.“ Mamma hans Stefáns gerir reyndar meira en að prjóna. Hún perlar líka hálsmen, armbönd og aðrar gersemar ásamt systrum hans sem þær selja til styrktar henni. Skartið er afar óvenjulegt en afskap- lega fallegt. Og yfirleitt eru notaðar litlar perlur sem festast betur saman en þær hefðbundnu. Það verður líka til sölu á markaðnum en auk þess er alltaf hægt að sérpanta, ef þú hefur sérstakar óskir. „Þetta er allt gert af mikilli ástúð,“ segir Stefán. „Þetta er vönduð og falleg vara.“ Aðeins of duglegur við að versla Sjálfur ætlar Stefán að selja föt. Hann á nóg af þeim, hefur starfað í fata- verslunum í hátt í tíu ár og það er orðið tímabært að grynnka aðeins á staflanum. „Ég hef verið aðeins of duglegur við að versla,“ segir Stefán og hlær. „Mér finnst líka mikilvægt að klæðast fatnaði úr þeirri búð sem ég vinn fyrir,“ segir Stefán sem hefur unnið í Kronkron, GK og nú síðast í Sævari Karli. Á markaðnum verður merkjav- ara frá Vivienne Westwood, Bruun & Stengade, Filippa K, KTZ og Bern- hard Willhelm. „Þetta er auðvitað svolítill samtíningur en ég hugsa að þetta sé allt frekar fínt. Eins er ég bú- inn að senda allt í hreinsun, hengja upp á herðatré og pressa. Þú átt að fá að tilfinninguna að þú sért að ganga inn í verslun þegar þú mætir.“ Stefán hefur selt föt í Stefánsbúð á Facebook en þetta er í fyrsta sinn sem hann stendur fyrir fatamark- aði. Elma Lísa er aftur á móti alvön. „Hún er náttúrulega mikil áhugamanneskja um vintage-fatnað og drottning fata- markaðanna. Stelpurnar eru mikið duglegri við að halda svona fatamark- að en nú geta strákarnir grætt á því að mæta. Ég á svo margt sem hefur bara verið notað einu sinni eða tvisvar, týnist í skápunum og myndi nýtast betur hjá öðrum. Mér finnst gott að koma því annað. Ég hef ekki endalaust pláss fyrir þetta.“ Heilræði Stefáns Aðspurður um góð ráð fyrir stráka segir hann að best sé að kaupa klassískar flíkur sem hægt er að nota á mismunandi vegu. „Aðalatriðið er að geta notað sparifötin hvers- dags. Ef þú ætlar að kaupa þér jakkaföt veldu þá jakkaföt þar sem hægt er að nota jakkann stakan og buxurnar líka. Stakir jakkar eru að koma rosalega sterk- ir inn. Þá getur þú klæðst jakkanum við gallabuxur og skyrtu eða peysu. Þú getur alltaf klætt þetta upp og niður. Eins er gott að hafa í huga að velja skyrtu eftir tilefni. Ef þú ætlar ekki að vera mjög fínn getur þú sleppt bindinu og þá er gaman að velja skyrtu sem er svolítið óhefð- bundin, kannski í flottum lit eða með skemmtilegum smá- atriðum.“ Jólamarkaður hönnuða í Hörpu Í Hörpu mun aftur á móti ríkja jólastemn- ing þegar Pop-Up opnar á laugardag- inn. Þar verður hægt að fá fjölbreytt úrval af vönduðum hönnunarvörum, en alls verða 30 vörumerki fáanleg. Hönnuðirnir koma úr ýmsum áttum en þar sem þetta er jólamark- aður verða jólavörur áberandi, jólakort og jólaskraut. Þá verður einnig hægt að fá keramik, leik- föng, flíkur og fylgihluti fyrir börn, dömur og herra, skartgripi og alls kyns gersemar fyrir heimilið. Þar sem verslað er beint við hönn- uði, án milligöngu og álagn- ingar verslana, má gera ráð fyrir því að verðin séu almennt betri en gengur og gerist. Það má þó minna á að enginn hraðbanki er í Hörpu og ekki er tekið á móti kortum á markaðnum, svo það er mikilvægt að hafa reiðufé í fórum sínum. Markaðurinn verður opinn frá 12–18 á laugardag og sunnu- dag. Þeir sem taka þátt eru A.C. Bullion, Another Scorpion, Áróra, Ásta Creative Clothing, Babette, Begga Design, Beroma, Birna, Dýr- indi, Elva, Epal, Fafu, Fær-id, Guðný Hafsteinsdóttir, Hanna Felting, Heli- copter, Hildur Yeoman, Hlín Reyk- dal, Hnoss Design, Luka, Mokomo, Organella, Rim, Scintilla, Skugga Donna, Sonja Bent, Stáss, Thelma Design, Tulipop ogVolkiUtanum. Flóamarkaður á Eiðistorgi Þeir sem hafa ekki fengið nóg af markaðsstemningu á laugardag geta eytt sunnudeginum á Eiðistorgi. Þar verður hinn vinsæli flóamarkaður opinn frá 11–17. Öllum er frjálst að kaupa og selja en seljendur þurfa að hafa með sér söluborð eða slá. Sölu- plássið er ókeypis. ingibjorg@dv.is Markaðsstemning og jólagleði í miðbænum n Stefán Svan og Elma Lísa með fatamarkað n „Nú geta strákarnir grætt á því að mæta“ n Mamman selur perlur og prjón til styrktar dóttur í vanda n Gefur strákunum góð ráð Stuttbuxur frá Beroma Kjólar frá Helicopte Jólakort frá Tulipop Púðar frá Volki Selur fötin sín Stefán Svan hefur unnið í fataverslun og á orðið allt of mikið af fötum. Nú er kominn tími til að grynnka aðeins á. MyND SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.