Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Qupperneq 44
Fjölskyldumorðinginn Ronald Gene Simmons var fyrr- verandi liðþjálfi í bandaríska flughernum. Um jólin 1987 myrti hann kerfis- bundið fjórtán fjölskyldumeðlimi sína; sex dætur, þrjá syni, tvö barnabörn, einn tengdason, eina tengdadóttur og eiginkonu. En hann lét ekki þar við sitja og fleiri áttu eftir að falla í valinn. Um er að ræða verstu fjöldamorð í sögu Arkansas í Bandaríkjunum Lesið um fjölskyldumorðingjann í næsta helgarblaði DV. Dregið um morð Jimmy Nelson, tíu ára, var myrtur að undirlagi föður síns. Í félagi við tvær þjónustustúlkur skipulagði fað- ir Jimmys morðið og drógu þremenningarnir strá til að ákveða hver ætti að koma drengnum fyrir kattar- nef. Ástæðan fyrir morðinu var fjárskortur föðurins. „Hæ, pabbi. Er ég of seinn í kvöld- mat?“ hrópaði Jimmy Nelson, tíu ára sonur Harveys Nelson. Dagur- inn var 26. maí, 1939, og degi tek- ið að halla. Jimmy hafði kvatt vini sína á leiksvæði skólans og flýtt sér heim. Harvey Nelson átti og rak þjóðvegaveitingastað í Waycross í Georgíu-fylki í Bandaríkjun- um. Veitingastaðurinn var í senn dansstaður, bensínstöð og heimili feðganna. Harvey hristi höfuðið: „Nei, sonur sæll. Þú kemur rétt mátu- lega.“ Jimmy fór inn í borðstofu þar sem búið var að setja mat- inn á borðið. Verna Mae Fowler, hugguleg átján ára þjónustustúlka af veitingastað Harveys, hafði séð um það. Verna Mae hafði ver- ið Jimmy sem móðir síðan móðir hans dó tveimur árum fyrr. Síðasta kvöldmáltíðin Á veröndinni sat faðir Jimmys ásamt Vernu Mae og Mary Kent, sem líkt og Verna Mae var átján ára þjónustustúlka á veitingastað Harveys. Þegar Jimmy litli hafði lokið við að snæða rölti hann út á verönd- ina, tók hafnaboltahanskann sinn og rölti niður þrepin. Í sömu andrá var gripið þétt um hálsinn á honum og hert að. Drengurinn barðist um og reyndi að gefa frá sér hljóð en handtak- ið um háls hans kom í veg fyrir að hann kæmi frá sér nokkru hljóði. Skyndilega reið af eitt skot. Banamaður hans sleppti honum og Jimmy féll örendur á veröndina eftir eitt skot í bakið. Harmi sleginn faðir Þegar lögreglan kom var búið að bera líkið af Jimmy inn í húsið og leggja það á sófa. Faðirinn kraup harmi sleginn við hlið sófans. Þeg- ar læknir hafði úrskurðað dreng- inn látinn var farið með föður hans inn í aðliggjandi herbergi og hann spurður spjörunum úr. Harvey reyndi að halda harm- inum í skefjum og útskýrði hvernig sonur hans hafði tekið skambyssu út á veröndina með það fyrir aug- um að þrífa hana, en skot hafi þá hlaupið úr byssunni með þessum hörmulegu afleiðingum. Frásagnir Vernu Mae og Mary voru á svipuðum nótum og þótt smávægilegs ósamræmis gætti var það talið eðlilegt því upplif- un þriggja af sama atvikinu væri aldrei sú sama. Laus gegn tryggingu En kviðdómarar voru ekki á því að leggja trúnað á sögu vitnanna og neituðu að úrskurða að um slys hefði verið að ræða. Ákvörð- un kviðdómara byggðist á tveimur atriðum. Í fyrsta lagi fékk Jimmy skotið í bakið, sem kviðdómurum fannst undarlegt, og í öðru lagi hafði Harvey barið veika eigin- konu sína svo heiftarlega tveimur árum fyrr að hún lést tveimur dög- um síðar. Fyrir það hafði Harvey verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar, en hafði áfrýjað dómnum og verið sleppt gegn tryggingu. Því fór svo að rannsóknarlög- reglan þjarmaðai að vitnunum þremur og hægt og bítandi varð vart verulegs ósamræmis í frásögn- um þeirra. Mánuði eftir morðið á Jimmy brotnaði faðir hans saman og gaf út játningu. Ástæða morðsins var líftrygging Harvey upplýsti lögregluna um að ástæðan fyrir morðinu hafi verið 900 dala líftrygging Jimmys. Hug- myndin hafði fæðst þremur vikum fyrr hjá Harvey og þjónustustúlk- unum og höfðu þau dregið strá til að ákvarða hver skyldi framkvæma drápið. Að sögn Harveys hafði Verna Mae, sem hafði verið ástkona hans í tvö ár, dregið stysta stráið og því féll það í hennar hluta að bana drengnum. Fyrir sinn þátt átti Verna Mae að fá notaða bifreið sem Harvey hafði keypt fyrr það ár og ætlaði hann einnig að greiða þá 90 dali sem enn voru útistandandi á bílnum. Mary Kent átti að fá 200 dali í sinn hlut. Böndin berast að Harvey Verna Mae viðurkenndi að hafa haft hönd í bagga með áform- in en neitaði að hafa komið ná- lægt morðinu sjálfu. „Nelson hélt á byssunni í hægri hendi og hélt drengnum með þeirri vinstri. Þeg- ar Jimmy reyndi að losna reið skot- ið ur byssunni,“ sagði Verna Mae. „Nei, nei, hún lýgur,“ mótmælti Harvey. „Ég sagði stelpunum frá byrjun að ég hvorki gæti né vildi sjá um sjálft morðið,“ sagði Har- vey. Að lokum fór svo að Mary Kent samdi við saksóknarann og bar vitni gegn hinum tveimur. Hún studdi frásögn Vernu Mae og eft- ir tíu stunda bollaleggingar kvað kviðdómur upp sektardóm yfir Harvey Nelson og mæltist til þess að honum yrði ekki auðsýnd misk- unn. Hann var dæmdur til dauða og var dómnum fullnægt 23. júní, 1939. Verna Mae fékk lífstíðardóm, en Mary var umbunað fyrir vitnis- burð sinn og gekk út úr dómsaln- um frjáls manneskja. UmSjón: koLBEinn þoRStEinSSon, kolbeinn@dv.is 44 Föstudagur 9. október 2009 sakamál Vesturröst 36 gr. kr. 1600. pk. 42 gr. kr. 1950. pk. ÓDÝR HAGLASKOT allt fyrir skotveiðina S é r v e r s l u n v e i ð i m a n n a - L a u g a r v e g 1 7 8 - S í m i : 5 5 1 6 7 7 0 - w w w. v e s t u r r o s t . i s Drengurinn barðist um og reyndi að gefa frá sér hljóð en handtakið um háls hans kom í veg fyrir að hann kæmi frá sér nokkru hljóði. Mary Kent (t.v.) og Verna Mae Verna mae dró stysta stráið þegar dregið var um hver skyldi myrða jimmy litla. Harvey Nelson Veitingastaður hans stóð höllum fæti og hann ágirntist líftryggingu sonar síns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.