Lögmannablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 7

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 7
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 7 Umfjöllun Losaralegt verklag lögmanns aðfinnsluvert Í máli nr. 12/2007 komst úrskurðarnefnd lögmanna meðal annars að þeirri niðurstöðu að lögmaður hefði með losaralegu verklagi sínu vanrækt starfs- skyldur sínar og brotið gegn 12. gr. siðareglna lögmanna. Málsatvik voru á þá lund að kær- endur leituðu til lögmannsins vegna ágrein ings um endurnýjun og lagningu skólplagna sem hafði komið upp í fjöleignar húsi þeirra . Kærendur fólu lögmann inum að leita réttar síns fyrir dómi og fengu þær upplýsingar hjá honum að málið yrði tekið fyrir í maí 2006. Erfitt var að ná sambandi við lögmanninn á þessum tíma og eftir að kærendur höfðu selt íbúð sína í fjöl- eignarhúsinu, þar sem hluti kaupverðs var bundinn við niðurstöðu dóms- málsins, leituðu þeir upplýsinga um málið hjá viðkom andi héraðsdómi. Kom þá í ljós að málið hafði aldrei verið þingfest og leituðu kærendur í kjölfarið skýringa af hálfu lögmannsins auk þess sem honum var gefinn lokafrestur til að útskýra málið og ljúka starfinu. Töldu kærendur skýringar lögmannsins ófullnægjandi og að hann hefði sýnt af sér afglöp í starfi, vanefnt skyldur sínar og viðhaft ósannsögli. Lögmaðurinn sendi úrskurðar nefndinni skýringar sínar og taldi að m.a. að hann hefði talið að hægt hefði verið að ganga frá sátt milli aðila og í því skyni hafi hann ákveðið að falla frá þing- festingu dómsmálsins. Umrædd sátt hafi hins vegar ekki komist á en hann hefði í framhaldinu talið að þær framkvæmdir sem málið snérist um væru ekki lengur umdeildar og hið eina sem út af stæði væri lögfræði kostnaður við málareksturinn. Þar sem lög- maðurinn hafði talið að hags munum kærenda væri borgið hefði hann ekki gert sérstakan reka í því að ljúka málinu. Úrskurðarnefndin taldi gögn mál- sins bera það með sér að hinn kærði lögmaður hafi tekið að sér verkefni fyrir kærendur um miðjan nóvember 2005. Þrátt fyrir að einhver samskipti kærenda við lögmanninn hafi átt sér stað veturinn 2005-2006 hafi ekki mikið gerst í málinu. Hið eina sem lægi fyrir væru uppköst að réttarskjölum sem aldrei virtust hafa ratað til héraðs dóms þrátt fyrir áform lögmanns ins í þá veru. Að mati nefnd arinnar hefði málið því ekki verið rekið áfram af þeirri kost- gæfni og með þeim hraða sem gera mátti kröfu um og hags munir kærenda kölluðu á. Nefndin taldi að svo virtist sem lögmaðurinn hefði hætt afskiptum af málinu án þess að séð verði að hann hafi tilkynnt kærendum verk lok af sinni hálfu og gefið þeim þannig tækifæri til þess að gæta hagsmuna sinna með því að leita til annars lögmanns með málið. Hefði lögmað urinn með þessu losara- lega verklagi sínu vanrækt starfsskyldur sínar gagn vart kærendum og þannig brotið gegn 18. gr. lögmannalaga og 12. gr. siðareglna lögmanna. Ingvi Snær Einarsson hdl. tók saman. Hlutfall kvenna lækkar enn á hdl. námskeiði Þann 21. apríl s.l. útskrifuðust 46 lögmannsefni af námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdóms lög- maður. Af þessum fjölda voru 12 konur og 34 karlar. Til fróðleiks má geta þess að alls hafa nú 488 lögfræðingar lokið námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómlögmaður á þeim ellefu árum sem þessi námskeið hafa verið við líði. Af þessum fjölda þátttakenda eru 292 karlar (59,8%) og 196 konur (40,2%). Athygli vekur að hlutfall kvenna sem sækja réttindanámskeiðin hefur farið lækkandi hin síðari ár. Að loknu hdl.-námskeiði fer fram formleg útskrift lögmannsefna. Eva B. Sólan Hannes- dóttir tekur við skírteini úr hendi Þorsteins Davíðssonar, formanns prófnefndar.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.