Lögmannablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 21

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 21 Fögur er fjallkonan níveabrún á hörund með kolgeitarbros á vör í blóðrauðu knésíðu pilsi Svo segir í ljóði Dags Sigurðarsonar „Þjóðhátíð“ og er látið fylgja með í tilefni þjóðhátíðardagsins um daginn. Áhugasamir geta nálgast ljóðið í heild sinni á heimasíðunni www.ljod.is . Annasömum vetri í starfsemi félags- deildar er lokið og þátttaka lögmanna hefur verið mikil sem fyrr. Lagadagurinn 2010 tók yfir starfsemi félagsdeildar á vormánuðum en sagt er frá honum á öðrum stað í blaðinu. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til en alls sóttu 430 manns dagskrána um daginn og 340 manns um kvöldið. Endurmenntun Alls voru auglýst 15 námskeið á vorönn 2010 og lauk þeim ekki fyrr en komið var fram í júní. Af þeim voru 13 haldin og tveimur aflýst vegna lítillar aðsóknar. Alls sóttu 187 lögmenn námskeiðin á vorönn og veturinn líflegur í kennslu- stofu félagsins þar sem 381 lögmaður sótti námskeið frá hausti. Það er því eins og 44% félagsmanna hafi sótt námskeið veturinn 2009-2010 hjá félaginu en auðvitað komu sumir oftar en einu sinni og aðrir aldrei. Ekki má gleyma því að aðrir aðilar bjóða upp á námskeið sem lögmenn sækja og það er afar ánægjulegt til þess að vita hve lögmenn eru iðnir við að endurmennta sig. Námsferð Námsferð haustsins verður farin til Tallinn í Eistlandi miðvikudaginn 22. - 27. september og hafa 35 lögmenn og fylgifiskar skráð sig til ferðar. Eins og venjulega er dagskráin samsett af skoðunarferðum, lögfræði og skemmtun, í hæfilegum kokteil en við eigum von á góðum móttökum í Eistlandi. Herðubreið Ganga á Herðubreið verður farin laugardaginn 21. ágúst en um 30 manns hyggst klífa þrítugan hamarinn með hjálma á höfði. Búið er að lofa einstakri veðurblíðu og útsýni yfir landið og miðin en frásögn ferðalanga verður í næsta blaði. Hver veit nema við rekumst á fjallkonu með kolgeitarbros á vör á drottningu fjallanna! Golfmót sumarsins Hin sjálfskipaða golfnefnd LMFÍ vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu sumarsins en eins og síðustu ár verða fimm mót í boði; minningarmót um Guðmund Markússon hrl. og Ólaf Axelsson hrl, fjórleikur við lækna, endurskoðendur og tannlækna en svo endar sumarið á meistaramóti LMFÍ. Áhugasömum golfurum er bent á golflista sem undirrituð heldur utan um en þeir sem á listanum eru fá sendan póst um mótin. Ég óska langþreyttum lögmönnum gleðilegs sumarleyfis. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir 44% félagsmanna á námskeið vetrarins Golfhópur lögfræðinga 35 ára og yngri Í því skyni að þétta frekar raðir yngri lögfræðinga og efla þátttöku þeirra í starfi golfnefndarinnar hefur verið ákveðið að kanna áhuga á því að stofna til sérstaks golfhóps meðal þeirra. Ákveðið var að hafa aldursbilið ekki mjög breitt, alla vega í fyrstu, og því miðað við 35 ára aldur. Líkur eru og á því að eldri lögfræðingar séu nú þegar hluti af öðrum fastmótuðum golfhópum. Hafi hins vegar aðrir lögfræðingar, sem ekki falla innan þessarar aldursafmörkunar, brennandi áhuga á að vera í hópnum þá mun það verða tekið til sérstakrar skoðunar. Hugmyndin er síðan sú að hópurinn, þá annað hvort í einu lagi eða minni hópum, t.d. innan einstakra golfklúbba, spili reglulega saman yfir sumarið. Umsjónarmaður golfhópsins er Jóhannes Eiríksson hdl. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvubréf í netfangið johannes@law.is sem allra fyrst og láta koma fram upplýsingar um kennitölu, grunnforgjöf og hvaða golfklúbbi þeir tilheyra.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.