Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 27

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 27 Ritið „Leyndar dómar fjár magns ins“ eftir hinn kunna perúska hagfræðing Hernando de Soto lýsir m.a. ástæðum og orsökum þess að réttarríki sé grund vallarforsenda þess að kapítalismi getur yfirhöfuð þrifist og gengið upp. Það er mat de Soto að í skjóli réttarríkisins geti markaðs- samfélagið leyst mikilvæga krafta úr læðingi en séu verulegar veilur í réttarkerfum þá muni slíkar lausnir ekki virka til að vernda hagsmuni heildar- innar. Með tilliti til þessara grundvallar- atriða tel ég að íslenska réttarkerfið hafi fyrir hrun verið of vanburða til að fást við ýmis flókin álitamál, m.a. þau sem vörðuðu hátt semi eigenda og stjórnenda íslenskra stórfyrirtækja. Störf lögmanna skipta í þessu sambandi máli. Það liggur augum uppi að þeir sem reka viðamikil fyrirtæki leita ráðgjafar hjá lögmönnum sem geta haft mikið um það að segja hvort einstök viðskipti gangi í gegn. Hér er þýðingarmikið að lögmaður haldi faglegu sjálfstæði sínu og geti ráðið umbjóðanda sínum heilt. Séu hins vegar fjárhagslegir og aðrir hagsmunir lögmannsins orðnir svo nátengdir þeim sem ráðgjöfina þiggur, þá er hætta jafnan á ferðum. Almanna- hagsmunir geta þá verið fyrir borð bornir. Upp geta komið t.d. aðstæður þar sem starfshættir lögmanna og annarra lögfræðinga beinlínis ýta undir að aðilar á markaði hafi ekki jafnan aðgang að mikilvægum verðmyndandi upplýsingum. Það er flókið að meta hver sé ábyrgð lögmanna á orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins, m.a. vegna þess að lögmenn geta ekki gert að því þegar umbjóðendur þeirra hunsa lögfræðilega ráðgjöf. Á hinn bóginn hlýtur að vera ljóst að starfsstéttir á borð við lög- fræðinga og endurskoðendur verða að endurmeta sín vinnubrögð að ein hverju marki, ekki bara á Íslandi heldur einnig annars staðar. Að mínu mati er sér- staklega þýðingarmikið að þetta endurmat fari fram hér á landi, m.a. vegna þess að ef þessar starfsstéttir átta sig ekki á því hlutverki sem þær léku fyrir hrun, er t.d. vandséð hvernig hægt er í framtíðinni að koma á skilvirkum markaði með ýmis verðbréf, m.a. hlutabréf. Ég hvet til virkrar umræðu um þetta efni á meðal lögfræðinga. Orð eru til alls fyrst. Faglegt sjálfstæði lögmanna Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands og doktorsnemi við lagadeild Háskóla Íslands Störf lög- manna eru marg- slungin og oft á tíðum flókin. Það á bæði við um störf sjálfstætt starfandi lögmanna og lögmanna sem starfa á ábyrgð vinnuveitanda. Lögmanns- réttindi eru persónubundin réttindi. Lögmenn skulu starfa skv. lögum um lögmenn nr. 77/1998 og siðareglum (Codex Ethicus). Siðareglurnar hafa sætt endurskoðun reglulega og þær sem í gildi eru nú voru samþykktar á aðalfundi LMFÍ 17. mars 2000. Í hinni mikilvægu 3. gr. siða reglnanna segir: ,,Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmanna- stéttarinnar. Lög maður skal ekki láta óviðkomandi hags muni, hvort heldur eigin eða annarra, hafa áhrif á ráðgjöf sína, meðferð máls fyrir stjórnvaldi eða dómi eða á annað það, sem lögmaður vinnur í þágu skjólstæðings síns. Lögmaður ræður því sjálfur, hvort hann tekur að sér verk eða ekki, nema lög bjóði annað“. Í kjölfar rannsóknar- skýrslunnar er eðlilegt að spyrja hvort þessi siðaregla hafi alltaf verið í hávegum höfð í störfum lögmanna. Ljóst er að lögmenn hafa komið með einum eða öðrum hætti að samningum og ákvörðunum og einnig setið í stjórnum stofnana og félaga sem til umfjöllunar voru í rannsóknar- skýrslunni og sættu gagnrýni. Því er eðlilegt að spyrja hvort lögmenn hafi verið óháðir í störfum sínum og staðið vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar og hvort það fari saman við almenn störf lögmanna að taka að sér stjórnar- formennsku, stjórnarsetu og/eða framkvæmdastjórn eða vera með prókúruumboð í félagi eða félögum skjólstæðinga sinna. Það var ekki óalgengt fyrir Hrunið að lögmenn væru stjórnarmenn í félögum skjólstæðinga sinna, jafnvel eini stjórnarmaðurinn. Oft voru þetta fjárfestingafélög en eðli málsins samkvæmt hafa lögmenn ekki stjórn á slíkum félögum enda skjólstæðingarnir jafnan eigendur þeirra og oft einnig prókúruhafar. Það er áhyggjuefni að lögmenn taki að sér slík störf og hætta getur verið á að þeir hafi ekki raunveru- lega stjórn á félaginu en sæti engu að síður fjárhagslegri ábyrgð og refsiábyrgð sem stjórnarmenn/framkvæmdastjórar samkvæmt lögum. Það má því leiða að því rök að stjórnarseta/fram kvæmda- stjórn lögmanna í félögum skjólstæðinga samrýmist illa ákvæði 3. gr. siða- reglnanna. Lögmenn í bönkum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum starfa á ábyrgð vinnuveitenda sinna. Þótt aðstaða þeirra sé önnur en sjálfstætt starfandi lögmanna er þeim ekki veittur neinn afsláttur í siðareglunum. Nú er meiri Enginn afsláttur á siðareglum Hildur Friðleifsdóttir, hdl. útibússtjóri Landsbankanum:

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.