Lögmannablaðið - 01.06.2010, Side 26

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Side 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Umfjöllun Þurfa lögmenn að líta í eigin barm? Við þurfum öll að líta í eigin barm. Lögmenn þurfa sérstaklega að hafa í huga 2. mgr. 8. gr. siðareglna LMFÍ: „Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjól stæðingi sínum...“. Á uppgangs tím unum voru of margir lögmenn sem gleymdu því að þeir eru „bara“ lög menn, heldur fóru þeir að taka þátt í alls kyns viðskiptaævintýrum með skjólstæðingunum. Ég tel að margir lögmenn muni nú hugsa sig um tvisvar áður en þeir fallast á að taka sæti í stjórnum fyrirtækja umbjóðenda sinna. Fram að hruni a.m.k. töldu menn sér það heldur til tekna ef þeir voru beðnir að taka sæti í stjórnum félaga. Þetta mun án ef breytast. Ég held að það verði algengara en áður að lögmanns stofur muni setja sér mjög strangar reglur um setu einstakra lögmanna innan stofunnar í stjórnum fyrirtækja. Það fylgir því áhætta að taka sæti í stjórnum og lögmenn verða að vera meira meðvitaðir um það. Gleymdu því að vera „bara“ lögmenn Þórunn Guðmundsdóttir hrl. hjá Lex lögmannsstofu Lögmenn þurfa alveg örugglega að líta í eigin barm. Lögmenn voru ekki undan skildir í Veislunni miklu þótt þeir stjórnuðu ekki veisluhöldunum. Það talar auðvitað hver fyrir sig en maður sér betur eftir á hversu mikilvægt er að lögmenn átti sig á því, í mótlæti og meðbyr, að þeir eiga helst ekki að taka persónulega þátt í viðskiptum samhliða lögmannsstörfum að sömu málum. Við það missir maður hlutlægni og dómgreind sem ætti annars að vera það sem lögmenn hafa helst til málanna að leggja. Það leitar líka á hugann við svona skrif að lögmenn ættu örugglega að vera óhræddari við að segja skjól- stæðingum sínum sannleikann ef verkefni og viðskiptaákvarðanir eru á mörkum þess löglega eða siðlega. Lögmenn eiga ekki að gera lítið úr sér með því að vera fáanlegir til að fela eða hagræða sannleikanum, t.d. gagnvart yfirvöldum, ef hagsmunir skjólstæðinga þeirra standa til þess. Menn hafa örugglega dansað á línunni þegar sem mest gekk á. Hrunið hafði mjög mikil áhrif á störf margra lögmanna. Fjöldi lögmanna vinnur nú að verkefnum sem eru miklu flóknari og tímafrekari en áður. Ég held að margir lögmenn myndu segja sögu af miklu meiri samskiptum við erlenda kollega. Tilefni þessa alls er auðvitað dapurlegt en hvort sem okkur líkar betur eða verr standa nú yfir nokkur stærstu skiptamál sögunnar, og öll á sama tíma á okkar litla landi. Ég held að margir jafnvel skammist sín fyrir að hafa mikið að gera þegar aðrar stéttir stríða við mikinn samdrátt. Þess vegna má búast við því að störf lögmanna verði grandskoðuð með tilliti til faglegra vinnubragða og kostnaðar. Ég held að það sé mjög mikilvægt lögmenn gæti hófsemi. Ég held að viðfangsefnin í þessum frágangi séu nokkrum númerum of stór fyrir lögmenn eins og stjórnkerfið og dómstóla. Uppgjörið mun því vafalaust taka langan tíma og menn munu reka sig á ýmis horn. Ég er ekki viss um að regluverkið sé gallað um lögmenn, það er kannski meira að menn þurfi alltaf að vera vakandi fyrir því að fylgja reglunum. Hagsmuna árekstrar koma til skjalanna í meira mæli en áður og þar þarf vafalaust að gera bragarbót hjá lög- manns stofum. Þótt það sé kannski utan dagskrár þá má minnast á það í lokin að lög- menn hafa verið frekar feimnir í þjóðfélagsumræðunni. Tilefnin til að leggja orð í belg eru þó fjölmörg að manni finnst. Þurfum að gæta hófsemi Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. hjá Landslögum Þótt lögmenn hafi ekki verið tilgreindir sérstaklega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er vert að velta því fyrir sér hvort eitthvað í störfum þeirra hafi verið gagnrýnivert. Lögmannablaðið fékk fjóra lögfræðinga til að tjá sig um það og hvaða áhrif þeir teldu hrunið eiga eftir að hafa á lögmenn, regluverk um lögmenn og störf lögmanna.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.