Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 4
4 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 frÁ AfMælisnefnd frá afmælisNefNd LögmannabLaðið er að þessu sinni tileinkað 100 ára afmæli Lögmannafélags Íslands þann 11. desember 2011. markar útgáfa blaðsins starfslok sérstakrar afmælisnefndar sem hefur verið að störfum allt árið í tilefni af þessum merku tímamótum félagsins. afmælisnefndin skipulagði sérstakt málþing sem haldið var þann 7. október 2011 undir yfirskriftinni ,,réttarríkið á viðsjárverðum tímum“, en það efni þótti viðeigandi nú um stundir. Frummælendur á málþinginu, sem stjórnað var af gunnari Jónssyni hrl., voru þau Skúli magnússon ritari við eFTa dómstólinn, Carolyn b. Lamm, fyrrverandi forseti american bar association og evangelos Tsouroulis annar varaforseti CCbe, auk þess sem formenn allra norrænu lögmannafélaganna þau brynjar níelsson, berit reiss-andersen, mika ilveskero, Sören Jenstrup og Tomas nilson, sátu í pallborði. Þótti málþingið takast sérstaklega vel, en um efni þess er fjallað hér í blaðinu. að málþinginu loknu var efnt til veglegrar móttöku á vegum Lögmannafélagsins í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. móttakan var vel sótt, en hátt í 600 manns lögðu þá leið sína í Hörpu og fögnuðu afmæli félagsins. afmælisnefndin stendur einnig að útgáfu þessa Lögmannablaðs. Útgáfan er afar vegleg, en í henni birtist fjöldi ljósmynda og sagna úr starfi bæði Lögmannafélagsins og félagsmanna þess. Hefur víða verið leitað fanga og lögmenn góðfúslega orðið við beiðni afmælisnefndar um birtingu mynda úr einkasöfnum þeirra. auk þess var leitað í smiðju nokkurra lögmanna og dómara til þess að fá sögur úr störfum lögmanna í áranna rás. er blaðið því vonandi góð heimild um mikilvæga atburði í sögu félagsins auk þess sem smærri atburðir, sem kryddað hafa tilveru lögmanna í gegnum tíðina, fá að fljóta með. Óhjákvæmilegt er að þakka eyrúnu ingadóttur og ingimar ingasyni sérstak- lega fyrir mikið og óeigingjarnt starf þeirra í tengslum við allt framangreint. Án þeirra hefði vinna afmælisnefndarinnar verið eins og málflutningur án dómara. Þá er öllum þeim þakkað sem hönd hafa lagt á plóg við skipulagningu ofangreindra viðburða. afmælisnefndin þakkar fyrir sig, árnar félagi sínu heilla og óskar félagsmönnum gleðilegra jóla. LÖGMANNSÞJÓNUSTA SÍÐAN 1907 logos@logos. is www.logos. is 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland 5 400 300 5 400 301 Lautrupsgade 7, 4th floor 2100 Copenhagen Denmark + 45 70 229 224 + 45 70 274 279 afmælisnefnd lmfí ásamt starfsmönnum félagsins. f.v. ingimar ingason, viðar lúðvíksson, guðrún Björg Birgisdóttir, Helgi jóhannesson, ása Ólafsdóttir, árni vilhjálmsson, eyrún ingadóttir og gunnar jónsson.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.