Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 31

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 31
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 31 lMfÍ 100 ÁrA eitt mikilvægasta verkefni hins nýja félags var að setja lágmarksgjaldskrá til að koma í veg fyrir að lögfræðingar undirbyðu hver annan. Fyrir stofn- fundi félagsins lá að samþykkja gjaldskrá fyrir málflutningsstörf auk þess að semja fyrstu lög félagsins. Sveinn björnsson lagði fram drög að málflutnings- mannataxta, sem hann hafði gert að danskri fyrirmynd, og lagði svo til að nefnd yrði falið að fjalla hann. að því búnu var fundi frestað. Þann 11. desember 1911 var stofn- fundinum framhaldið og þá var lágmarkstaxti málafærslumanna ákveðinn. ekki voru þó fundarmenn á eitt sáttir um hann og meðal annars fannst einari arnórssyni hann vera of lágur. Taxtinn var síðan prentaður og sendur félagsmönnum, bæjarfógetanum í reykjavík og yfirdóminum ásamt tilmælum um að hann yrði lagður til grundvallar þegar málskostnaður með dómi væri ákveðinn. gjaldskráin hefur margsinnis verið til umræðu á fundum félagsins og var lengi barist fyrir því að dómstólar tækju mið af taxtanum við ákvörðun málskostnaðar með misgóðum árangri. Síðar komu ákvæði í gjaldskrá sem kváðu á um að lögmenn gætu áskilið sér hæfilega þóknun fyrir störf sín. Í lögum nr. 61/1942 fékk stjórn LmFÍ úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstörf og varð það mikill þáttur í starfi stjórnar félagsins þar til úrskurðarnefnd lögmanna var sett á stofn árið 1998. Félagið hætti með formlegt samráð vegna taxta lögmanna árið 1994 þegar áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að þeirri niðurstöðu að það væri andstætt samkeppnislögum.8 taxti eitt fyrsta mál félagsins „tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna málflutningsmanna, efla góða samvinnu milli þeirra og stuðla til þess, að þeir fylgi sömu reglum um borgun fyrir störf sín.“ úr lögum málflutningsmannafélags íslands stjórn lmfí 1981­1982. f.v. jón steinar gunnlaugsson meðstjórnandi, jóhann H. Níelsson varaformaður, Helgi v. jónsson formaður, svala thorlacius ritari og Ólafur axelsson gjaldkeri. í upphafi tæknialdar Þegar tölvuöldin gekk í garð leitaðist stjórn félagsins við að kynna félags- mönnum möguleika notkunar tölva í lögmannsstarfi. m.a. voru skipulagðar heimsóknir lögmanna til Skýrsluvéla ríkisins og reykjavíkurborgar haustið 1981 til að kynnast möguleikum textavinnslu í tölvum. Árið 1982 var stofnuð sérstök tölvunefnd á vegum félagsins sem fékk það verkefni að kanna hvort LmFÍ skyldi taka upp tölvuþjónustu fyrir lögmenn. nefndin lagði fram lýsingu að innheimtu- kerfi fyrir lögmannsstofur og leitaði tilboða frá tölvufyrirtækjum í gerð hugbúnaðar og tölvur. málið var kynnt á félagsfundi en forvígismönnum til mikilla vonbrigða mættu fáir lögmenn.59 viljugir lögmeNN „Það gleðilega við það að sitja í stjórn Lögmannafélagsins er að lögmenn virðast alltaf vera boðnir og búnir til þess að starfa fyrir félagið. Nær undan tekningarlaust taka menn að sér þau störf, sem félagið og stjórn óska eftir að séu unnin.“ Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. og formaður LMFÍ í Lögmannablaðinu 1997.68

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.