Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 6

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 6
6 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 UMfJöllUn réttarríkið í gegnum þykkt og þunnt Skúli magnússon fjallaði almennt um réttarríkishugtakið í erindi sem hann nefndi „réttarríkið í gegnum þykkt og þunnt“ (The rule of Law through Thick and Thin ...). eftir að hafa dvalið við landnám Íslands og lagahugmyndir þjóðveldisins rakti hann dæmisögu L. Fullers, réttarheimspekings og prófessors við Harvard, af konungi sem alls átta sinnum mistókst að setja lög af mismunandi aðstæðum. af þessum átta leiðum dró hann ályktanir um megin- reglur réttarríkisins, þ.e. að lög skyldu vera almenn, aðgengileg, framvirk, skýr, án mótsagna, fram kvæmanleg, stöðug og skilvirk. Hann lagði áherslu á að þessar kröfur fjölluðu ekki beinlínis um efni réttarreglna heldur form þeirra og framsetningu. Krafa réttarríkisins um að lög skyldu vera almenn mætti t.d. ekki rugla við þá kröfu réttlætis að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Í sumum tilvikum gæti þó réttarríkið tengst jafnræði, t.d. ef lög gerðu kröfu um eitthvað sem sumir gætu framkvæmt en aðrir ekki (t.d. vegna sjúkleika, aldurs eða þess háttar). í t i l e f N i a l d a r a f m æ l i s lögmannafélags íslands var haldið málþing þar sem velt var upp spurn­ ingunni hvert hlutverk lögmanna og lögmannafélaga væri í réttarríkinu og hvort það væri annað á viðsjár verðum tímum en endranær. svar framsögu­ mannanna skúla magnús sonar, ritara við efta dómstólinn, Carolyn B. lamm, fyrrverandi forseta american Bar associaton og evangelos tsouroulis, annars varaforseta CCBe, var í stuttu máli að svo væri. lögmenn gegndu ákveðnu hlutverki í réttarríki. á það reyndi einkum þegar þjóð félagsleg upplausn ógnaði virðingu almennings og ráðamanna fyrir lögum og rétti. Þá þyrftu lögmenn að stíga fram og skýra lögin, ástæður lagasetningar og halda uppi rökstuddri gagnrýni á valda­ stofnanir samfélagsins. mál þinginu eru gerð skil hér að neðan en auk fram­ sögumanna tóku formenn lögmanna­ félaga á Norðurlöndum þátt í pallborðs­ umræðum að loknum fram sögum. gunnar jónsson hrl. var málþingsstjóri og stjórnandi pallborðs umræðna. réttarríkið á viðsjárverðum tímum Hlutverk lögmanna og lögmannafélaga skúli magnússon. Carolyn lamm.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.