Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 28

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 28
28 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags Hæstaréttarlögmenn 1945 í tilefni 25 ára afmælis Hæstaréttar 16. febrúar 1945 var tekin mynd af nær öllum hæstaréttarlögmönnum landsins í skikkjum sínum. fremri röð frá vinstri: garðar Þorsteinsson, sveinbjörn jónsson, lárus jóhannesson (þáverandi formaður lmfí), lárus fjeldsted, eggert Claessen, jón ásbjörnsson og theodór B. líndal. aftari röð frá vinstri: magnús thorlacius, sigurður Ólason, Ólafur Þorgrímsson, sigurgeir sigurjónsson, gunnar Þor steinsson, guttormur erlendsson, egill sigurgeirsson, guðmundur í. guðmunds son, ragnar Ólafsson, Hermann jónasson, gunnar j. möller, einar B. guðmundsson, kristján guðlaugsson, gústaf a. sveinsson og einar ásmundsson.20 vaNtar skeYti eitt sinn var Jón e. Ragnarsson staddur á Flórída þar sem honum fannst sér lítill sómi sýndur á hótelinu og þjónustan léleg. Hann sendi því Sigurði Georgssyni, félaga sínum, skeyti á þessa leið: „Vantar skeyti.“ Sigurður sendi honum þegar í stað skeyti til baka um að verð á gulli færi hækkandi en verð á demöntum lækkandi og spurði hvað ætti að gera - allt á ensku að sjálfsögðu. Jón lá við sundlaugarbakkann með pípuna sína þegar þjónninn kom ábúðarfullur á svip og sagði: -Það er skeyti til þín! -Æi, ég er í fríi, svaraði Jón. -en það er víst áríðandi, sagði þjóninn og var mikið niðri fyrir. -Æi, stundi Jón og spurði svo: -Hvað stendur í skeytinu? -Það stendur að verð á gulli sé að hækka og demöntum að lækka og spurt hvað eigi að gera? -Heyrðu, viltu svara þessu skeyti svona: „Can´t you understand i am on vacation“, sagði Jón og þjónninn gerði það. eftir þetta fékk Jón þessa fínu þjónustu á hótelinu. Sagan segir að síðar, þegar Sigurður Georgsson dvaldi á Ítalíu, hafi hann sent Jóni skeyti sem hljóðaði svona: „Vantar skeyti.“ Þetta var á sama tíma og Vatikanbankinn lenti í miklum fjárhagslegum áföllum og bankastjórinn hafði fundist hengdur undir brú í London. Jón á þá að hafa sent Sigurði skeyti sem hljóðaði svo: take the diamonds and run!

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.