Lögmannablaðið - 01.12.2014, Síða 30

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Síða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 Á LÉTTUM NÓTUM Léttleikandi sambabolti UTANHÚSSKNATTSPYRNUMÓT LMFÍ var haldið 27. september síðastliðinn. Mótið fór að þessu sinni fram á gervigrasvelli Frammara í Úlfarsárdal og þrátt fyrir að komið væri fram á haust jöfnuðust veðurskilyrði til knattspyrnuiðkunar þennan dag á við góðan og bjartan dag að vori. Sól skein í heiði og vindur var hægur. Ekkert var því til fyrirstöðu að spilaður yrði léttleikandi sambabolti meðal félagsmanna LMFÍ. Alls skráðu fimm lið sig til keppni þetta árið: CATO lögmenn, Járnsíða, LEX, LOGOS og OPUS. Leikin var einföld umferð í einum riðli á tveimur völlum. Dómarar voru ekki af verri endanum; Þorvaldur Árnason milliríkjadómari og Pétur Guðmundsson landsdómari. Eftir mikla baráttu og mörg góð tilþrif meðal leikmanna varð niðurstaða riðlakeppninnar eftirfarandi: Þrátt fyrir að enda jöfn að stigum hafnaði Járnsíða í öðru sæti riðilsins, en LEX í því þriðja. Ástæðan var sú að Járnsíða hafði betur í innbyrðis viðureign liðanna. Hið sama var að segja um endanlega niðurröðun LOGOS og CATO. Samkvæmt mótsreglum gilda fyrst úrslit innbyrðis viðureignar verði tvö eða fleiri lið jöfn að stigum. Þegar hér var komið við sögu var nokkuð farið að bera á þreytu meðal leikmanna, enda hver krefjandi leikurinn á fætur öðrum spilaður á um tveimur klukkutímum. Það varð hins vegar einungis til að auka mjög á keppnisskap leikmanna, enda mikill heiður að veði. Í leiknum um þriðja sætið milli LEX og LOGOS fór það að lokum svo að LEX fór með sigur af hólmi, 2-1. Úrslitaleikurinn milli OPUS og Járnsíðu Erlendur Þór Gunnarsson fyrirliði fagnaði bikarnum með stæl. Allt var lagt í sölurnar á vellinum Lið Mörk Stig OPUS 12-1 12 Járnsíða 3-5 6 LEX 4-6 6 LOGOS 5-11 3 CATO 5-6 3

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.