Lögmannablaðið - 01.12.2014, Page 32

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Page 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 AÐSENT EFNI HÖRÐUR FELIX HARÐARSON Aðgangur sakborninga og ákærðra að rannsóknargögnum Í GREIN SEM ég ritaði í 1. tbl. Lögmanna blaðsins fyrr á þessu ári var farið nokkrum orðum um samskipti verjenda við vitni í sakamálum. Tilefnið var dómur héraðsdóms í sakamáli nr. 127/2012 þar sem fundið var að því að verjendur hefðu við undirbúning aðalmeðferðar haft samband við tiltekin vitni og eftir atvikum sýnt þeim gögn. Í greininni var þeirri skoðun lýst að afstaða héraðsdóms væri án lagastoðar og andstæð lagareglum um hlutverk verjenda og reglum um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Þá var bent á að þessi takmörkun á réttindum ákærðu væri þeim mun alvarlegri þegar horft væri til þess hvernig aðgangi ákærðu að rannsóknargögnum var háttað í málinu. Ástæða er til að fylgja síðastnefndu athugasemdinni eftir með þessu greinarkorni. Ákvæði sakamálalaga Í 37. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er kveðið á um rétt sak­ bornings og verjanda til aðgangs að gögnum meðan á rannsókn máls stendur. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins á verjandi, svo skjótt sem unnt er, rétt á að fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn. Verjanda er skv. 4. mgr. ákvæðisins heimilt að láta skjólstæðingi sínum í té eintak af gögnunum eða kynna honum þau með öðrum hætti. Lögregla getur þó í undantekningartilvikum neitað verjanda um slíkan aðgang í allt að þrjár vikur vegna rannsóknarhagsmuna. Þá er í 3. mgr. 37. gr. sérákvæði um frekari takmarkanir á aðgangi í tilvikum þar sem öryggi ríkisins eða almennings er í húfi eða brýnir einkahagsmunir. Við útgáfu ákæru ber ákæruvaldinu að senda héraðsdómi sýnileg sönnunar­ gögn málsins ásamt skrá yfir gögnin, sbr. 154. gr. laga nr. 88/2008. Óski ákærði eftir skipun verjanda við birtingu ákæru sendir dómari verjanda jafnskjótt afrit af gögnum málsins, sbr. 157. gr. sömu laga. Í framkvæmd hefur hins vegar tíðkast að ákæruvaldið láti verjanda slíkt afrit í té, án milligöngu dómara. Tilkynning dómstólaráðs nr. 2/2012 Ástæða er til að vekja athygli á tilkynningu dómstólaráðs nr. 2/2012 en þar er að finna samskiptareglur við meðferð stórra efnahagsbrotamála. Samkvæmt því sem tilgreint er í inngangi umræddrar tilkynningar eru samskiptareglurnar afrakstur samráðs milli dómstólaráðs, ríkissaksóknara, sérstaks saksóknara og Lögmannafélags Íslands. Í 1. gr. tilkynningarinnar er tekið fram að með ákæru skuli fylgja yfirlit yfir öll gögn sem aflað hefur verið og ekki eru lögð fram með ákæru (áhersla HFH). Á verjandi þess kost að kynna sér þessi gögn hjá sækjanda eftir þingfestingu málsins með það fyrir augum að gera kröfu um að eitthvert þeirra verði lagt fram í málinu. Haldlagning gagna og leit í gögnum Við meðferð áðurgreinds sakamáls lagði ákæruvaldið hald á mikið magn gagna í fjölda húsleita, m.a. á starfsstöð Kaupþings banka hf. Við leit í rannsóknargögnum notuðust rannsakendur m.a. við fullkomið leitarforrit (Clearwell) til leitar í öllum rafrænum gögnum. Í eigin skýrslum rannsakenda var gerð grein fyrir þessari framkvæmd og að á grundvelli nánar tiltekinna leitarorða hefðu verið afmarkaðar nokkrar skrár (þýði) sem innihéldu mikið magn gagna. Einungis lítill hluti þeirra gagna var að endingu lagður fram í sakamálinu. Afstaða ákæruvaldsins Við meðferð sakamálsins reis marg­ þættur ágreiningur um aðgang að gögnum, m.a. um rétt ákærðu til afrita af geisladiskum sem höfðu að geyma upptökur af skýrslum, rétt til afrits af tölvupósthólfum ákærðu sjálfra og fleira. Ákærðu varð lítt ágengt í þessari viðleitni sinni en þó fékkst staðfest að ákærðu fengju að leita í eigin tölvupóstum á starfsstöð ákæruvaldsins. Eftir yfirferð framlagðra gagna í málinu og lauslega leit í tölvupóstum töldu ákærðu sýnt að meðal haldlagðra gagna væru ýmis gögn sem ættu erindi inn í málið. Í kjölfarið ákváðu tveir verjenda að fara á fund sérstaks saksóknara í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvernig aðgangi að öðrum haldlögðum gögnum yrði háttað. Á þeim fundi fengust þau svör að réttur ákærðu til aðgangs að gögnum tæki hvorki til haldlagðra gagna í heild sinni né þeirra gagna sem afmörkuð hefðu verið við leit í haldlögðum gögnum. Aðgangurinn væri því bundinn við tölvupóst ákærðu, auk þess sem ákærðu fengju aðgang að símtölum sem hefðu verið tekin upp á grundvelli úrskurða um heimild til

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.