Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 11 UMFJÖLLUN Anton Björn Markússon hrl. Davíð Örn Sveinbjörnsson LL.M. | hdl. Fanney Finnsdóttir lögfræðingur Guðmundur Siemsen hdl. Gunnlaugur Úlfsson hdl. Hrafnhildur Kristinsdóttir LL.M. | hdl. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir LL.M. | hdl. Jón Ögmundsson JD | hrl. Kristinn Hallgrímsson hrl. Linda Fanney Valgeirsdóttir hdl. Margeir Valur Sigurðsson hdl. Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl. Sigrún Helga Jóhannsdóttir hdl. Sigurður Valgeir Guðjónsson hdl. Snorri Stefánsson hdl. Stefán Þór Ingimarsson LL.M. | hdl. Telma Halldórsdóttir MA | hdl. Valgerður B. Eggertsdóttir LL.M. | hdl. Þórdís Bjarnadóttir hdl. Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Iceland (+354)520 2050 advel@advel.is advel.is lögmenn ADVEL LÖGMENN ERU Gestur Jónsson hrl. Ragnar Halldór Hall hrl. Gunnar Jónsson hrl. Hörður Felix Harðarson hrl. Einar Þór Sverrisson hrl. Gísli Guðni Hall hrl. Geir Gestsson hdl. Fulltrúar: Almar Þór Möller hdl. Árni Gestsson hdl. Hildur Leifsdóttir hdl. Hilmar Gunnarsson hdl. Védís Eva Guðmundsdóttir lögfr. Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 www.law.is þeim starfa, hafi unnið í einhvern tíma áður en þeir fara á hdl. námskeiðið, jafnvel í eitt til tvö ár. Í samtali við Lög manna blaðið sögðu forsvarsmenn nokkurra þeirra að námskeiðið nýttist lög fræð ingunum betur þegar þeir hefðu starfsreynslu og þeir sendu ekki lög- fræðinga á það fyrr en þeim þættu þeir vera tilbúnir. Lengi vel hafi viðhorfið verið að best væri að ljúka námskeiðinu af en það hefði nú breyst. Einn þeirra sagði starfsreynslu í skjala- og álits- gerðum nýtast þeim gríðarlega vel á hdl.-námskeiðinu en það væru mestu fallfögin. Ennfremur skilaði betri árangri að hafa farið með einhverjum í dómssal og vita aðeins hvað lögmennskan fjallaði um.Karl Axelsson hrl. hjá Lex, hefur lengi verið prófdómari í lögfræðilegri álitsgerð á hdl.-námskeiðinu og segir þá sem koma beint úr skóla verr í stakk búna til að ná prófinu. „Starfsreynsla er tvímælalaust til bóta og ég er því algjörlega hlynntur að farið yrði að krefjast hennar af lögfræðingum áður en þeir fara á hdl. námskeiðið,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur Lögmanna- blaðs ins bentu á að lögmannsstofurnar vildu fullvissa sig um að um framtíðar- starfs menn væri að ræða áður en þeir væru sendir á lögmannanámskeiðið. Námskeiðið væri tímafrekt og dýrt auk þess sem hdl. réttindin leiða oftast nær til launahækkunar. Þessar ástæður vægju einnig þungt þegar ákveðið væri hvenær lög fræðingar sæktu það. Lögmennska ekki meðfæddur hæfileiki Ólíkar skoðanir eru meðal lögmanna á því hvort gera eigi starfsreynslu að skilyrði til að fá lögmannsréttindi. Sumir hafa velt upp spurningunni hverra hagsmuna þeir sem eru því fylgjandi séu að gæta? Hvort raunverulega sé verið að gæta hagsmuna almennings, sem nýtir sér þjónustu lögmanna, eða hagsmuna starfandi lögmanna sem hafi áhyggjur af fjölgun í stéttinni og þeim afleiðingum sem hún getur haft á starfsumhverfi lögmanna. Umræðan sé til þess fallin að skerða enn frekar traust almennings á lögmannastéttinni en staðreyndin væri sú að langstærstur hluti lögmanna, jafnt ungra sem eldri, sinntu störfum sínum vel. Þá veltu nokkrir lögmenn sem rætt var við upp spurningum um hvers eðlis sú starfsreynsla yrði sem ætti að krefjast. Aðstaða nýútskrifaðra lögfræðinga til þess að fá vinnu við lögfræðistörf væri mismunandi og til dæmis gæti krafa um starfsreynslu lokað á möguleika þeirra lögfræðinga sem ekki hefðu tengslanet innan stéttarinnar, s.s. ættingja eða vini. Gæta þyrfti þess að ný útskrifuðum lögfræð ingum gæfust jöfn tækifæri til að afla sér starfsreynslu og tryggja þyrfti að þau störf sem um væri að ræða öfluðu þeim raunverulegar reynslu sem skilaði sér í auknum gæðum og betri lögmönnum. Einn lögmaður, sem starfað hefur á eigin stofu í bráðum 40 ár, sagði augljóst að krefjast þyrfti starfsreynslu því að lögmennska væri ekki meðfædd og aldrei yrði unnt að kenna nema ákveðna þætti í háskólanámi eða á námskeiði. Hann benti á að engum dytti í hug að fara til tannlæknis sem aldrei hefði lært að gera við tennur nema eftir leiðbeiningum í bók. Nýir lögmenn opna stofu Einstaka lögmenn hafa stofnað eigin lögmannsstofu um leið og þeir hafa fengið lögmannsréttindi, jafnvel án þess að hafa reynslu af lögmannsstörfum. Ástæður þess eru mismunandi en dæmi eru um lögmenn sem hafa árangurslaust leitað að starfi á lögmannsstofu og hafa því séð sig knúna til að opna eigin stofu. Á Norðurlöndunum eru gerðar mis mun andi kröfur til lögmanna sem ætla að stofna eigin stofu. Í Danmörku þurfa lögmenn til að mynda að hafa

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.