Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 17 UMFJÖLLUN Ný stjórn Nafn: Óttar Pálsson hrl. Vinnustaður: LOGOS lögmannsþjónusta. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Síðan árið 1997. Sérhæfing í lögmennsku: Félagaréttur, gjaldþrotaréttur og málflutningur. Hve lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Í næstum því tvö ár. Hver eru helstu áhugamál þín? Tónlist, ferðalög, íþróttir og lögfræði. Fjölskylduhagir: Kvæntur Önnu Rut Þráinsdóttur vinnusálfræðingi. Börn: Saman eigum við þrjú börn, þriggja ára stúlku og níu og tólf ára drengi. Nafn: Berglind Svavarsdóttir hrl. Vinnustaður: Acta lögmannsstofa ehf. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Í rétt tæp tuttugu ár. Sérhæfing í lögmennsku: Skipta- og kröfuréttur auk sifja- og erfðaréttar. Hve lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Þetta er fyrsta árið sem ég sit sem aðalmaður en hef setið sem varamaður frá því haustið 2014. Hver eru helstu áhugamál þín? Lestur, skíði, ferðalög og bara almenn útivist og hreyfing. Fjölskylduhagir: Gift Friðfinni Hermannssyni ráðgjafa. Börn: Tveir strákar, 23 og 19 ára, og 14 ára stelpa. Nafn: Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. Vinnustaður: JP lögmenn (en þó aðallega Kaupþing). Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Hef starfað við lögmennsku í 21 ár. Öðlaðist HDL-réttindi árið 1995 og HRL-réttindi árið 2002. Sérhæfing í lögmennsku: Félagaréttur og stjórnhættir hlutafélaga, gjaldþrotaréttur og sakamálaréttarfar. Þótti einnig liðtækur í höfundarétti og eignarétti hér áður fyrr. Hve lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Ég hef setið í aðalstjórn frá 2014 og var varamaður í nokkur ár á undan. Hver eru helstu áhugamál þín? Ferðalög, stangveiði, skíði og fótbolti. Svo hef ég verið virkur sjálfboðaliði í Rauða krossinum á Íslandi undanfarin 20 ár. Fjölskylduhagir: Kvæntur Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur MBA. Börn: Tvær dætur; 20 ára og fjögurra ára og tveir synir; 18 ára og sjö ára. Nafn: Árni Þór Þorbjörnsson hdl. Vinnustaður: Landsbankinn hf. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Ég hef starfað sl. tólf ár sem innanhúslögmaður í Landsbankanum, þar af síðustu sjö árin sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Sérhæfing í lögmennsku: Fjármögnun, bankaréttur og félagaréttur. Hve lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Frá aðalfundi 2015. Hver eru helstu áhugamál þín? Veiði, útivist og tónlist.. Fjölskylduhagir: Ég á þrjú börn; 16, 17 og 23 ára snillinga. Óttar Pálsson hrl. Berglind Svavarsdóttir hrl. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. Árni Þór Þorbjörnsson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.