Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15
UMFJÖLLUN ríkir skilningsleysi á því hvað reynsla og menntun lögmanna stendur fyrir. Dæmi um það er að á síðasta þingi var felld burt úr lögum aldagömul heimild lögmanna til að vera löggiltir fasteignasalar. Enginn áttar sig á því að það eru lögmenn sem sjá um flóknustu fasteignaviðskiptin og þegar eitthvað bregður útaf varðandi fasteignaviðskipti í höndum löggiltra fasteignasala er kallað á lögmenn. Á sama tíma má ekki treysta lögmönnum fyrir slíkri löggildingu. Þetta er að mínu mati óskiljanlegt.“ Reynsluleysi getur valdið háska Það var haft eftir þér í fjölmiðlum fyrr á þessu ári að þú teldir þörf á að að setja skilyrði um starfsreynslu áður en lögfræðingar geti öðlast málflutningsréttindi. Af hverju telur þú þess þurfa? „Ef við ætlum að hafa það kerfi til öflunar lögmannsréttinda sem við búum við núna þá hljótum við að vilja haga því þannig að það sé eitthvað raunverulegt á bakvið réttindin. Ef það á að vera hægt að taka út réttindi án nokkurrar starfsreynslu þá er það beinlínis háskalegt. Dyggðir læra menn með því að iðka þær, sagði Aristóteles. Þannig getur það verið háskalegt að menn séu farnir að starfa sjálfstætt sem lögmenn án þess að hafa gengið í gegnum nokkra skólun hjá sér eldri og reyndari mönnum eða yfir höfuð starfað við fagið. Þetta varðar svosem ekki einungis nýliðana í stéttinni því að það eru alveg dæmi um að lögmenn sem hafa verið í stéttinni ansi lengi séu búnir að missa sjónar á því hverjar starfsdyggðirnar eru. Það þarf að huga betur að því hvernig á að taka á því. Reynslan er ekki endilega ávísun á gæði en reynsluleysi getur verið hættulegt. Þetta er umhugsunarefni ekki síst vegna þess að það er ekki hægt að líta svo á að störf lögmanna séu einkamál lögmannsins og viðskiptavinarins. Ef um er að ræða lögmann sem leggur mál fyrir dómstóla sem ekki á heima þar þá er ekki bara verið að sóa tíma dómstóla, heldur einnig annarra lögmanna, skapa gagnaðilanum tjón og beinlínis vinna gegn almannahag. Maður heyrir alltaf meira og meira af málum sem eiga hreinlega ekki heima í dómstólum, þau eru illa fram sett og það hefur í engu verið ígrundað hvort málsgrundvöllurinn sé til staðar. Ég tel það skyldu hvers lögmanns að meta hvort hagsmunirnir séu með þeim hætti að málið og málstaðurinn sé þess verður að dýrmætur tími dómstólanna eigi að fara í að leysa úr því. Ég er hlynntur samkeppni milli lögmanna, en hún verður að fara fram á réttum forsendum. Aukin samkeppni má t.d. ekki leiða til þess að lögmenn gefi afslátt af siðferðiskröfum sem þeir gera til sjálfs síns með því að etja viðskiptavinum sínum í tilgangslaus mál.“ Ætlar þú í þinni formannstíð að beita þér fyrir starfsreynsluskilyrði? „LMFÍ hefur sent margar tillögur til breytinga á lögmannalögum í gegnum Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Daniel D. Teague, skjalaþýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.