Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 Á LÉTTUM NÓTUM SUMARIÐ FÓR HÆGT af stað þetta árið, hvort sem litið er til veðurs eða viðureigna lögmanna á golfvellinum. Það má segja að sumarið hafi ekki byrjað fyrr en um miðjan júní og þá fóru kylfingar að taka við sér. Golfnefnd ákvað að gefa bestu kylfingum stéttarinnar nokkrar vikur til að koma sér í form og því var ekki blásið til leiks á keppnistímabilinu fyrr en í byrjun ágúst. Hófst þá farsælt og sigursælt skeið lögmanna á golf- vellinum. Venju samkvæmt kepptu lög menn innbyrðis auk þess sem þeir sameinuðu krafta sína í keppni við læknastéttina. Því miður féll leikurinn gegn tannlæknum niður þetta árið en þeir leikir hafa verið afar árangursríkir fyrir lögmenn undanfarin ár. Keppni við lækna Það voru 40 keppendur sem mættu galvaskir á Urriðavöll þann 9. ágúst þar sem leikin var holukeppni á milli lækna og lögmanna. Lögmenn mættu með bikarinn til leiks eftir frækinn sigur á síðasta ári og segja má að sigurinn hafi ekki verið í mikilli hættu. Keppnin endaði með nokkuð öruggum sigri lögmanna – 6,5 vinningar gegn 3,5 vinningum. Bikarinn verður því áfram hjá vörðum réttlætisins. Minningarmót Guðmundar Markús sonar og Ólafs Axelssonar Árlegt minningarmót um lögmennina Guðmund Markússon og Ólaf Axels son var haldið á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi þann 18. ágúst. Þeir Guðmundur og Ólafur voru miklir talsmenn golf- íþróttarinnar innan Lögmanna félagsins og var gaman að fá að taka þátt í golfmóti til heiðurs þeim. Alls mættu 13 keppendur til leiks og var leikin punktakeppni með og án forgjafar. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi. PUNKTAKEPPNI MEÐ FORGJÖF ­ ÓLAFS AXELS BIKARINN 1. Gísli Guðni Hall 33 punktar 2. Bragi Dór Hafþórsson 31 punktur 3. Gunnar Viðar 30 punktar PUNKTAKEPPNI ÁN FORGJAFAR ­ GUÐMUNDARBIKARINN 1. Gísli Guðni Hall 29 punktar 2. Gestur Jónsson 18 punktar 3. Bragi Dór Hafþórsson 18 punktar Meistaramót lögmanna Risamót risamótanna var haldið mánu- daginn 31. ágúst á Hólmsvelli í Leiru. Að þessu sinni mættu 26 kylfingar til að leika golf við afar góðar aðstæður. Að venju var leikinn höggleikur með og án forgjafar og var það sigurvegari í forgjafarleiknum sem krýndur var lögmannameistari. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Bernharð Bogason lét sig ekki vanta á Urriðavöll í leik gegn læknum. Golfsumarið 2015 Verðir réttlætisins sakna kvenna Saksóknarinn Óli Ingi Ólason er hér búinn að h laða í eitt teighögg og horfir á eftir knettinum kljúfa vindinn í Leirunn i. Ragnar Baldursson og Guðni Á. Haraldsson fylgdust með töktunu m. Það var rjómablíða sem lék við keppendur á Urriðavelli. Hæstaréttarlögmennirnir Friðjón Frið­ jóns son og Guðni Á. Haraldsson ásamt fulltrúum hinnar læknandi stéttar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.