Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 3
Sviku út 40 milljónir Sem hurfu SporlauSt Hjólar í gamla vinnuveitendur n Elín Hirst segir fréttstofu RÚV vera helstu klappstýru ríkisstjórnarinnar R ÚV hefur sætt talsvert mikill gagnrýni fyrir það af hálfu stjórnarandstæðinga að vera helsta klappstýra ríkisstjórn­ arinnar sem nú situr. Þótt ég reyni alltaf að finna fyrst hinar eðlilegu og heiðarlegu skýringar á hlutunum þá hefur mér oft og tíðum blöskrað hvernig fréttastofan virðist sjá heim­ inn með gleraugum ríkisstjórnar­ innar,“ segir Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri fréttastofu Ríkissjón­ varpsins og núverandi kandídat í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum. Orð sín lét Elín Hirst falla á fundi sjálfstæðismanna í Mosfells­ bæ, en hún hélt þar erindi, í síðustu viku. „Á tímabili voru fréttamenn RÚV farnir að tala um skattabreytingar í stað skattahækkana, svo dæmi sé tekið,“ segir Elín sem segist hafa miklar áhyggjur af fjölmiðlum á Ís­ landi sem verði æ viðkvæmari fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Segir hún þá tíð er fjölmiðlar voru skýr flokks­ gögn og afsökuðu það ekki, ef til vill hafa verið skárri. Það hafi þó ver­ ið ærlegt. „Ég hef áhyggjur af fjöl­ miðlamönnum sem vinna við þess­ ar kringumstæður þar sem í dag er erfitt að fá atvinnu og menn vilja síst af öllu missa hana. Dregur það ekki úr dug þeirra og þori til að hafa aðr­ ar skoðanir; jafnvel skoðanir sem eru óvinsælar inni á ritstjórninni? Ég segi hiklaust já,“ segir Elín. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, blæs á þessar áhyggjur Elínar og segir fréttastofuna vera ýmist sak­ aða um að vera of vinstrisinnaða eða of hægrisinnaða, það hljóti að vera jákvætt. „Þegar Elín Hirst var hér fréttastjóri lá hún undir stöðug­ um ásökunum um að reka helbláa fréttastofu. Það gerði hún ekki. Hún rak heiðarlega fréttastofu alveg eins og eftirmaður hennar gerir nú – enda mestmegnis sömu metnaðarfullu og heiðarlegu fréttamennirnir sem eru að störfum,“ segir Páll í samtali við Pressuna. n astasigrun@dv.is 2 Fréttir Klappstýra ríkisstjórnarinnar Elín segir að sér blöskri oft fréttaflutningur RÚV enda sé hann tíðum of hliðhollur ríkisstjórninni. n Allir sakborningar vilja sýknu eða lægstu mögulegu refsingu n Peningarnir ófundnir Fréttir 3Miðvikudagur 17. október 2012 en í gagnagrunni Creditinfo er hægt að nálgast skönnuð skjöl þar sem stjórnarmenn skrifa oftar en ekki sjálfir undir. Í vitnaleiðslum í mál­ inu kom fram að pappírar hafi ver­ ið gegnumlýstir á glerborði þegar verið var að falsa undirskriftir. Út­ prentuð skjöl úr Creditinfo fundust við húsleit heima hjá Helga Ragnari. Einfeldni ekki ólögleg Verjendur minnst tveggja sakborn­ inga í málinu sögðu að augljóst væri að skjólstæðingar sínir hefðu verið notaðir sem viljalaus verkfæri í svik­ unum. Lögmennirnir töluðu um að skjólstæðingar sínir væru einfaldir og að einfeldni væri ekki ólögleg. Þá sögðu verjendur þeirra Hans Aðal­ steins Helgasonar og Jóns Ólafs Ró­ bertssonar, sem tóku við hluta fjár­ munanna, að skjólstæðingar sínir hefðu ekki vitað um svikin heldur að­ eins lánað vinum sínum bankareikn­ ingana sína. Hans Aðalsteinn bar því einnig við að hann hafi trúað því að verið væri að skapa veltu á reikningi sínum í þeim tilgangi að hann gæti fengið íbúðalán hjá Íbúðalánasjóði til kaupa á fasteign í Hafnarfirði. Lög­ maður hans sagði að slíkt væri mikið stundað á Íslandi. n Mættu ekki Sakborningarnir mættu ekki þegar verjendur þeirra fluttu mál sitt fyrir dómi. Mynd SigtRygguR ARi Tvö þúsund útköll hjá Hálendisvakt U mtalsverð fjölgun var á verk­ efnum hjá Hálendisvakt björgunarsveita í sumar frá því sem áður var. Í tölum frá Hálendisvaktinni kem­ ur fram að skráð verkefni voru 1.917 en það þýðir 59 prósenta fjölgun frá sumrinu 2011 þegar verkefnin voru 1.204 talsins. Verkefni Hálendisvakt­ arinnar nema aðeins broti af þeim verkefnum sem björgunarsveit­ ir sinna á ári hverju en gefa vissa mynd af stöðunni eins og hún er yfir sumar mánuðina. góður árangur „Okkar tilfinning er klárlega sú að þetta sé að skila árangri,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna, aðspurður hvort árangur væri af starfinu. „Oft erum við að hjálpa fólki á síð­ ustu mínútu.“ Hann segir að verk­ efnið hjálpi líka til við að skapa góða ímynd fyrir Ísland. Kostnaðarsamt er að halda úti verkefnum eins og Hálendisvaktinni og byggist rekstur hennar að stærst­ um hluta á sjálfboðaliðum og þeirra vinnu. „Við höfum verið að fá styrki í þetta verkefni en það er samt þannig að þetta er sjálfboðaliðastarf,“ seg­ ir hann og bætir við að styrkir fjár­ magni aðeins lítinn hluta starfsem­ innar. Frá því að verkefnið hófst hefur það verið eflt ár frá ári. „Ég held við verðum að gera það til að mæta þess­ um fjölda,“ segir Jónas. Hann segir þó ekki bara spurningu um að bæta við hópum heldur þurfi að bæta þann útbúnað sem notast er við. „Við þurf­ um að efla fjarskiptin og tækjabún­ að.“ Útköllum fjölgaði talsvert Hálendisvaktin var starfrækt á tímabilinu 22. júní til 24. ágúst í sum­ ar og voru 191 aðili sem tók þátt auk 28 björgunarsveita. Hóparnir sem tóku þátt í verkefninu voru staðsett­ ir á svæðinu norðan Vatnajökuls, á Sprengisandi, á Kili og tveir hópar að Fjallabaki. Nóg var að gera hjá hóp­ unum og björgunarsveitunum þar sem mikil fjölgun var bæði á almenn­ um verkefnum, sem eru minniháttar verkefni, og á útköllum þar sem kalla þurfti eftir aðstoð björgunarsveita úr byggð. Útköllin voru 524 síðastliðið sum­ ar en voru 244 sumarið 2011 en al­ mennu verkefnin 1.495, sem er aukn­ ing um 56 prósent frá árinu áður þegar 960 beiðnir bárust. Almennu verkefnin eru yfirleitt smávægileg aðstoð en samkvæmt Hálendisvakt­ inni eru þau skilgreind sem leiðbein­ ingar til ferðamanna varðandi leiða­ val og útbúnað sem og minniháttar bilanir. Helmingur vegna bíla Sé litið til allra verkefna sem Hálendisvakt björgunarsveita sinnti í sumar kemur í ljós að stærsti hópur­ inn sem þurfti á aðstoð Hálendisvakt­ arinnar að halda var göngufólk en það tengdist 29 prósentum verkefna vaktarinnar. Ferðamenn á eigin veg­ um akandi á jepplingum reyndust svo tengjast 18 prósentum verkefn­ anna og ferðamenn á eigin vegum á litlum jeppum í kringum 17 prósent. Af öllum útköllunum, það er stærri verkefnum, sem Hálendisvakt­ in sinnti, var tæpur helmingur vegna bíla en um 20 prósent þeirra, eða 100, voru vegna slysa eða veikinda – minniháttar slysa á fólki, á borð við fóta­, ökkla­ eða handleggsáverka, en einnig töluvert um veikindi. Sam­ kvæmt tölfræði sem Hálendisvaktin hefur birt kemur fram að í fyrsta sinn hafi borið mikið á aðstoð við ferða­ menn á langferðabifreiðum en þau verkefni námu þó aðeins um fjórum prósentum útkalla. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Mikil fjölgun á verkefnum Hálendisvaktar björgunarsveitanna „Oft erum við að hjálpa fólki á síðustu mínútu nóg að gera Það hefur verið nóg að gera hjá sjálfboðaliðum Hálendisvaktarinnar í sumar en hún starfaði frá 22. júní til 24. ágúst í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.