Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 4
Ísafjörður Pilturinn sem fyrir árásinni varð, mun vera mikið marinn í andliti og á bringu. Þarf ekki að ljúka skilorði hér n Mark Doninger er farinn heim í leit að samningi E nski knattspyrnumaðurinn Mark Doninger þarf ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið tvisvar dæmdur fyrir lík- amsárás á þessu ári. Doninger var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og einstaklingum sem fá slíka dóma er frjálst að flytja úr landi og ljúka skil- orði þar. Íslenska ríkið leggur á þá engar kvaðir um að þeir dvelji hér á landi þar til skilorði lýkur, nema sér- staklega sé kveðið á um slíkt í dóms- úrskurði. Doninger var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa í fyrra í tvígang beitt þáverandi kærustu sína grófu of- beldi á Akranesi. Árásirnar áttu sér stað 22. maí og 30. október 2011, sú fyrri á skemmtistaðnum Breiðinni, en hin á heimili hans. Í seinna skipt- ið þurfti Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA að ganga á milli og stöðva Don- inger, eftir að liðsfélagar Doninger í ÍA og sambýlismenn treystu sér ekki til að ganga á milli. Þessir 45 dagar koma til hegningarþyngingar á fyrri dóm, en Doninger fékk í apríl síð- astliðnum fjögurra mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir að kasta bjórglasi í mann á skemmtistað á Akranesi í fyrra. Mark Doninger, sem er 22 ára miðjumaður, hóf tímabilið í sumar með ÍA í Pepsi-deild karla en gekk á miðju sumri til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Samdi hann við liðið út tímabilið en er nú samningslaus og í leit að liði. Hann hélt aftur til Eng- lands á dögunum en óljóst er hvort hann eigi afturkvæmt í íslenska knattspyrnu eftir dómana. 4 Fréttir 17. október 2012 Miðvikudagur Guðmundur Alfreð Jóhannsson Sjálfstæður dreif ingaraðil i hjá Forever Living Products . Þessi níu daga hreinsikúr hreinsar líkamann af óæskilegum efnum og kemur þér vel af stað í átakinu. Algengast er að fólk sé að losa sig við 3–7 kg á þessum níu dögum. Clean 9 detox/hreinsikúrinn hefur svo sannarlega verið vinsæll Verð: 17.900 kr. Sími: 848 8001 Árétting Í mánudagsblaði DV kom fram að Sigurpáll Jóhannes- son, sem var hand- tekinn á pókerklúbbi í Ármúla, væri fasteignasali. Af því tilefni skal tekið fram að Sigurpáll hefur verið sölumaður fasteigna en er ekki löggiltur fasteignasali. Samningslaus Mark Doninger var lykil- maður í knattspyrnuliði ÍA á Akranesi og var ráðinn sem slíkur í Stjörnuna á miðju sumri. Hann er nú samningslaus. Fella niður smálán: Geðfatlaðir fá afskriftir Lán geðfatlaðra einstaklinga hjá smálánafyrirtækjunum 1909 ehf., Hraðpeningum ehf., Kredia ehf. og Smálána ehf. verða felld niður að fullu og lokað verður á lán- veitingar til einstaklinga á aldrinum 18 til 20 ára þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá sam- bandi smálánafyrirtækja. Þar segir að ákvörðun þessa efnis hafi tekin á fundi Útlána, samtaka fjármála- fyrirtækja án umsýslu fjármuna annarra, á mánudag. Mikið hefur verið fjallað um smálánafyrirtækin og meðal annars sagði DV fréttir af því að fíklar undir tvítugu fjármögn- uðu neyslu sína með smálánum. „Við höfum fengið ábendingar um að einhverjir af lánþegum að- ildarfyrirtækjanna kunni að vera einstaklingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða,“ sagði Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána í tilkynningunni. „Aðstandendur Útlána vilja leggja sitt af mörkum til þess að greiða úr vandamálum þessa hóps. Því stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða að setja sig í samband við sinn lánveit- anda og sækja um fulla niðurfell- ingu höfuðstóls, áfallins kostnaðar og vaxta.“ NemaNdi lamiNN með járNplötu Þ eir beygja hann ekki svo glatt,“ segir faðir drengs í Menntaskólanum á Ísafirði, sem mátti þola grófa árás frá tveimur samnemendum sínum á mánudag. Tveir piltar gengu í skrokk á piltinum, en allir málsað- ilar eru undir lögaldri. Pilturinn sem ráðist var á ætlar að sögn föður síns ekki að láta atvikið verða til þess að hann hætti í skólanum. Marinn í andliti og á bringu Samkvæmt heimildum DV var nem- andinn dreginn inn á salerni af tveimur samnemendum sínum á fjórða tímanum og hann barinn með járnplötu sem annar árásarmanna hafði tekið með sér úr smíðatíma. Árásarþolinn var fluttur á sjúkrahús- ið á Ísafirði til aðhlynningar. Hann mun vera með áverka í andliti og bringu auk þess sem kvarnaðist úr tönn. Lögreglan á Ísafirði staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í mál- inu, en segir rannsókn þess vera á frumstigi. Þegar þetta er skrifað var aðeins búið að taka skýrslu af fórn- arlambinu, en ekki búið að yfirheyra aðra málsaðila. Samkvæmt heimild- um blaðsins eru árásarmennirnir 16 og 17 ára. „Beygja hann ekki svo glatt“ Faðir fórnarlambsins sagði í sam- tali við DV að syni sínum væri mjög brugðið eftir árásina. „Honum nátt- úrulega bregður við svona eins og gefur að skilja. Það er búið að kæra þetta og málið er komið í ferli bæði hjá skólanum og lögreglunni.“ Hann segist ekki vita hverjar ástæður á bak við árásina eru. „Mér skilst nú að að þetta sé ekki einsdæmi hjá þess- um drengjum sem að þessu stóðu. Kannski er verið að reyna að búa til ótta gagnvart einhverjum eins og stundum gerist þegar menn hópa sig saman. Hann er víst ekki sá fyrsti sem verður fyrir aðkasti af þeirra hálfu.“ Hann segir piltinn ekki ætla að láta árásina hafa áhrif á skólagöngu sína og mun hann halda áfram að mæta ótrauður í skólann. „Já, já, hann ætl- ar að halda áfram í skólanum. Þeir beygja hann ekki svo glatt.“ Nemandi í skólanum sem ekki vill koma fram undir nafni segir annan árásarmannanna hafa haft sig meira frammi og hinn hafi í raun ekki gert annað en að stía þeim í sundur. Hann segir að ástæðu árásarinnar megi rekja til ágreinings um bílamál en það hefur ekki fengist staðfest. Athuga málsatvik áður en gripið er aðgerða „Okkar fyrstu viðbrögð eru að fá öll málsatvik og hafa samband við alla hluteigandi aðila áður en við grípum til aðgerða. Það er erfitt að grípa til alvarlegra aðgerða áður en við þekkjum allar hliðar máls- ins,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði, um málið en hann vill ekki gefa upp að svo stöddu hvort nem- endunum hafi verið vikið úr skóla vegna árásarinnar. Hann segir að fundað verði með starfsmönnum og nemendum skól- ans í dag, miðvikudag, áður en gef- in verður út tilkynning vegna máls- ins. Gauti Geirsson, formaður nem- endafélags Menntaskólans á Ísa- firði, segir nemendur slegna yfir at- vikinu. „Það eru allir miður sín yfir þessu og þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki.“ n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Alvarleg líkamsárás á nemanda í Menntaskólanum á Ísafirði„ Já, já, hann ætlar að halda áfram í skólanum. Leiðrétting Í úttekt DV síðastliðinn mánu- dag um stöðu lífeyrissjóðanna árið 2011 urðu þau mistök að þegar tryggingafræðileg staða 20 stærstu lífeyrissjóða lands- ins var borinn saman var staða Lífeyrissjóðs starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar tekin en ekki staða Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja. Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var -4,2 prósent en ekki -94,4 pró- sent líkt og fullyrt var. Þar með lenti Lífeyrissjóður Vestmanneyja í 14. sæti af 20 stærstu lífeyris- sjóðum landsins en ekki 19. sæti. Var með 25 stig en ekki 10 stig. Tryggingafræðileg staða sjóðs- ins er því sú fimmta besta af 20 stærstu sjóðum landsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.