Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 13
Pandórubox Rachel Corrie Erlent 13Miðvikudagur 17. október 2012 Með nítján börn í bílnum Lögreglan í Pretóríu í Suður-Afr- íku vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún stöðvaði konu á lítilli Renault Clio-bifreið. Því fór fjarri að konan væri ein í bif- reiðinni því í henni voru hvorki fleiri né færri en nítján börn á aldrinum fjögurra til sex ára. Kon- an, Melanie Minnie, er leikskóla- kennari en hún hafði ákveðið að skjótast með börnin í hádegismat. Sex börn reyndust vera í skottinu, þrjú í framsætinu en hin tíu voru í einni stórri hrúgu í aftursætunum. Börnunum varð ekki meint af öku- ferðinni en Melanie fékk himin- háa sekt vegna málsins. Karadzic neitaði sök Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serbía, hóf vörn sína fyrir stríðsglæpadómstóln- um í Haag á þriðjudag. Hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar á með- al fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995 þar sem yfir sjö þúsund manns voru myrtir. Karadzic neit- aði sakargiftum og sagði að hann ætti frekar skilið að fá verðlaun fyrir að koma í veg fyrir þjáningu óbreyttra borgara. Karadzic var handtekinn í Belgrad árið 2008 eftir að hafa verið eftirlýstur í tæp þrettán ár. Fyrsti kven- leiðtogi Afríkusam- bandsins Nkosazana Dlamini-Zuma varð á mánudag fyrst kvenna til að komast til æðstu metorða innan Afríku sambandsins þegar hún tók við forsetaembætti sambands- ins. Tilgangur sambandsins er að stuðla að friði, auknum mann- réttindum og sjálfbærum efnahag Afríkuríkja en það var stofnað árið 2001. Dlamini-Zuma var þar til nýlega innanríkisráðherra Suður- Afríku og gegndi einnig embætti utanríkisráðherra landsins. Fráfarandi forseti, Jean Ping, afhenti Dlamini-Zuma völdin við formlega athöfn í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, á mánudag, en hann hafði verið forseti sam- bandsins síðan árið 2008. B laðamenn sem fjalla um Ísr- ael eru iðulega spurðir hvers vegna þeir kalli Hamas-sam- tökin ekki hryðjuverkasam- tök? Það er sanngjörn spurn- ing, segir blaðamaðurinn Chris McGreal í nýlegri grein á vef Guard- ian, og bætir við að það sé fullkom- lega eðlilegt að kalla þá sem sprengja saklausa borgara í loft upp hryðju- verkamenn. Vandinn er hins vegar sá, bætir hann við, að með þessari skilgrein- ingu vaknar spurningin um hvort ekki beri að kalla gjörðir ísraelska hersins hryðjuverk, og hermennina sjálfa hryðjuverkamenn? Sérstak- lega þegar hann [herinn] nýtir skipu- leg dráp til að valda skelfingu á með- al saklausra borgara í Palestínu og brjóta þá niður. Morðið á Rachel Corrie Chris McGreal, sem nú er fréttaritari Guardian í Washington, var eitt sinn fréttaritari í Jerúsalem, en í nýlegri grein fjallar hann sérstaklega um mál bandaríska aðgerðasinnans Rachel Corrie sem lét lífið eftir að hún varð undir jarðýtu á vegum Ísraelshers á Gaza árið 2003. Hún var að mótmæla aðgerðum Ísraelshers og kerfis- bundinni eyðileggingu palestínskra heimila þegar jarðýtunni var ekið yfir hana. Rachel Corrie ætti að vera fréttaþyrstum Íslendingum kunn en foreldrar hennar, þau Cindy og Craig Corrie, tóku fyrir hennar hönd á móti friðarverðlaunum Lennon/Ono í Hörpu í síðustu viku. Mál foreldra Corrie gegn ísraelska hernum var tekið fyrir í ísraelskum dómstólum í lok ágúst. McGreal greinir frá því að þar hafi ísraelski dómarinn verið við sama heygarðs- hornið og aðrir dómarar í málinu. „[Dómarinn] viðhélt þeim skáldskap að dauði Corrie hefði verið hræðilegt slys og byggði niðurstöðuna á rann- sókn hersins, en sú rannsókn er al- mennt álitin svo mikill hvítþvottur að meira að segja sendiherra Banda- ríkjanna í Ísrael þorði hvorki að lýsa henni sem ítarlegri né trúverðugri,“ skrifar McGreal. Allir lögleg skotmörk Í umfjöllun McGreal kemur fram að þrátt fyrir að foreldrar Corrie hafi ekki fengið réttlætinu fullnægt í rétt- arhöldunum, þá hafi réttarhöldin sem slík náð að sýna fram á blóðuga slóð ísraelska hersins, opnað eins konar „pandórubox“ ef svo má segja. „Þau knúðu fram réttarhöld sem sýndu fram á að dauði hennar var ekki tilviljunarkenndur, heldur hluti af mynstri drápa sem áttu sér stað í daglegum árásum Ísraelshers, og var ætlað að hræða palestínska borgara á Gaza til hlýðni,“ segir í umfjöllun McGreal. Í gögnum málsins sem lögð voru fyrir dóm kom meðal annars fram að saklaus börn urðu að réttmætum skotmörkum fyrir það eitt að ganga yfir rauða línu, sem enginn þó sá, nema hermennirnir sjálfir, þar sem línuna var hvergi að finna nema á þeirra eigin kortum. Þá skilgreindi herinn Gaza-svæðið í heild sinni sem stríðssvæði þrátt fyrir að vita að þar byggi fjöldi saklausra borgara. McGreal kemst að þeirri niðurstöðu að reglur hersins hafi verið svo víðar að næstum hver sem er hafi verið löglegt skotmark. Þannig hafi verið hægt að fría hermenn ábyrgð, eins og sést í niðurstöðu dómsins í lok ágúst. Hundruð barna skotin Chris McGreal var fréttaritari Guardian í Jerúsalem á þeim tíma sem valtað var yfir Rachel Corrie (bókstaflega) en hann rifjar upp viðtal sem hann tók við ísraelska hershöfðingjann Pinhas Zuaretz nokkrum vikum eftir dauða henn- ar. „Ég ræddi við hann um það hvers vegna svo mörg börn væru skot- in af ísraelskum hermönnum þegar enginn átök væru í gangi. Útskýr- ingar hans voru óhugnanlegar.“ Fram kemur að á þessum tíma hafi 400 börn verið búin að týna lífi vegna árása ísraelskra hermanna á þessum tíma. McGreal segist hafa einbeitt sér að því að spyrja hers- höfðingjann ítarlega út í dauða sex barna sem áttu sér stað á tíu vikna tímabili –öll í kringumstæðum fjarri bardaga. „Ég man eftir helförinni“ „Ein þeirra dánu var tólf ára stelpa, Haneen Abu Sitta, drepin í Rafah á Gaza þegar hún var að ganga heim úr skólanum nálægt öryggisgirðingu við eina landnemabyggðina í Gaza,“ skrifar McGreal og bætir við að her- inn upphugsað útskýringu með því að ljúga til um að Haneen hefði verið drepin í miðjum skotbardaga sem hefði átt sér stað á milli Ísraels- manna og Palestínumanna. Zuaretz hafi hins vegar viðurkennt fyrir hon- um að það hafi ekki verið neinn bar- dagi og að stúlkan hefði verið skotin af hermanni sem átti ekkert með að skjóta úr byssunni. Það sama átti við um drápin á hinum börnunum. Zuaretz sagðist fullur eftirsjár, segir McGreal, en þrátt fyrir það ætl- aði hann ekki að gera neitt í mál- inu. Í lok viðtalsins útskýrði hann að morðin á börnunum hefðu verið nauðsynleg í baráttu Ísrael fyrir tilvist sinni. „Ég man eftir helförinni. Við höfum val – að berjast gegn hryðju- verkamönnum eða standa frammi fyrir því að verða umlukin logunum á nýjan leik,“ sagði hann. Fyrir rétti út- skýrði Zuaretz svo að allt Gaza-svæð- ið væri átakasvæði og hver sem færi þar um væri löglegt skotmark. Óbreytt staða Chris McGreal fjallar um fleiri slík mál. Meðal annars drápið á ellefu ára dreng, Khalil al-Mughrabi, árið 2001. Útskýring hersins var á þá leið að Mughrabi hafi verið þátttakandi í óeirðum sem ísraelskir hermenn hafi þurft að kveða niður. Síðar komu fram gögn á vegum hersins sem sýndu fram á að óeirðirnar umræddu höfðu átt sér stað mun fyrr þennan dag og að opinbera skýringin væri lygi. „Skilaboðin til hins almenn her- manns voru skýr: þú hefur frjálsar hendur vegna þess að herinn mun vernda þig til að vernda sjálfan sig. Það er þessi friðhelgi frá því að þurfa að axla ábyrgð sem varðaði leiðina að dauða Corrie,“ segir McGreal. Corrie var ekki eini útlendingur- inn sem týndi lífi á þessum árum. Nokkru seinna skutu ísraelskir her- menn James Miller, breskan heim- ildamyndagerðarmann, sem og Tom Hurndall, breskan ljósmyndara og aðgerðasinna. Í nóvember 2002, skaut ísraelsk leyniskytta síðan breskan starfsmann Sameinuðu þjóðanna, Iain Hook að nafni. Dómurinn í máli Rachel Corrie í lok ágúst hefur engu breytt um stöðu íbúa Palestínu, segir McGreal í umfjöllun sinni.Dómurinn byggir á niðurstöðu sem er ekki í takt við veruleikann. n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þau knúðu fram réttarhöld sem sýndu fram á að dauði hennar var ekki tilviljun- arkenndur. n Mál bandarísks aðgerðarsinna varpar ljósi á blóðuga slóð Ísraelshers Varð undir jarðýtu Mynd af aðgerðasinnanum Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska hersins. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Mynd ReuteRs Baráttufólk Foreldrar Rachel Corrie og systir hennar, Sara, Craig and Cindy (frá vinstri til hægri) sitja saman í dómsal í Haifa og bíða niðurstöðu dóm- ara. Hjónin tóku við Lennon/ Ono friðarverðlaununum í Hörp- unni í síðustu viku. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.